miðvikudagur, 22. apríl 2009

FLuglaugur, FLugdís, FLingi og FLillugi

Við vitum enn ekki hvaða stjórnmálamenn hafa fengið styrki í formi "kúlulána" til dæmis, sem er ekkert annað en að bera fé á fólk. Við vitum hverjir fengu styrki frá Baugi og FL group en það er aðeins toppurinn á ísjakanum. Landsbankinn var mjög drjúgur i sínum stuðningi og ekkert vitum við um Glitni eða Kauping.

Hins vegar skulum við líka hafa í huga að það er ekkert óeðlilegt að fyrirtæki styrki stjórnmálamenn, svo lengi sem það er gert á hófsaman og gagnsæjan hátt.

Þegar fólk á borð við Fluglaug Baug Þórðarson, Steinunni Valdísi, Björn Inga og Illuga Gunnarsson (ef við bætum við sjóð níu) eru að fá margföld mánaðarlaun frá einum og sama aðila, þá er alveg ljóst að í því spili er vitlaust gefið.

Það gildir allt öðru máli ef við erum að tala um dreifð jöfn framlög og hámarkið er nokkur hundruð þúsund krónur.

Mér sýnist að við séum ekki bara að tala um Fluglaug, heldur Steinunni FLugdísi, Björn FLinga og FLilluga Gunn.

En öll kurl eru ekki komin til grafar....

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki gleyma GuðFLinnu, FLÁstu og FLigríði.

Nafnlaus sagði...

Retorik á borð við þá sem hefur sést í síðustu tveimur greinum er alls ekki nauðsynleg svona skörpum penna. Taktu þér tak, Árni!

Nafnlaus sagði...

Á Selfossfundi Sjónv. vildi fulltr. Ástþórslistans að við ætum upp kreppuna, þ.e., styrktum bændur með því að éta afurðir þeirra, en leið Sjálfstæðisflokksins, - sbr. frumv. Sig. Kára og áður Guðl. Þórs, um brennivín í Bausgbúðir - er að drekka burt kreppuna.
Reyndar segir Guðlaugur að ekki hafið verið um það samið að hann flytti þetta frmvarp þegar hann tók við 2 milljónunum.

Nafnlaus sagði...

Ítalskir knattspyrnudómarar neituðu því líka - eins og Gulli - að þeir hafi verið beðnir að dæma Juve í hag þegar þeir tóku við mútugjöfum frá L. Moggi, stjóra Juve.
En orð reyndust óþörf.

Nafnlaus sagði...

Ítalir hljóta að styðja aðild okkar að EU.
Þeir hljóta að finna til skyldleika við okkur.

Nafnlaus sagði...

Fresta verður kosningum þangað til upplýst er hvaða frambjóðendur eru á mála hjá þeim sem settu landið á hausinn.
Núv. þingmenn með þá fortíð gátu sig ekki hreyft landinu til bjargar vegna "mútustykja".

Nafnlaus sagði...

Spillugi Gunnarsson úr sjóði 9.

Nafnlaus sagði...

Árni, haltu endilega áfram á þessum nótunum, fín og skemmtileg retorík. Ég er búin að emja hér úr hlátri og ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu.

Sigríður Guðmundsdóttir

Nafnlaus sagði...

Að ólgeymdum Kaupjáni Arasyni, Glitgils Matthísen ofl ofl ofl kúluþegum.

Nafnlaus sagði...

After winning massive two or 3 times, you can to|you possibly can} be sure that|ensure that|make certain that} your fortunes are about to shift. The Chinese have at all times been identified as gamblers, and they settle for this. However, apart from state lotteries, the individuals of China haven't 솔카지노 been exposed to a scenario where video games have been legitimized and ma... The purpose of the present research was to grasp the medical and social construction of pathological gamblers in Macau. In Macau, they're called Paichai (扒仔), which accurately means “to seize money from others.”... Despite the range of free providers obtainable in Australia, few family and friends of people with drawback playing access them.