miðvikudagur, 8. apríl 2009

Trúnaður við kjósendur eða FL Group

Samfylkingin er ótrúverðugur stjórnmálaflokkur ef hann stendur fast við ákvörðun Sigrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra flokksins um að neita að gefa upp helstu styrktaraðila.

Flokkurinn hefur um árabil barist fyrir gagnsæi í rekstri stjórnmálaflokkanna en þegar á reynir, er búin til “bankaleynd”.

Jóhanna Sigurðardóttir, hefur marg sinnis lagt fram frumvarp á Alþingi um fjármál stjórnmálaflokkanna. Sæmd hennar sem stjórnmálamanns er í veði í þessu máli.

Sigrún Jónsdóttir ber við trúnaði og neitar að svara. Skúli Helgason lætur ekki ná í sig.

Í þessu tilfelli snýst spurningin um trúnað við FL Group.

Í mínum huga er trúnaður við kjósendur mikilvægari.

Samfylkingin verður að svara; ella lítur út sem hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu og sé sem stjórnmálaflokkur ósamkvæmur sjálfum sér.

Svör Sigrúnar eru því miður nú þegar blettur á flokknum - hvernig svo sem málið þróast.

PS Enn einu sinni eru nafnlausir hugleysingjar komnir á kreik með rakalausar dylgjur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir því að framlög til stjórnmálaflokka séu hulin leynd. Samfylkingin með Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar hefur barist fyrir því um árabil að aflétta þessari leynd.

Hægt er að saka Sjálfstæðisflokkinn um hræsni með því að þggja stórfé af FL Group vegna óvináttu flokksins og eigendanna en hins vegar er það í takt við annað hjá flokknum.

Það er hins vegar stílbrot hjá Samfylkingunni og ósamkvæmni að neita að gefa upplýsingar um FL Group.

Mér finnst ástæðulaust að prédika skírlífi yfir vændiskonu een ef Samfylking er sú hreina mey sem hún þykist vera ætti hún ekki að hafa neitt að fela. Garnýni huglauss nafnleysingjar um að ég sé taglhnýtingur Kjartans Gunnarssonar er beinlínis hlægileg og vont til þess að vita að Samfylkingarmenn skuli lúta svo lágt í vörnum sínum.

Svona gera menn ekki, og mín spá er sú að Jóhanna Sigurðardóttir sé sammál a mér en ekki huglausum flokksmönnum sínum.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Samfylkingin er ótrúverðugur stjórnmálaflokkur. PUNKTUR.
Hún er hrunflokkur alveg eins og hinir tveir.

Nafnlaus sagði...

Af hverju snýst þetta mál um Samfylkinguna? Ótrúlegur snúningur á umræðu. Af hverju ertu ekki að krefja Sjálfsstæðisflokkinn og Framsókn einnig um sömu upplýsingar?

Þegar þú tekur við styrkjum og lofar trúnaði þá heldur það að sjálfsögðu.

Geir Guðjónsson sagði...

lengi áður en lögin voru sett var gefið upp alla þá sem gáfu meira en 500 þúsund.

Get ekki séð hvað undir 500 þús skiptir máli. afhverju er þetta svo bara samfylkingin sem þú krefur um?

Nafnlaus sagði...

Það á að vera trúnaður samfylkingarinnar þegar sjálfstæðisflokkurinn fær 30 milljónir !

Árni !

Er þetta ekki eitthvað sem kemur við þig ?

,,Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006.

„Þetta stríðir gegn öllum þeim reglum sem Kjartan setti á meðan hann var framkvæmdastjóri," segir Bolli sem hefur verið í Fjármálaráði flokksins undanfarin tuttugu ár.

Hann segir að allra hæstu styrkir sem hann hafi heyrt um hafi verið þrjár milljónir og menn hafi ekki fengið að gefa meira þótt þeir vildu.

„Þessi tala, þrjátíu milljónir, er með ólíkindum og ég hef aldrei heyrt annað eins á mínum tuttugu ára ferli í ráðinu," segir Bolli."

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.


Landlæg spillin stjórnmálaflokka og manna er ekki einungis bundin við Sjálfstæðisflokkinn.

Hér má sjá frjáls framlög og styrki Samfylkingarinnar og ekki væri síður athyglisvert að fá skýringar flokksins hvers vegna að upphæðir til flokksins rjúka svona upp á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fengu sínar 30 miljónirnar, sem hver eða hverjir gáfu og hve mikið?

Þess ber að gæta að á þeim tíma var Samfylkingin mun minni flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn.

2001 6.009.592

2002 2.368.392

2003 1.672.386

2004 3.327.140

2005 9.144.641
______________

2006 44.998.898
______________

2007 10.756.715

Munur á framlögum milli ára 2005 - 2006 = 35.854.257 kr.

Munur á framlögum milli ára 2006 - 2007 = 34.242.183 kr.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:54

Unknown sagði...

Bíddu ertu ekki heill á vitsmunum vinur? Tetta er nú med furdulegri athugasemdum sem ég hef séd.

Er tad svona sem thú vannst tína fréttamennsku?

Ja, hérna hér.

Jón stelur saelgaeti úr sjoppunni.

En Siggi madur, hann er sko svakalegur tjófur, thad veit ég og hann verdur sko ad koma fram og gera hreint fyrir sínum dyrum. Ha, Jón? Hver er tad?

Tholinmaedi

krilli sagði...

"Í þessu tilfelli snýst spurningin um trúnað við FL Group."

Rökleysa.

Þessi fullyrðing stenst ef og aðeins ef Samfó HEFUR verið smurð fé - en það er SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sem er í fréttum núna fyrir slíkt.

Þú þarft að hugsa þetta aðeins aftur.

Árni Snævarr sagði...

Krilli skrifar: "Þegar þú tekur við styrkjum og lofar trúnaði þá heldur það að sjálfsögð,"

Já en það er ekki verið að rjúfa trúnað við neinn ef FL Group hefur EKKI veitt styrk!

Hransi skrifar: "Bíddu ertu ekki heill á vitsmunum vinur? og svo framvegis."

Ekki nóg með að þú sért huglaus heldur ert þú svo smekklegur að væna mig um geðveiki. Skammast þú þín ekkert fyrir þetta? Á ég ekki rétt á að þú biðjir mig afsökunar?

Ég hef enga þörf fyrir að vanda um fyrir Sjálfstæðismönnum. Að taka við þessu fé frá FL Group dæmir sig sjálft.
Vinur er sá sem til vamms segir. Eg er vinur jafnaðarstefnunnar og gagnrýni þegar mér finnst hún á villigötum en það læðast að mér efasemdir um ég sé vinur Samfylkingarmanna eins viðskotaillra og orðljótra eins og þeir virðast vera upp til hópa, ef marka má viðbrögðin í hvert skipti sem flokkurinn er gagnrýndur.

Nafnlaus sagði...

Gott blogg hjá þér Árni.Ekki láta þetta blessaða fólk fara í taugarnar á þér.

Kveðja
ÁS A8

krilli sagði...

Sæll aftur,

Það var reyndar ekki ég sem sagði ""Þegar þú tekur við styrkjum og lofar trúnaði ..."

En ég kom hingað af öðru tilefni. Ég fékk nefnilega nokkra bankþanka eftir síðasta innlegg mitt hingað, það var dónalegur tónn í því. Bið þig afsökunar á því, en stend við innihaldið.