miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Segið Brown að Bretland sé ekki sjálfstætt

Og látið Sarkozy vita að Frakkland hafi ekki verið sjálfstætt í meir en fimmtíu ár og berið sömu boð til Berlínar.

Af einhverjum ástæðum gleymdist nefnilega að segja nærri hálfum milljarði Evrópubúa frá þessu fyrr en Ragnar Arnalds, oddviti íslenskra Evrópu-andstðinga gaf þessa hreinskilnu yfirlýsingu í Morgunblaðinu.

Ragnar var raunar formaður í stjórnmálaflokki sem sakaði andstæðinga sína um að hafa selt landið oftar en tölu verður á komið. Hvernig hægt var að selja það svona oft er mörgum hulin ráðgáta.

En nú er Ragnar kominn í bandalag með einum af "landsölumönnunum", sjálfum Styrmi Gunnarssyni af Morgunblaðinu. Styrmir á meira sameiginlegt með Ragnari og öðrum þjóðernissinnuðum sósíalistum en margur hyggur.

Styrmir var lengi í heilögu stríði gegn sægreifum sem hann sagði að hefðu verið gefnir fiskveiðikvótar sem tilheyrðu þjóðinni.

En nú er Styrmir aftur kominn i heilagt stríð og heldur þvi fram að með inngöngu í Evrópusambandið verði yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni færð útlendingum á silfurfati. En hvernig er hægt að taka kvótana af þjóðinni fyrst það er löngu búið að gefa sægreifunum þá?

En svona er lógík Ragnars og Styrmis: sami hluturinn er seldur og gefinn mörgum sinnum. Er ekki vitlaust gefið í þessu spili?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú, og þú situr uppi með Svarta-Pétur, enda aldrei verið í Skeggja-bekk og skilur því ekki kerfið ... , yngri en tvævetur, gemlingur sem þú ert.
;-)

Unknown sagði...

Þetta eru góðir punktar hjá þér Árni. Það er nefnilega þannig að ef maður hugsar pólitísku flóruna sem hring þá mætast svartasta íhaldið og svartast vinstrið á hringnum. Sem sagt það er ekkert bil á milli öfganna.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki það versta.

Það versta er að rúmlega helmingur þjóðarinnar er sammála þessum mönnum.

Friðrik Jónsson sagði...

Það er morgunljóst að öll þjóðareinkenni allra aðildarþjóða ESB hafa þurrkast út við aðild og Esperanto er orðið sameiginlegt tungumál allrar álfunnar!


Verst er að þurfa að taka á þessum rakalausa þvættingi eins og hann eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum...

Nafnlaus sagði...

Samkvmt nýjustu skoðanakönnun sem var byrt hér á fróni sýndi nú bara fram á það að 60% Breta töldu að þeim væri betur borgið með því að draga sig að miklum hluta úr eða hverfa alveg frá evrópusambandinu. Þeim fannst þeir hafa afsalað sér of miklu valdi til þeirra.


Vonandi förum við ekki eð gera þessa reginskissu að fara þarna inn, þar sem Bretar telja sig ráða of litlu hvað þá með okkur? við munum ekki ráða neinu.

Svavar