Bjarni Benediktsson, hefur frá því að hann bauð sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum haft allar mögulegar skoðanir á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hann hefur talið að krónan væri í lagi og ekki í lagi og að við ættum að vera innan og utan Evrópusambandsins.
Þessa stundina virðist Bjarni dansa eftir pípu stóra frænda Kalda-stríðs Bjössa.
Þegar embættismaður hjá Evrópusambandinu sagði að upptaka Evru með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðins væri hreinasta firra, brást hinn skapvondi frændi Bjarna formanns ókvæða við og sakaði Percy Westerlund, sendiherra fyrir ómakleg afskipti af innanlandsmálum fyrir það eitt að benda á staðreyndir.
Bjarni litli frændi kom svo í útvarp í hádeginu og endurtók línur stóra frænda, einhvern veginn sá ég hann fyrir mér í Matrósafötum sitjandi á kné stóra Bjössa.
Línan: “við látum ekki embættismenn í Brussel stjórna okkur”, er mjög óheppilega valin.
Aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst nefnilega um það að við Íslendingar getum haft áhrif á okkar eigin löggjöf. Eins og staðan er nú telur Evrópusambandið að Ísland taki upp 75% af löggjöf þeirri sem embættismenn í Brussel semja. Við höfum nánast ekkert um okkar eigin mál að segja.
Ef Bjarna er alvara með því að hann vilji ekki láta “embættismenn í Brussel stjórna okkur,” ætti hann að lýsa yfir fylgi við aðild að Evrópusambandinu.
þriðjudagur, 21. apríl 2009
Í ESB til að auka sjálfstæðið
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þú færð mig til að brosa með þessari grein.
Í fyrsta lagi gerir þú ráð fyrir að við tökum upp 75% af löggjöf ESB.
Í öðru lagi þarf 75% af löggjöf ESB ekki að vera sama og 75% af löggjöf Íslands.
Í þriðja lagi - ef 75% ESB löggjafar = 75% löggjafar Íslands þá hljótum við að setja 25% af löggjöfinni. Íslendingar er ekki nema ca 300/500.000 = 0,06% af fólksfjölda ESB. Að meðaltali getum við því vænst um að ráða 0,06% af eigin löggjöf ef við göngum í ESB ef miðað er við fólksfjölda.
Við tökum upp "75%" löggjafarinnar hvort sem er, gegnum EES, en höfum enginn áhrif núna! Vitleysingar einsog nafnlaus ættu að gleðjast því kannski gætum bið haft efni á Sænska-social kerfinu fyrir alla okkar aumingja, sjalla og aðra greindarskerta.
Hrappur.
Að ganga í ESB til að auka sjálfstæðið er eins og að hætta að kjósa til að efla lýðræðið.
Allt sem verður þess valdandi að völd færast frá íslenskum stjórnmálamönnum eflir sjálfstæði, lýðræði og heiðarleika á Íslandi.
Ný rannsókn: Gífurleg misskipting tekna þróaðist hér á árunum 1993 til 2007
Gífurleg misskipting tekna þróaðist hér á landi á árunum 1993 til 2007 samkvæmt rannsókn sem Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Stefán Ólafsson kynna í nýrri ritgerð á vef Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Fjölskyldur sem árið 1993 fengu fjórfaldan hlut heildartekna landsmanna fengu árið 2007 tuttugufaldan hlut.
Arnaldur og Stefán segja að tekjuhæstu 615 fjölskyldurnar á Íslandi (hæsta 1% fjölskyldna) hafi árið 1993 fengið í sinn hlut 4,2% af heildartekjum fjölskyldna , þ.e. fjórfaldan hlut, en árið 2007 hafi hlutur þeirra af tekjum allra fjölskyldna verið orðinn tuttugufaldur, eða 19,8%.
Þá hafi ríkustu 10% fjölskyldna á sama tíma aukið hlut sinn af heildartekjum fjölskyldna úr 21,8% árið 1993 í 39,4% árið 2007. Hjá hinum 90% fjölskyldnanna minnkaði tekjuhlutdeildin að sama skapi úr um 78% í rúm 60% á sama tíma.
Ritgerðin sem nefndist “Heimur hátekjuhópanna: Um þróun tekjuskiptingar á Íslandi 1993 til 2007” fjallar um örar breytingar á tekjuskiptingu á Íslandi í átt til aukins ójafnaðar. Sjónum er sérstaklega beint að tekjum hátekjuhópanna. Byggt er á gögnum frá ríkisskattstjóra og hliðsjón höfð af nýlegum erlendum rannsóknum á tekjuskiptingu.
Greinarhöfundar segja að reynsla vestrænna þjóða bendi til að þegar frjálshyggju gæti meira í stjórnarstefnunni, með óheftari markaðsháttum og mikilli samþjöppun eigna, þá verði tekjuskiptingin í samfélaginu ójafnari. Þetta hafi gerst í Bandaríkjunum á áratugnum fram að fjármálahruninu 1929 og þessa hafi sömuleiðis gætt með afgerandi hætti á seinni frjálshyggjutímanum í Bandaríkjunum og Bretlandi, þ.e. á stjórnartíma Reagans og Thatchers frá um 1980 og til nútímans. Þannig hafi umskipti í tekjuskiptingunni eftir 1980 verið mjög afgerandi og nú í aðdraganda alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2007 hafi hlutur hátekjuhópanna í Bandaríkjunum verið orðinn álíka stór og var í aðdraganda kreppunnar miklu. Frjálshyggjuáhrifin hafi breiðst nokkuð út á Vesturlöndum eftir 1980 og almennt hafi samhliða því gætt aukins ójafnaðar í tekjuskiptingu margra OECD-ríkja
Þá segir að frjálshyggjuáhrifa hafi tekið að gæta á Íslandi með sívaxandi þunga frá um 1995 og einmitt frá þeim tíma hafi tekjuskiptingin byrjað að verða mun ójafnari en áður hafi verið. Ákveðin tímamót hafi orðið við árið 2003 en frá þeim tíma hafi hraðinn í ójafnaðarþróuninni aukist til muna.
Greinarhöfundar segja að aukning ójafnaðar á Íslandi virðist hafa verið mun örari en almennt var í OECD-ríkjunu
Það eru ein sterk rök fyrir því að leita skjóls innan EU, sem Samf. notar þó aldrei.
Þau, að stór meirihluti ísl. stjórnmálaflokka er gjörspilltur, þiggur mútur og fer á þingi og í eftirlitsstofnunum eftir vilja þeirra sem múturnar greiða.
Er einhver hérna sem trúir því að það ríki ekki spilling meðal evrópskra pólitíkusa og embættismanna?
Skrifa ummæli