sunnudagur, 19. apríl 2009

D fyrir duttlunga

Það er óhapp okkar Íslendinga í hve slæma átt Sjálfstæðisflokkurinn hefur þróast. Hann er nefnilega orðinn miklu verri hægriflokur en sambærilegir flokkar í nágrannalöndunum. Sennnilega lýsir ekkert flokknum betur en að helsti hugmyndafræðingur flokksins, sá hinn sami og hefur boðað af mestum krafti ágæti einkarekstrar, hefur aldrei á ævi sinni unnið hjá einkafyrirtæki.

Hvorki Hannes né Davíð Oddsson þekkja einkarekstur af eigin raun.

Hannes nýtti sér pólitísk tengsl sín og yfirráð Sjálfstæðisflokksins yfir Ríkissjónvarpinu til að selja illa unna þætti á uppsprengdu verði, á meðan hann þáði laun frá ríkinu, ma. fyrir “rannsóknir” við Háskóla Íslands.

Davíð er alræmdur fyrir lélagan skilning á efnahagsmálum sem hann reyndar viðurkenndi þegar hann tók flissandi við starfi Seðlabankastjóra. Það sem fram hefur komið undanfarið um einkavæðingu bankanna, rennir enn frekari stoðum undir þær grunsemdir að þar hafi verið flausturslega unnin einkavinavæðing.

Og gleymum ekki einu við vitum ekkert um framlög til Sjálfstæðisflokksins þegar einkavæðingin gekk yfir.

Röksemdir fyrir að selja ætti í hasti Björgólfunum og S hópnum voru ekki síst þær að þarna kæmi erlent fé inn í landið. Sannleikurinn var sá að Bjöggarnir tóku lán í Búnðarbankanum fyrir stórum hluta af kaupverði Landsbankans og hafa ekki einu sinni hirt um að standa í skilum.

Ekki var hlutur Framsóknar skárri en S-hópurinn var ekkert annað en leppur Kaupþings og aðkoma útlendinga lygasaga.

Lykillinn að því að skilja Sjálfstæðisflokkinnn er að déið í X-D, stendur fyrir duttlunga. Eina markmið flokksins er að vera við völd, engu skiptir þótt það sé gert með því að sækja storfé til fyrirtækis sem flokkurinn hefur svívirt.

Skemmtilegt hvernig Björn Bjarna og Hannes Hólmstein n hafa þagnað, þegar upp komst að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem var á spenanum hjá Baugi! Átti andúðin á Baugi rætur að rekja til þess að fyrirtækið var lengst af tregt í taumi i styrkveitingum? Þar til uppboðið á orkulindunum fór fram?

Og andstaðan við aðild að ESB er af sama toga: flokkseigendurnir eru vanir að nota valdið af fulllkomnum geðþótta og vita sem er að aðild að lýðræðislegu félagi evrópskra þjóða hefur í för með ser að ekki nægir að troða smjörklípum upp í íslensku presssuna.

Í evrópsku samstarfi er krafist gagnsæis og fagmennsku. Niðurlgagning Þjóðhagsstofnunar var besta dæmið um að Sjálfstæðisflokkurinn var til í að gera hvað sem er til að hindra eðlilegt aðhald og gagnsæi í stjórnmálum.

Og frammistaða Davíðs í skipan tíu sendiherra á örstuttum tíma sínum í utanríkisráðuneytinu sýnir betur en flest annað að D stendur fyrir duttlunga, ef ekki bara Davið sjálfan.

Reyndar var D ekki alltaf bókstafur Sjálfstæðinn heldur var atkvæði greitt x-D um skeið, atkvæði greitt Kommúnistaflokki Íslands. Hæfir kjaftur skel.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru hlýleg orð og eins og töluð úr hjarta mínu. Ég hef lúmskan grun um að í þér leynist jafnaðarmaður.

Ólafur

Nafnlaus sagði...

Ágætis grein að mestu leyti. Þangað til stóð illilega í mér, það er. Evrópskt samstarf sveipað draumhjúpi gagnsæis og fagmennsku. Átti þetta kannski að vera fyndið?