Ég verð að viðurkenna að ég undrast að enginn skuli vekja athygli á ákveðinni staðreynd varðandi styrki til einstakra stjórnmálamanna. Greint hefur verið frá því í fréttum að Sigurður G. Guðjónsson, kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar vísi því á bug að Baugur hafi styrkt frambjóðandann.
Mér finnst það nefnilega út af fyrir sig fréttnæmt að Sigurður G. Guðjónsson hafi verið kosningastjóri Björgvins, þótt það komi mér ekki á óvart því þeir eru jú svilar.
Kannski var Björgvin G. vanhæfur sem bankamálaráðherra að fjalla málefni Glitnis vegna fjölskyldutengsla við Sigurð, stjórnarmann í bankanum. En þegar nú kemur í ljós að Sigurður var kosningastjóri Björgvins og virðist vera með bókhald hans í rassvasanum renna vissulega á mann tvær grímur. Ef ekki þrjár.
PS Nýjustu fréttir eru svo þær að þótt Siggi G. sé með bókhald Björgvins í rassvasanum hafi allt annar maður verið kosningastjóri hans! Því miður virðist frambjðandinn Björgvin hafa sömu ósiði og hann sem bankamálaráðherra, að vita ekkert hvað hann er að gera. Er þetta fréttaflutningur sem Samfylkingin þarf á að halda daginn fyrir kosningar? Þvílíkir amatörar!
föstudagur, 24. apríl 2009
Glitnir og bankamálaráðherrann
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Sammála. Svona var tídarandinn, var skulum vid vona.
Eitt enn í samband vid DV.
Thad er gott og gild ad birta reglulega fréttir af styrkjum til stjórnmálamanna. Hitt er hins vegar verra ad upplýsingarnar koma bara um styrki frá tveimur fyrirtaekjum. Svona sett í samhengi vid ad eigandi bladsins er (eda var) stjórnarmadur í Baugi thá skilur madur thetta ágaetlega. Spennandi ad fylgjast med hvada stjórnmálamenn their Baugsmenn vilja refsa. ps. afsakadu ad ég vaendi thig um vitfirringu um daginn, alls ekki meiningin, mér var bara heitt í hamsi. Er ad laera anger-kontroll. Lifdu heill.
Undarlegt hvernig menn skrifa sínar bloggfærslur á netinu nú á dögum. Allir eru glæpamenn nema þeir geti sannað annað.
Það er nokkuð til í því sem Jón skrifar.
Orð skáldsins koma óneitanlega upp í hugan og maður spyr einsog hann hvort ekki sé ,,hægt að lyfta umræðunni uppá örlítið hærra plan?".
Það er náttúrlega óskhyggja meðan haugsugurnar eru allar flokka eru stiltar á ,blow' en ekki ,suck'.
Hrappur.
Sá Björgvin Sig. í kosningasjónv. ruv - í sparifötunum með lakkrísbindið - Það fór hrollur um mig - fannst vera komið nýtt hrun. Hann er táknmynd hrunsins síðan á blaðamannafundunum með Geir Gungu.
Sunnlendingar sér á parti, veljandi Björgvin og Árna aftur.
Ætla samt að kjósa Samf. - en tek aftur atkvæði mitt ef Björgvin verður ráðherra.
Guðmundur Gunnarsson.
Björgvin er sér kapituli útaf fyrir sig þegar um stjórnmálamenn sem bera nákvæmlega enga ábyrgð eru annarsvegar.
Átta mánuðum fyrir bankahrunið réði hann æskufélaga sinn Hjálmar Blöndal án atvinnuauglýsingar. Það sem hefur örugglega ekki þvælst fyrir ráðningunni er sú staðreynd að maðurinn var hægri hönd Jóns Ásgeirs auðróna og kom beint úr kjöltu hans í kjöltu viðskipta og bankamálaráðherrans utangátta Björgvins G. Sigurðssonar.
Hvernig væri að kjósendur bæðu Björgvin G. Sigurðsson að skýra út skrif sín á heimasíðu sinni tveimur mánuðum fyrir hrun? Þá sat hann í stóli viðskiptaráðherra og var yfirmaður bankamála hér á landi:
...
„Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.“ (O:
Björgvin kom sá og tapaði.
Ég skil ekki hvernig hægt er að túlka afsögn hans sem pólitíska ábyrgð!! Og takið eftir því. að hann er búinn að taka niður vefsíðuna svo ekki er lengur hægt að vitna í einfeldnislegar yfirlýsingar hans. Maðurinn er pólitískt viðryni enda ekki við öðru að búast af manni, sem er búinn að missa dómgreindina.
Uppgjafa fyllibyttur hafa ekkert með að bjóða sig til þings.
Við viljum/þurfum fólk með óbreinglaða dómgreind
Hvað er langt síðan þú fórst á AA fund Björgvin?
Skrifa ummæli