Maður þarf að klípa sig í kinnina enn einu sinni til að trúa fréttum frá Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn sótti 25 milljónir í vasa Landsbankans og 30 í vasa FL Group. Tíu mínútum fyrir lokun, það er að segja áður en ný lög tóku gildi.
Nú skilur maður andstöðu Davíðs og Kjartans við að opna bókhaldið. Það var nefnilega ekki aðeins tekið við háum fjárhæðum, það skipti engu máli hvaðan féð kom. Vissulega ekkert athugavert við að Davíð og Kjartan treystu fé frá Landsbankanum, hæg voru jú heimatökin því framkvæmdastjórinn var jafnframt varaformaður bankaráðsins.
En að Geir Haarde skuli hafa dottið í hug að þiggja 30 milljónir frá Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni er hreinlega makalaust!
Eru öll kurl komin til grafar eða leynist meiri skítur? Hvað með fyrri ár? Hvað með Kaupþing? Og hvað með hinn helmingaskiptaflokkinn, Framsókn, eitthvað fengu framsóknarmenn fyrir liðlegheitin í einkaavæðingunni – ekki bara Björn Ingi!
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu sinnni um að fénu skuli skilað: “Þetta er liður í nauðsynlegu uppgjöri innan flokksins og undirstrikar vilja nýrrar forystu til að ganga hreint til verks í þessum efnum sem öðrum.”
Hér eru stórtíðindi á ferðinni hvort tveggja fjárausturinn og boðuð nótt hinna löngu hnífa.
En um leið og það húmar hægt að kveldi hjá Sjálfstæðisflokknum, verða Samfylkingarmenn að opna sitt bókhald en ef marka má grein fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins á Herðubreið, er ekki að finna slíkar fjárveitingar þar.
Af hverju þá ekki að galopna allt? Af hverju ekki að láta Sjálfstæðismenn sitja uppi með Svarta-Péturinn eða á að láta VG fitna eins og púka á fjósbitanum að venju?
miðvikudagur, 8. apríl 2009
Nótt hina löngu hnífa nálgast
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Það gefur enginn 25 - 30 millur án þess að vilja ekki fá eitthvað í staðinn, nema álfkonur auðvitað og það jaðrar við landráð að þetta gerist á sama tíma og formaður Sjálfstæðisflokksins situr með öðrum flokksformönnum við að búa til lög um fjármál stjórnmálaflokka. Stefán Benediktsson
Þessi ummæli þín eru dæmalaus, Árni. Davíð og Kjartan settu ströng skilyrði fyrir fjárstuðningi, og mátti framlagið ekki nema meira en þremur milljónum króna. Því miður virðast eftirmenn þeirra hafa slakað á. Þér virðist ekki kunnugt um, að bankaráð Landsbankans var ekki með í ráðum, þegar styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var ákveðinn.
Mínir heimildarmenn segja að þessi uppljóstrun sé gerð einmitt núna til að velgja Samfylkingunni undir uggum vegna þess að núna standa yfir samningar um þrotabú FL group, þetta séu upplýsingar um styrk til Sjálfstæðisflokksins en aðalatriðið sé að koma til skila að stór styrkur hafi verið veittur til Samfylkingar.
Ekki veit ég hvað hæft er í því. Vonandi gerir Samfylking eins og hinir, opnar bókhaldið upp á gátt og sýnir að hún hafi ekkert að fela.
Ef þú ert þjófur, á þá öll þjóðin að sanna það að hún er það ekki ?
Nákvæmlega, SjálfstæðisFLokksmenn grípa í strá og benda á alla aðra, láta Geir taka alla ábyrgðina, gangandi út í eyðimörkina.
Hannes, ég ímynda mér að þið gruggið á daginn og grenjið á kvöldin er þaggi? SKAMM!
Hef tru a ad spillingarhormungarnar eigi eftir ad dembast yfir D=id a naestu dogum. Bjarni Ben er greinilega drengur sem hefur hvorki herdar ne hofud til ad svara fyrir erfdasyndina. Held ad HHG aetti ad hafa sig haegan heima vid, hljota ad vera einhverjar godar tilvitnanir sem hann getur gamnad ser vid ad kvitta undir.
Er ekki alveg makalaust að enginn nema GHH skuli hafa vitað af þessu? Voru fjármál flokksins einkamál formannsins? Verður fróðlegt að fá að sjá "styrki" annara auðmanna s.s kvótakónganna... ég bíð spennt sömuleiðis eftir bókhaldi Frammaranna og Samfó. Spennandi, verulega spennandi. Hvað þýðir annars "upphæðir ekkert í líkingu við upphæðir sem SjálfstæðisFlokkurinn fékk?
Fátt kemur lengur á óvart.
Ef enginn vissi af styrkjunum nema (stjórnar)formaður Flokksins þá er Sjálfstæðisflokkurinn rekinn eins og útrásarfyrirtæki og svoleiðis er ekki treyst lengur.
Blessuð sé minning Sjálfstæðisflokksins.
Á SjálfstæðisFLokkurinn 55 milljónir í sjóði í dag til endurgreiða útrásarvíkingunum? Ef svo er hvar fékk hann þá peninga?
Hannes minn.
Þú meinar að Kjartan Gunnarsson, bankaráðsmaður í Landsbankanum og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi ekki vitað um styrkinn? Ég hélt þú þekktir Kjartan Gunnarsson. Þá hefur eitthvað mikið breyst en maður ætti aldrei að segja aldrei.
(Látum nú vera að þú ert að snúa út úr orðum mínum, en það geta lesendur metið sjálfir.)
Annars er gaman að nú skuli ég útmálaður sem einhver andstæðingur KG í athugasemdum á blogginu. En þú ert nú einu sinni þú Hannes og ekki í fyrsta skipti sem þú leikur þennan leik.
Í gær var ég sakaður um að vera taglhnýtingur mágs míns í umræðum um sama mál.
Annars hélt ég Hannes að þú værir alltaf sendur til útlanda fyrir kosningar? Hverjur sætir að þú ert á landinu? Hart í ári, Hannes?, bestu kveðjur, Árni
"Ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað, að svo skal böl bæta með því að benda á eitthvað annað."
Bloggfærslu dagsins Bíbís frænda er beðið í ofvæni.
Skrifa ummæli