Norska Dagblaðið segir frá því að Vinstri-Grænir hafi komið í veg fyrir að hin umdeilda þjónustutilskipun ESB taki gildi á evrópska efnahagssvæðinu. Síðan segir samkvæmt endursögn Morgunblaðsins:
“Oda H. Sletnes, sendiherra Noregs hjá ESB, segir í samtali við Dagbladet að þetta hafi aldrei gerst áður. Hann segir þó að einu afleiðingarnar séu að samþykktin muni frestast fram á næsta fund sendiherranna. Lögin muni samt taka gildi í árslok 2009.”
Það hefur sem sé aldrei gerst áður að Ísland hafi svo mikið sem tekið sér frest til að leiða í lög tilskipanir Evrópusambandsins. Eftir fimmtán ár gerast síðan þau undur og stórmerki að sendiherra Íslands er beðinn um, fyrir tilstilli VG í ríkisstjórn Íslands, að bíða með að samþykkja tilskipunina fram að næsta fundi! Miklir menn erum vér Steingrimur Joð og Ögmundur!
Við höfum að sjálfsögðu ekkert haft að segja um þessa tilskipun sem er mjög umdeild. En við verðum að leiða hana í lög hvort sem okkur likar betur eða verr. Hún er í algjörri andstöðu við allt sem Steingrími Joð og Ögmundi er kært – en þeir geta stappað niður fótum og frestað málinu til næsta fundar eins og óþekkir krakkar.
Segi Ísland nei, hrynur EES samningurinn – og ESB segði farið hefur fé betra! Efta ríkin hafa aldrei beitt neitunarvaldi á löggjöf EES. Neitunarvaldið er sem sagt nafnið tómt.
Sannleikurinn er sá að það er ótrúlegt að nokkur maður sem segist bera fullveldi þjóðarinnar fyrir brjósti skuli segjast fylgjandi EES samningnum. Í myndinni Ef…Ísland og Evrópusambandið sem ég gerði (og ekki fékkst sýnd á RÚV sem frægt varð), er ma. talað við Jens Peter Bonde, danskan skoðanabróður Steingríms og Ögmundar.
Jens Peter var á sínum tíma einn oddvita “Folkebevægelsen mod EF” og átti síðan stóran þátt í að fella Maastrichtsamninginn í Danmörku. Eftir það ákvað hann að berjast fyrir sósíalisma, umhverfisvernd og gagnsæi innan ESB þar sem ákvarðanirnar eru teknar og hefur gert það með stæl. Hann var þannig lykilmaður í því á Evrópuþinginu að fella framkvæmdastjórnina sem Jacques Santer veitti forystu.
Jens Peter talaði greinilega til íslensrka kollega sinna í þættinum enda þekkir hann þá marga hverja persónulega. Hann líkti EES samningnum við það að Ísland og Noregur heimtuðu að gerast nýlendur að nýju. “Af hverju viljið þið ekkim eins og við hafa áhrif á ykkar eigin framtíð. EES samningurinn er nýlendusamningur,” sagði Jens Peter og ég tek heils hugar undir það.
Horfumst í augu við það að valið stendur fyrr eða síðar um það að standa utan EES eða ganga i ESB. Valið þar á milli er einfalt.
föstudagur, 24. apríl 2009
VG: Evrópukóngar í EINN dag
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Valið er greinilega ekki einfalt fyrir þá kjósendur sem hafna ESB af því að þeir muni yfirtaka auðlindir okkar og ætla þess vegna að kjósa flokk sem vill ekki nýta þær!
http://www.visir.is/article/20090424/VIDSKIPTI06/343441019/-1
Enn jafn heitur í trúnni?
Mikið er ég sammála þér Árni. EES samningurinn er eitthvað það vitlausasta sem við höfum gert. Annað hvort var að fara inn í ESB og berjast þar fyrir okkar hagsmunum og njóta þess þar fæst, eða fara leið tvíhliða samninga.
Skrifa ummæli