laugardagur, 11. apríl 2009

D-listi: FL Group eða Sjóð Níu?

Guðlaugur Þór Þórðarson er maður sem ungengst sannleikann á mjög svipaðan hátt og Bill Clinton. Hann hefur fullyrt opinberlega að hann hafi einungis hringt í nokkra menn og hvatt þá til dáða í fjáröflun fyrir Sjálfstæðisflokinn. Guðlaugur hefur fordæmt vonda blaðamenn sem hafa haldið því fram að hann hafi haft samband fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins við FL Group og Landsbankann.

Hverfasamtök Sjálfstæðismanna hafa sum hver, birt yfirlýsingar til stuðnings Guðlaugi Þór.

En nú hafa tveir menn gefið sig fram og sagt að þeir hafi verið mennirnir sem Guðlaugur Þór hringdi í.

Annar var á þeim tima yfirmaður verð bréfasviðs Landsbankans en hinn var varaformaður stjórnar FL Group.

En Guðlaugur Þór segist ekki hafa haft neitt með fjáröflun að gera og alls ekki haft samband við þessi fyrirtæki.

Miðað við þetta eru orð Clintons um að hann hafi ekki haft kynferðisleg samskipti við lærlinginn Lewinski mun trúverðugri.

En þarna lýkur samanburðinum við Bill Clinton, því Gulli er ekki lengur neinn Clinton. Hvað þá Reagan. Dagar Teflonmannsins eru liðnir.

Mikið hljóta Jóhanna og Össur, Kata Jakobs og öll hin að hlakka svakalega ti að etja kappi við frambjóðanda sem hefur orðið uppvís að því að fara svona frjálslega með sannleikann.

Ég man ekki frekar en flestir aðrir hver er á toppnum i Reykjavík suður og hver í norður. En væri ég í framboði fyrir andstæðinga Sjálfstæðismanna myndi ég mala eins og köttur af tilhugsuninni að etja kappi annað hvort við Gulla Þór með hans glæsilega feril eða Illuga “Sjóð 9” Gunnarsson.

Þvílík veisla!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Thetta er nú ekki alls kostar rétt hjá tér. Stadreyndin skv yfirlýsingu tvímenningana er ad Gulli hafdi samband vid tá og bad tá að adstoða við fjáröflun fyrir flokkinn, hvernig teir sídan gerðu það var ekki á ábyrgd hans. Síðan veitti Gulli peningnum aldrei vidtöku sjálfur. Tetta hefur hann allt sagt, svo har er tá lýgin?

Nafnlaus sagði...

En ætla fréttamenn að sætta sig við að það verði bara gert grein fyrir styrkveitingum fyrir árið 2006, hvað með 2005 eða 2004 eða ...? Getur þetta hafa verið venja frekar en einstakt tilvik? Við verðum að spyrja þessara spuringa.

Nafnlaus sagði...

Jú, auðvitað er það lygi hjá Gulla.
Með því að biðja yfirmann hjá Landsbankanum og varaformann stjórnar FL Group um að útvega fé, er hann auðvitað að biðja þessi sömu fyrirtæki um stuðning.

Annars er þetta lélegasta smjörklípa sem sést hefur; að reyna að halda því fram að skandallinn sé horfinn bara með því að einhverjir milliliðir gefa sig fram...!

Auðvitað er aðalmálið þetta:

Guðlaugur Þór var á þessum tíma stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Það liggur fyrir (svo maður noti hans orðalag) að hann lagði þar línur með orkuútrásina og myndaði sem slíkur tengsl við ákveðin einkafyrirtæki (FL Group) um að taka þátt í henni með OR (Geysir Green + OR = REI).
Á sama tíma biður hann varaformann stjórnar FL Group um fjárstuðning, sem svo reynist fyrir algera tilviljun vera (ásamt Landsbankastyrknum) lang-lang-lang-stærsti styrkur sem vitað er um til íslenskra stjórnmálaflokka.

Stjórnmálafræðiprófessor benti réttilega á í fréttum RÚV áðan, að í ýmsum öðrum löndum yrði þetta rannsakað sem mútur.

Smekklegt veganesti á síðustu metrum kosningabaráttunnar...

Nafnlaus sagði...

Hvar vilja menn draga mörkin í meintum mútugreiðslum, er það milljón, 5 mill eða allt yfir 10 mill. Skil ekki þessa umræður. Mistökin felast að sjálfsögðu ekki í að betla peningana heldur í því að ÞIGGJA ÞESSAR UPPHÆÐIR ÁN ÞESS AÐ SPYRJA SPURNINGA

Nafnlaus sagði...

Árni, þú ættir endilega að reyna að komast sem fyrst í fjölskylduboð hjá mági þínum Kjartani Gunnarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þá geturðu spurt hann eitthvað út í hvernig stendur á því að hann neitar að hafa vitað baun um þessi framlög FL Group og Landsbankans, en engu að síður skrifaði hann upp á ársreikning Sjálfstæðisflokksins þar sem þessi framlög voru tíunduð?

Leyfðu okkur almúganum endilega að fá að fylgjast með.

Nafnlaus sagði...

Eggert Skúlason og Finnur Ingólfsson náfrændur?

Nafnlaus sagði...

Guðlaugur Þór leitaði ekki til Landsbankans, heldur til stjórnarmanns bankans sem leitaði til bankans.
Einnig leitaði hann ekki til FL-Group, heldur til stjórnarmanns FL-Group sem leitaði til FL-Group.
Jamm og jæja

Nafnlaus sagði...

Já nafni.
Náfrændur. Hvernig heldurðu að fjölmiðlungaferill Eggerts hafi hafist á Tímanum, próflaus maðurinn!?

Örn Úlfar sagði...

Allt bendir til þess að menn séu tví- eða þrísaga í málinu. Þar að auki er það skammgóður vermir að henda styrkjahneykslinu í fangið á gamla Geir. Hann var á þessum tíma í býsna mikilvægu starfi hjá þjóðinni - þótt hann væri formaður. Og á hvaða NBA leik fór ný forysta Sjálfstæðisflokksins?
Þetta mál heldur áfram.

Nafnlaus sagði...

Kæri Árni hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að það skipti máli hvort einhverjir menn á listum Sjálfstæðisflokksins séu óheiðalegir, afbrotamenn, fjárglæframenn eða á annan hátt siðblindir, svo virðist sem 20-25% þjóðarinnar sé það líka.

Nafnlaus sagði...

Hvaða rugl er þetta að halda því fram að Guðlaugur hafi ekki leitað til FL eða Landsbankans?

Ef ég hringi í Orkuveituna til að spurjast fyrir um reikning er ég þá ekki að hafa samband við Orkuveituna? Er ég bara að hafa samband við Sigríði sem vinnur á símanum?

Hvenær hefur maður samband við fyrirtæki og hvenær hefur maður ekki samband við fyrirtæki?

kv. snorri