föstudagur, 24. apríl 2009

Ég styð flokk í fyrsta skipti

Ég hef aldrei stutt stjórnmálaflokk opinberlega áður, en ég geri það nú.

Ástæðan er sú að Íslendingar urðu nánast gjaldþrota vegna þess að við völd voru stjórnmálaflokkar sem höfðu enga aðra stefnu en að auðga gæðinga sína. Og sjálfa sig með, eins og við vitum nú.

Ég var ekki nógu góður sem blaðamaður í því að finna út hvað var á seyði þótt ég benti aftur og aftur á það við lítinn fögnuð hve vitlaust var gefið í spilinu þegar bankarnir voru einkavæddir.

Við vitum núna að það sem ég fjallaði um fyrir nokkrum árum, var reykurinn af réttunum.

Flokkarnir sem báru ábyrgð á þessu og sömdu reyndar handritið voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur

Þeim hafna allir almennilegir menn og konur.

Afleiðingar málsins sýna og sanna að við þurfum að vera í varnarbandalagi vestrænna lýðræðisríkja sem Sjáflstæðisflokkurinn vill ekki af óskljanlegum ástæðum.

Sjálfstæðismenn eru gott fólk upp til hópa. Ég er enginn æstur aðdáandi Samfylkingarinnar. Þeir sem lesið hafa skrif mín hér á eyjunni, síðast fyrr í dag, vita að ég er krítískur i hennar garð.

Heimskan og heimóttaskapurinn í Sjálfstæðisflokknum veldur hins vegar þvi að ef sannir sjálfstæðismenn vilja vera samkvæmir sjálfum sér og styðja frjálst framtak, lýðræðislega og góða stjórnunarhætti, framfarir og lýðræði þá styðja þeir ekki einangrunarsinnaðana spilltan Sjálfstæðisflokkinn.

Útilokunaraðferðin segir okkur hófsömum miðjumönnum og Evrópusinnum að það er bara eitt val: Samfylkingin.

Warts and all.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er rökrétt og góð niðurstaða. Samfylking þarf að ná góðri stöðu. Annars verðum við föst í fortíðarhyggju.

Sveinbjörn sagði...

Sigmundur Davíð var og er með skýrar efnahagstillögur markmið og leiðir.

Nafnlaus sagði...

Eg styð stefnumál ekki flokka. Er líka alltaf að segja fólki frá því.

Fékk vitrun áðan (trans, útfrymi og allt): Borgarahreyfingin fer vel yfir 10%.

Var ekki Þór Saari annars trausvekjandi? Mér hefur alltaf litist vel á manninn: http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni/

P. S.

Þeir sem eru í óvissu geta leitað á náðir Morgunblaðsins. Þar er í heimi hæli tryggt. Kosningakompás blaðsins hefur hjálpað mörgum:

http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Leiðir hvert,kæri Sveinbjörn?
Þarf maður laxerolíu og gúmmístígvel?
Greindur bondi sagði mér að ef maður ætlaði í haughúsið og jafnframt að vaða flórinn, væri slíkt öryggisbúnaður nauðsinlegur.

Kannski maður taki upp júgursmyrsldósina,enn og aftur, fyrst að Sigmundur er komin með augastað á "lausnina" fyrir okkur öll, aftur. "Æ vinnur gætirðu beygt þig og rétt mér sápuna..."

Nafnlaus sagði...

Árni!
þykir leiðinlegt að segja það, en þú ert pól. einfeldingur, hálfgerður nitwit, eiginlega.

Þú veist það vel að flokkarnir eru þrír og við beitingu sömu útilokunar fæst önnur og rökréttari niðurstaða.

Þú og Egill félagi þinn eru bara svona forritaðir með Vesturbæjar-móðurmjólkinni. Ykkur er fyrirmunað að hugsa út fyrir litla steinrunna moggasandkassann ykkar.

Og blessaður taktu nú þessar Bruxelles skyggnur þínar niður, þú sérð ekki lengra en nefi þér með þeim.

Salut, mon ami.
Eric C.

Nafnlaus sagði...

Árni þú hefur alltaf studd Samfylkinguna, ekki gera grín að okkur.
Evrópu ást þín snýr bara að þinni eigin atvinnu en hefur ekkert með þorra íslendinga að gera.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagði...

Árni! Þú segir í nýlegri færslu: „Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og einn umtalaðasti "sérfræðingur" þjóðarinnar í Halldóri Laxness heldur því líka fram að jörðin sé ekki að hlýna og raunar væri það bara gaman að geta stundað sjóböð á íslenskum ströndum þótt svo kynni að fara að aðrir jarðarbúar stiknuðu. Ekki er vitað hvort prófessorinn telur líka að jörðin sé flöt, en það skal ekki útilokað.“ Gæti ég fengið að vita, hvar ég hef sagt þetta?

Nafnlaus sagði...

Hver sá sem styður fjórflokkinn og stuðlar þar með að áframhaldandi spillingu í íslensku stjórnkerfi, verður flokkaður sem óvinur íslands. OG það mun koma að skuldadögunum.

Nafnlaus sagði...

Ef verður sem stefnir, spái ég blóðugri byltingu ekki síðar en í haust. Guð veit að ég ætla að taka þátt í henni.

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég ánægð með þig Árni minn enda ertu sonur hennar Valborgar minnar, vel upp alinn og skynsamur með afbrigðum, sérð ljósið í myrkrinu.

Nafnlaus sagði...

Hannes! Árni er ekki að vitna beint í þig (engar gæsalappir) heldur er hann þarna að taka sér ákveðið skáldaleyfi og býr orðum þínum og hugsunum, sem við illu heilli höfum fengið allt of mikið að heyra af, búning. Sjálfsagt mætti með rannsóknarvinnu og því súrrealíska starfi að pæla í gegnum skrif þín og ræður finna eitthvað í þessa áttina. Þó kannski ekki með lögun og form jarðar. Þar er Árni meira að notast við kómískan ýkjustíl sjálfum sér og lesendum til gamans.

Annars er merkilegt að þú sért að elta ólar við áreiðanleika heimilda og tilvitnana.

Sigríður Guðmundsdóttir

Nafnlaus sagði...

Tilgangurinn helgar meðalið, þótt slæmt sé. Populisminn sem hefur alltaf einkennt samfylkinguna er ekki trúverðugur. En hver er tilgangurinn?

Unknown sagði...

Ég veit ekki betur en að Samfylkingin hafi setið hjá í 18 mánuði meðan allt hrundi þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um hvað var að fara að gerast. Samfylking hefur þar að auki sýnt að hún stendur ekki við kosningaloforð heldur svíkur þau, sbr. þarsíðustu ríkisstjórn. Borgarahreyfingin hefur líka aðildarumsókn að ESB á sinni stefnu og er líklegri til að standa við það sem hún segir.

Nafnlaus sagði...

Sé að Hannes Hólmsteinn leitar hér svara. Svarið liggur í að Árni Snævarr styður Samfylkinguna, Warts and All.

Ég er nú hræddur um að það séu mestmegnis vörtur sem Árni Snævarr fær og Hannes Hólmsteinn getur varla vænst svara hjá manni með vörtur á heilanum.

Nafnlaus sagði...

Ég er algjörlega ósammála þér Árni,reyndar hefur verið mjög auðvelt að lesa milli línanna hjá þér. Þú hefur að mínu mati verið einlægur aðdáandi samfylkingarinnar um mjög langt skeið þó þú styðir ekki alla fulltrúa samfylkingarinnar sbr. skrif þín um Björgvin.
mbk
Ólafur