þriðjudagur, 21. apríl 2009

Davíð og Hannes með þeirra orðum

Maríanna Friðjónsdóttir, dagskrárgerðarmaður til margra ára hefur tekið þetta saman. Ég held að enginn hafi sýnt betur fram á "með þeirra eigin orðum" sem Styrmir Gunnarsson auglýsti eftir, hve Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn dásömuðu útrásina. Og hversu Davíð Oddsson laug blygðunarlaust þegar hann sagðist aldrei hafa lofað útrásarvíkingana. Kíkið endilega á þetta. Frábært Maríanna, takk!

http://www.facebook.com/home.php#/video/video.php?v=70440609580&ref=nf

9 ummæli:

Ari Matthíasson sagði...

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/?offset=30

Þetta er eiginlega fullkomnað.

Ari Matthíasson sagði...

Snilldin er sem sagt hér:

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/579026/

Nafnlaus sagði...

Er ekki hægt að setja þetta á Youtube? Það eru ekki allir íslendingar inni á þessu facebook.

Nafnlaus sagði...

Tek undir með Nafnlausum.
Er ekki hægt að nota Youtube?

Annars er blogið hans Hannesar frábært. Sömuleiðis er hægt að mæla með viðtalinu sem Sigmundur Ernir átti við kappann og hægt er að finna víða um netið.
Viðtalið þar sem hann lýsir kjósendum SjálfstæðisFLokksins..... frekar fyndið.
Ásta B

Lára Hanna sagði...

Ef þið hafið gaman af myndböndum með sagnfræðilegu ívafi gætuð þið fundið sitthvað við ykkar hæfi hér:
http://www.youtube.com/profile?user=lheinars&view=videos

Lára Hanna sagði...

Annars er pistillinn sem Ari setur inn link að hér fyrir ofan tær snilld!

Nafnlaus sagði...

Ef það er ekki hægt að finna meira en 2 ummæli Davíðs þar sem hann mærir útrásina, þar af annað við afhendingu blaðaverðlauna, að þá held ég að það sé erfitt að finna stjórmálamann á Íslandi sem undanfarin 10 ár hefur tekið minna undir með útrásarvíkingunum. hóst Björgvin Sig... hóst Ingibjörg Sólrún... hóst Össur.... hóst Sigmundur Ernir... og flest eru þau núna í framboði núna ekki satt? Ef það fór fram hjá þér að þá eru Davíð og Hannes ekki á listum xD, þar fór nefnilega fram þokkaleg endurnýjun, get kannski ekki ætlast til að Samfylkingarfólk þekki mikið til þess orðs.

Árni Snævarr sagði...

Það er alveg hárrétt hjá þér að Björgvin G. Sigurðsson var allra manna bláeygðastur. Ég veit ekki hvort pistillinn hans margfrægi um öfundsjúku útlendingana eða sú staðreynd að hann skyldi reyna að eyða honum er verri.

Davíð og Hannes eru hins vegar höfundar útrásarinnar - hugmyndafræðingur og verkfræðingur hennar. Það er mun alvarlegra. Að nota EES samninginn án þennan hátt án ESB aðildar var eins og að ganga á línu í tíu þúsund metra hæð og taka heljarstökk á línunni - án öryggisnets. kv. ÁS

Nafnlaus sagði...

Þetta er úr grein í The Spectator frá því í Desember síðastliðnum: “In 2004, the year he stepped down as premier, Oddsson boasted in Washington of the new sophistication of Iceland’s banks in domestic and overseas markets: ‘This is a very positive development which shows beyond all doubt the enormous force unleashed when the state entrusts individuals with freedom of action.´...

Four years later, that freedom has imploded and, following an emergency rescue, Icelanders will be in slavery to the IMF and other Nordic countries for generations to come. The ‘enormous force’ he unleashed has consumed the country’s three banks, almost triggered a default of its sovereign debt and ruined Iceland’s reputation as a sound economy.”

Hannes í The Wall Street Journal 2004:
“Why did Iceland turn this way? The international trend toward economic liberalization played a role. Free-market economists like Friedrich von Hayek, Milton Friedman and James M. Buchanan all visited the country in the 1980s, influencing not only Mr. Oddsson but many of his generation. In the battle of ideas here, the right won”.

Davíð