Það er magnað að fylgjast með Sjálfstæðis-FL-okknum engjast um þessa dagana eftir að hann varð að apa fyrir að taka við aurum FL Group og Landsbankans.
Flokksforystan virðist ætla að hengja gömlu félagana úr Búnaðarbankanum Guðlaug Þór Þórðarson og Sigurjón Þ. Árnason upp í næsta gálga. Guðlaugur sem kannaðist ekkert við málið í gær, endurheimti minnið í dag.
Það hefur rifjast upp fyrir honum að hann hann hafi á þessum tíma legið á sjúkrabeði en hringt sárþjáður í tvo þrjá kunningja í viðskiptalífinu og þeir brugðist snarlega við og safnað 55 milljónum. Gulli á góða vini, ég segi ekki annað.Hvað skyldi hann hafa fengið mikið ef hann hefði ekki verið svona lasinn?
Gulli hringir í Hannes Smára og þarf ekki einu sinni að ganga á eftir greiðslu, allt skilar sér í kassa flokksins og tímanlega fyrir lokun um áramótin þegar nýju lögin tóku gildi. Ef marka má þessa sögu hefur ekki verið mikið mál að fjármagna eitt eða neitt hjá Sjálfstæðisflokknum. Og tengslin á milli einfalds þingmanns og formanns Orkuveitunnar við fyrirtækin í landinu ótrúlega kósý svo ekki sé meira sagt.
Getur verið að þetta hafi verið svona einfalt?
Því skal haldið til haga að Guðlaugur Þór neitar sannleiksgildi fréttar Morgunblaðsins með bráðskondnum orðhengilshætti: rangt sé að hann hafi beðið fyrirtæki og einstaklinga um styrki: hann hafi beðið einstaklinga um að biðja fyrirtæki og einstaklinga um styrki!
Þar af leiðandi hafi hann ekki komið nálægt málinu!
Bara heimspekingurinn og gullpenninn Eggert Skúlason gæti orðað þetta svo snilldarlega!!!
Og í Landsbankanum á Sigurjón Þ. Árnason að hafa tekið upp tékkheftið fyrir orð Guðlaugs eða bara einhvers kunningja þingmannsins, ef marka má fréttir, og snarað út 25 milljónum, án þess að ráðgast við kóng né prest og alls ekki bankaráðið.
Ef þetta er rétt, hlýtur það að hafa verið svo hversdagslegt að láta 25 milljónir renna til flokksins að það hafi ekki þurft að ræða það! Varla getur það verið?
Var málið ekki nefnt við framkvæmdastjóra flokksins og þáverandi varaformann bankaráðsins? Segjum að Sigurjón hafi tekið ákvörðunina einn. Af hverju ekki að segja Kjartani frá gleðifréttunum svo mjög sem þær vörðuðu hans störf- á tveimur vígstöðvum? Sérkennilegt í meira lagi, en ég hef ekki skýringu á því.
Og var ekki rætt við formann bankaráðsins og eiganda Björgólf Guðmundsson? Getur verið að bankastjóri taki einn svo pólitískt eldfima ákvörðun án þess að eigendur séu með í ráðum? Því trúi ég ekki.
Að vísu liggur það fyrir að kosningamaskína Guðlaugs Þórs var fyrr en varir komin í vinnu hjá Landsbankanum í heilu lagi og er Sigurjóni Þ. Árnasyni þakkað að hafa séð hvílíkir hæfileikamenn voru þar á ferð í öllu sem varðaði bankarekstur.
Það er á margra vitorði að þetta var í meira lagi umdeilt.
Ef einhver skyldi hafa ætlað að það væri ekki klofningur í Sjálfstæðisflokknum, held ég að öllum vafa hafi nú verið eytt. Mörg þessara atriða eru vissulega óljós og skipting á milli armanna er ekki alltaf svart-hvít og margir vilja vera láta. Meira að segja staða formannsins er stundum óljós.
Eitt er hins vegar víst að núna sést inn í kviku Sjálfstæðisflokksins og gröfturinn vellur út úr skítugu sárinu eftir að þessi Sjálfspillingarflokkur hefur stungið sig holundarsári.
Hugmyndir skipta engu, allra síst Evrópumálin: þetta er nakin valdapólítik þar sem einskis er svifist.
Eins og Guðlaugur Þór aka Eggert Skúlason skrifar: “Ég harma að nafn mitt skuli vera dregið með þessum hætti inn í umræðuna og velti eðlilega fyrir mér hvaða hvatir liggi þar að baki.”
Við líka. Og við bíðum spennt eftir að heyra meira.
fimmtudagur, 9. apríl 2009
From FL Group with love
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Einhver bloggarinn líkti þingmönnum Sjálfstæðisflokksins við sjálfsala, Sjálfsalaflokkurinn, þú færð það sem þú borgar fyrir.
Stefán Benediktsson
Góð samantekt hjá þér Árni.
Sjálfstæðismenn blogga ekki einu sinni núna heldur eru í felum og ráða ráðum sínum.
Ég held það sé rétt sem komið hefur fram undanfarið að almenn vitundarvakning sé hjá þjóðinni um eðli og tilgang Sjálstæðisflokksins.
Það er vont að þurfa viðurkenna þetta og sjá að hér er spillingarflokkur dauðans á ferðinni sem hefur getað nýtt sér sakleysingja, almenning, á meðan þeir hafa beitt sér fyrir alla aðra en hagsmuni almennings og lýðræðið.
Þetta er hagsmunaflokkur Íslands sem hefur ekki veigrað sér að ýta gífurlega mikilvægum málaflokkum út af borðinu vegna þess að þar hafa hagsmunir þjóðarinnar, almennings, farið á móti hagsmunum þeirra sem eiga í raun flokkinn. Hagsmunir almennnings er alltaf fyrir borð borinn, þessa sama almennnings og hefur kosið flokkinn trekk í trekk...og flestir í góðri trú.
Hverjir eru það sem eiga flokkinn?
Sérhagsmunahópar, t.d. Kvótakóngarnir sem koma í veg fyrir vitræna ESB umræðu á meðan þeir rupla og ræna okkur og veðstetja kvótann fyrir fjárhættuspil.
Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál þannig en spinn doktorar flokksins hefur tekist að drepa alla vitræna umræðu á dreif.
En vitundarvakningin hefur átt sér stað og ég held það sé alveg ljóst að flokkurinn er að missa frá sér stóran hluta þess fylgis sem þeir hafa getað treyst á fram til þessa og það án þess að hafa neitt fyrir því fylgi. Einfeldningana sem var talið trú að þetta væri flokkur allra, stétt fyrir stétt o.s.frv.
Hvað þetta er stór prósenta kemur í ljós en þetta er mjög mikilvægt fyrir lýðræðisþróun í landinu að þessi kýli séu sprungin og fleiri alveg að springa.
Nú kemur í ljós í kosningunum hversu margir munu kyssa vöndinn í þetta sinn.
Það er ekki lengur hipp og cool að kjósa flokkinn og menn geta lagað annars lága sjálfsvirðingu með því að segjast vera Sjálfstæðismenn. Það fylgir því meiri skömm og niðurlæging.
En þar þurfti ALLT þetta hrun og alla þessa augljósu spillingu til þess að almenningur vaknaði.
Það er mikið umhugsunarefni og maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvað er að slíkri þjóð fyrir. Er þetta menntunarskortur eða bara ignorane? Ég veit það ekki en þetta er rannsóknarefni í sjálfu sér.
Það er nefnilega ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem þarf að fara í mikla og djúpa sjálfsskoðun heldur einnig kjósendur flokksins og í raun þjóðin öll því þetta er sá flokkur sem við höfum afhent líf okkar og velferð í áratugi.
Friðrik
"Það er mikið umhugsunarefni og maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvað er að slíkri þjóð fyrir. Er þetta menntunarskortur eða bara ignorane? Ég veit það ekki en þetta er rannsóknarefni í sjálfu sér"
Það er molbúaháttur í bland við hreinræktaða heimsku.
Við verðum að krefjast þess að þessi spillingarflokkur opni bókhald sitt alveg aftur fyrir setningu kvótalaganna og til ársins 2008, það er ekki nóg að flokkurinn opni bara á árið 2006, það segir okkur ekki neitt sem við vitum ekki nú þegar.
Ekki er ég aðdáandi pistlanna þinna, svona oftast nær, en þessi er hreint frábær.
Ég er ansi hræddur um að það sé ekki nein vitundarvakning hjá þjóðinni. Þetta er normalt, og þeir sem kjósa flokkinn loka augunum fyrir því.
Skyldi vera að spunagengiskúrs Eggerts Skúlasonar, sem svo skemmtilega vill til að er Finns náfrændi Ingólfssonar, sé agnar pínu pons ofmetinn, ha?
Með Frammarakveðju
Þetta er nú ekkért undarlegt. Ef menn setja í eðlilegt samhengi menntun miðavið búsetu og stuðning eftir flokkum eftir búsetu þá var Grafarvogur víst svarið. Semsagt minstamenntun eftir hverfi og hæsta fylgi við Sjallana. Því miður hafa ríkistjórnir landsins of oft verið áhveðnar af ólæsum húsvörðum og leigubílstjórum og ættli þessir sömu verði ekki þeir einu sem eiga eftir að röfla þessari framkomu málsbótar...
Þetta er nú bara það sem kom upp ,,óvart" hvernig verður það ef bókahaldið væri opnað?
H. Steinn Mangússon.
Nokkuð gott Árni og flest rétt sýnist mér. Hefði samt verið skemmtilegra að telja upp mannskapinn sem vann í Landsbankanum.
Hvetjum ALLA stjórnmálaflokkana til þess að styrkja Fjölskylduhjálpina frekar en að skila styrkjum frá einstaklingum sem upphaflega eignuðust það fé með afar vafasömum hætti og komu okkur íslendingum í þá stöðu sem við erum í nú.
http://www.facebook.com/home.php?#/group.php?gid=65711071733&ref=nf
Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn
Skrifa ummæli