fimmtudagur, 30. apríl 2009

Orð skulu standa heilög Jóhanna

Ef rétt er haft eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar ætli að gefa eftir í Evrópumálum getur það ekki þýtt nema eitt. Að hún ætli að svíkja kosningaloforð um að setja Evrópumálin á oddinn.

Nú þegar flest bendir til að þingmeirihluti sé fyrir að sækja um aðild að Evrópusambandinu, (S plús O plús B plús nógu margir D og VG) hefur Samfylkingin enga ástæðu til að gefa eftir. Vinstri grænir aftur á móti verða að sætta sig við það að skoðanir þeirra njóta ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar eins og hann kom fram í nýliðnum þingkosningum.

Samfylkingunni ber lýðræðisleg skylda til að snúa baki við vinstri grænum og leita á önnur mið eða mynda minnihlutastjórn. Vinstri grænir munu raunar sennilega klofna hvort heldur sem er eftir að forysta þeirra sneri endanlega bakinu við grænum sjónarmiðum. Langflestir skoðanabræður þeirra, meira að segja í villta vinstrinu, í Evrópu hafa löngu gert þetta. Og allir græningjar að heita má.

Ef allt fer á versta veg og stjórnarmyndun tekst ekki á Samfylkingin sögulegt tækifæri á að taka Evrópufylgið endanlega af Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum og græna fylgið af kommúnistunum sem eftir sitja í VG.

Samfylkingin mun hins vegar klofna ef Jóhanna kýs slíka kyrrstöðustjórn enda engin leið út úr þrengingum okkar til lengri tíma litið án ESB aðildar.

Það er alveg ljóst að Árni Páll Árnason og Róbert Marshall munu ekki geta greitt slíkri stjórn atkvæði og siðferðilega geta amk. Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson það ekki heldur.

Orð skulu standa.

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að svíkja kosningaloforð er eitthvað sem Samfylkingin fer létt með. Reyndar allt pakkið og þar með taldir Vg. Huggaðu þig við það síðarnefnda.

„Persónukjör strax í næstu kosningumi.“

„Það þarf kjark og þor til þess að ráðast í breytingar af þessu tagi en yfir þeim kjarki og því þori býr núverandi ríkisstjórn.“

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1272796

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Magnús Orri SKRAM - EF SF GEFUR EFTIR Í ESB ER TRÚVERÐULEIKI ÞEIRRA FYRIR BÍ

Evreka sagði...

Árni, af hverju heldurðu að Jóhanna ætli að gefa eftir...?
- því trúir enginn kjósandi Samfylkingarinnar...

Annars sammála, ef Samfylkingin gefur eftir í þessu máli, þá er ekki bara hún búin að vera heldur báðir vinstri flokkarnir. Þá verður stjórnin skammlíf og hægrisveifla yrði í næstu kosningum. Game over, fyrir bæði Samfylkingu og VG.

VG verður að hætta þessari þrjósku og leyfa þjóðinni að kjósa um ESB. Annað er ekki lýðræðislegt.

En maður bíður náttúrlega eftir því að þessir flokkar klúðri þessu sögulega tækifæri. Það heyrist úr röðum beggja flokka að nákvæmlega ekkert hafi þokast í þessu mikilvægasta máli Íslands.

GSS sagði...

Staðfestir skoðun Eiríks Bergmanns, að aðildarviðræður við ESB eru tilgangslausar ef væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar og VG gengur ekki jákvæð og heilshugar til verksins.
Með afstöðu VG í huga getur Samfylkingin þar af leiðandi ekki með neinu móti varið ríkisstjórnarsamstarf með þeim flokki.
Hvaða málamiðlun sem kann að koma fram í viðræðum flokkanna breytir engu í stöðunni.
Með VG í farangrinum lítur ESB á viðræður sem tímasóun.
Þar með er Evrópustefna Samfylkingar farin fyrir bí og um leið trúverðugleikinn.
Hins vegar kemur samstjórn Samfylkingar, Framsóknar og Borgarahreyfingarinnar tæpast til álita vegna knapps meirihluta og óvissu um samstarfshæfni nýgræðinganna.
Og síðan er ályktun þín um að meirihlutavilji sé meðal þingheims við aðild að ESB ekki byggð á neinum rökum. Afstaða þingnmanna liggur ekki fyrir og kosningarnar gefa heldur engar vísbendingar um vilja meirihluta þjóðarinnar.
En hins vegar skil ég vandlætingu þína og sárindi. En við hverju bjóstu? Samfylkingin hefur aldrei verið þekkt fyrir heilindi og stefnufestu.

Nafnlaus sagði...

Æ fariði nú að hætta þessu bölvaða esb væli.
Opnið ykkar augu fyrir því að við munum ekkert fá neitt sér díl um fiskimiðin, og við munum ekki fá neitt betri díl heldur en Pólland Litháen Lettland Spánn Frakkland Grikkland.. Þetta Íslenska mont heilkenni er orðið gamalt og fúið.
Geriði ykkur grein fyrir því að það varð hér bankahrun og heimilin og fyrirtækin eru í rúst, 18000 atvinnulausir. ég held að það væri nú nær að vinna í því að lagatil hér á íslandi heldur enn elta hangandi esb gulrót eins og asni.

Nafnlaus sagði...

Ef að "þjóðin" vill ganga í sambandið Árni, af hverju hafa þá bara 13000 manns eða 6% þjóðarinnar skráð sig á sammála.is?
Er þessi "þjóð" kannski ekki þjóðin?

Örn Johnson ´67

Nafnlaus sagði...

Þetta er hárrétt Árni

Samfylkingin verður að standa með þjóðinni og sjá til þess að farið verði í viðræður til þess að við, almenningur, getum kosið um þetta beint og milliliðalaust.

Annað er hreint og klárt ofbeldi gagnvart lýðræðinu og fólkinu í landinu.

Samfylkingin (og þjóðin) er mun betur sett í stjórnarandstöðu en að svíkja þjóðina um frelsið til að velja og hafna.

Ef slegið verður af á einhvern hátt þá er þetta búið spil fyrir Samfylkinguna og í raun Vinstri Græna líka.

Þetta á að vera sjálfsagt mál að kanna alla kosti í stöðunni og í raun alveg furðulegt að menn skuli vera deila um að fá þessa heildarsýn sem fæst eftir samningaviðræður.

Í millitíðinni vinna menn í þeim málum sem brýnust eru og allir eru að bíða eftir aðgerðum þeim tengdum.

Aðilarumsókn samfara því liðkar mikið fyrir batanum og sendir skýr skilaboð til umheimsins að við séum á réttri leið og teljum okkur hluta af stærri heild (sem við erum auðvitað hvort sem menn vilja sjá það eður ei).

Kristján Sig Kristjánsson sagði...

Þetta er kanske ekki skylt. En meiningin er að Hagsmunasamtök Heimilanna sýni forseta ASÍ venjulegt heimili og leyfi honum að tala við venjulegan launþega sem hann hefur aldrei gert.
Geir Jón Þórirsson ætlar að leika lögregluþjón sem hrindir fréttamanni. Spurningin Árni hvort þú gætir leikið fréttamann sem hrint er. Hvað segjir þú um það?

Unknown sagði...

Samfylkingin búin að vera ef hún kiknar í ESB málum. Þá er sambandi mínu og hennar lokið. Og ég þekki marga sem munu ganga úr flokknum ásamt mér ef það gerist. Stjórnarandstaða betri en eyðimerkurganga með VG út í sorta krónukjara og hugmynda Atla Gísla um að éta sig útúr kreppunni.

Stefán Benediktsson sagði...

VG á að taka að sér leiða viðræður við ESB til að auka á trúverðugleika gagnvart útgerð og bændum sem stendur stuggur af sambandinu. Steingrímur á að vera utanríkisráðherra

Nafnlaus sagði...

ég man ekki betur en að ESB hafi mælst í ca. 5 sæti þegar fólk var spurt um hvað réði atkvæði þeirra.

Held að sanntrúaðir Esb-sinnar séu aðeins að ofmeta áhuga almennings og ættu kannski að fara rólega í yfirlýsingar um "lýðræðislega skyldu"

Héðinn Björnsson sagði...

Það má vera að þú skiljir ekki hversvegna nauðsynlegt er að semja þegar kemur að stjórnarmyndun en Jóhanna er sem betur fer eldri en tvívetra í pólitík. Hún veit að hún getur ekki samið við Framsókn og Borgarahreyfinguna um meirihluta vegna efnahagsmála og allra síst eftir að hafa stungið VG í bakið. Hún veit líka að hún ætti erfitt með að stjórna landinu með Sjálfstæðisflokknum vegna uppþota og annarra beinna aðgerða gegn slíkri ríkisstjórn.

Gefist Jóhanna upp á að ná meirihluta gefur hún upp stjórnarmyndunarumboð sitt og þá gengur það til Sjálfstæðisflokksins sem enginn vill vinna með og þaðan til Steingríms sem ekki mun geta myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn vegna þess að þessir flokkar eru ekki sammála um neitt.

Niðurstaða þess að ekki semjist milli VG og Samfylkingarinnar er koma verður á utanþingsstjórn eða kjósa aftur. En kannski er það besta leiðin til að ná samstöðu í þessu samfélagi að fá utanþingsstjórn þó ég eigi erfitt með að sjá að þingflokkur Samfylkingarinnar muni sjá það þannig. Slík stjórn myndi hinsvegar ekki sækja um aðild að ESB og því myndi ekkert gerast í slíkum málum á komandi kjörtímabili, en það eru svo sem nóg af öðrum málefnum sem þarf að takast á við. Þannig gætum við farið í að stofna stjórnlagaþing og takast á við efnahagsvandann ótruflað af deilum um ESB.

Er einhver hér sem sér fyrir sér aðra niðurstöðu af því að Jóhanna neiti að semja um ESB-málin við VG?

Nafnlaus sagði...

Það að sjs og js svara bara með útúrsnúngum merkir bara að það er EKKERT að gerast í þessum viðræðum - ég er sammála því að ef sf gefur eftir í ESB málinu verða færri xs kjörseðlar sem koma upp úr kjökössunum næst - það er alveg klárt mál

Nafnlaus sagði...

Ef það væri vilji meirihluta þjóðarinnar að fara inn í ESB hefði SF fengið meira en 29,3% atkvæða í kosningunum og bætt við sig meira en þessum 3%. Langar ykkur virkilega í bandalag með þjóð sem þrisvar hefur ráðist á okkur með hervaldi og einu sinni sett á okkur hryðjuverkalög?

Nafnlaus sagði...

Mikið rosalega ertu vitlaus Árni í pólitísku stöðumati þínu. Þú skítur alveg upp á herðablöð með þessu bulli. Ekki vildi ég þurfa að taka þátt í að skeina þig út úr þessu stöðumati. Trajan

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni Snævarr. Dettur þér í hug að aðrir flokkar á þingi en samfylking geti falið Samfuylkingunni að fara með samningsumboð frá þjóðinni til Brussel ? Alldrei, aldrei til þess er samfylkingarfólk allt of gjarnt að leggjast á bakið þegar komið er í samninga og segja "gjörið svo vel bara við getum lokið málinu sem fyrst", Þetta er vandamálið.