laugardagur, 2. maí 2009

Mældu nú rétt Tryggvi Þór!

Tryggvi Þór Herbertsson, nýkjörinn alþingismaður, kvartar sáran yfir því að vera skotspónn bloggara. Tryggvi er alveg hlessa á því að fólk hafi eitthvað við hans störf að athuga og kvartar yfir sleggjudómum. Nú vill svo til að ég hef gagnrýnt Tryggva Þór á bloggi- og hef gert það málefnalega. Förum aðeins yfir það sem ég hef haft við málflutning hans að athuga.

Mig langar til að benda honum á að þegar hann sinnti hagrannsóknum eftir pöntun í Hagfræðistofnun tókst honum að reikna út að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi kosta tugi milljarða á hverju ári.

Evrópunefnd sem Björn Bjarnason stýrði komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þegar búið væri að draga frá kostnað vegna EES samningsins myndi ESB aðild hugsanlega ekki kosta neitt en þó í mesta lagi hálfan annan milljarð.

Fræðimaðurinn Tryggvi hefur aldrei skýrt hvernig honum tókst að reikna þessa upphæð miklu hærra en stjórnmálamanninum og ESB andstæðingnum Birni Bjarnasyni.

Þetta minnir svolítið á ritstjóra Eyjunnar, Guðmund Magnússon. Hann var eitt sinn frjálshyggjumaður en löngu áður var hann kommúnisti og herstöðvaandstæðingur. Á þeim tíma var hann sumarblaðamaður á Dagblaðinu. Einhverju sinni voru mótmæli gegn hernum; lögreglan taldi að fimm hundruð manns hefðu verið á vettvangi, herstöðvaandstæðingur töldu að það hefðu verið tvö þúsund en Guðmundur sumarkommi á Dagblaðinu taldi að það hefðu verið tíu þúsund!

Svipuðu máli gegndi með Tryggva Þór Herbertsson. Honum tókst að reikna fjárhæðirnar svo hátt að jafnvel hörðustu ESB andstæðinga svimaði. Hann var kaþólskari en Davíð páfi og launagreiðandi hans.

En þá var Tryggvi Þór fræðimaður sem vann fyrir reikning. Nú er hann kosinn alþingismaður og þarf að kannast við skrif sín.

Ég segi við Tryggva, hættu að væla og mældu nú rétt strákur!”

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.google.is/search?client=firefox-a&rls=org.mozilla%3Aen-US%3Aofficial&channel=s&hl=is&q=Tryggvi+%C3%9E%C3%B3r+Herbertsson&lr=lang_is&btnG=Google+leit

Nafnlaus sagði...

Tryggvi hefur alltaf selt sig hæstbjóðanda, s.b. Mischkin skýrslan. Þjóðþekktur Pollýönu-hagfræðingur. Svo gerði hann Bubba heyrnalausan... :)

Nafnlaus sagði...

Æjj gætirðu ekki skrifað svona pistil um Eirík Dvergmann líka og sagt honum að kosningarnar eru búnar og þaraf leiðandi enginn þörf á því að reka kosningarskrifstofu um sjálfan sig.

Þaðsem Ísland þarf er, stærri baunir og færri prinsessur.

Steinn Magnússon

Nafnlaus sagði...

Þú ert og verður besti bloggari landsins, hvenær sem þú mundar hinn rafræna fjaðurpenna, og hvort sem ég er sammmála þér eða ekki. Það er eins og að opna jólapakka á aðfangadagskvöld (fyrir kvöldmat!) að sjá á eyjan.is að það hafi borist pistill frá þér.
Hjartans kveðjur,
JHH

Nafnlaus sagði...

Af hverju finnst mér að þú sért að nota tækifærið til að bauna á Tryggva, með því að misskilja hann vitlaust, í staðinn fyrir að sjá hvað það er sem hann raunverulega kvartar yfir - persónuníð og allt að því morðhótanir.

Auðvitað á Tryggva að mæla rétt - en mér finnst þú ekki alveg mæla hér skv. eigin leiðbeiningum til hans.

Með vinsemd og virðingu,
Nafnlaus.

Nafnlaus sagði...

Bloggheimar eru og verða holræsi hugands. A.m.k. hjá sumum.