fimmtudagur, 12. febrúar 2009

Löðrandi af plebbaskap

Bretar taka rökræður um stjórnmál mjög alvarlega þótt siðferði þeirra sé oft og tiðum oftmetið hér á Íslandim tja allavega þangað til nýlega. Umræðurnar í neðri deild breska þingsins eru að minnsta kosti með þeim kröftugustu sem dæmi eru um í heiminum.

David Cameron, formaður Íhaldsmanna, náði þannig hreðjataki á Gordon Brown, forsætisráðherra á dögunum þegar hann sýndi fram á að “Íslandsvinurinn” hefði gert sig sekan um hrikaleg töluleg mistök með því að fullyrða í þingræðu að ítalski málarinn Titian hafði látist níræður að aldri.

Cameron svaraði fullum hálsi og sagði að endurreisnarmálarann Titian hafa látist 86 ára að aldri á öndverðri sextándu öld og færðu sönnur á það í snjöllu máli að augljóslega væri Gordon Brown þar af leiðandi ófær um að veita bresku þjóðinni forystu.

Sannleikurinn ku víst vera sá að ekki er vitað fyrir víst hvort Titian var 86, 88 eða 90 ára gamall en í þessu samhengi skiptir það ekki máli.

Nú held ég að aldur ítalskra málara yrði seint umræðuefni á Alþingi Íslendinga þótt aðalumræði þingsins sé ævinlega aukaatriði.

Breskir blaðamenn eru hins vegar þannig skapi farnir að þeir hafa tilhneigingu til að kanna hvort ráðamenn fari með staðlausa stafi eða staðreyndir þannig að þeir leituðu upplýsinga á netinu um fæðingardag málarans góðkunna.

Og viti menn! Í ljós kom að Brown hafði rangt fyrir sér því Titian var ekki níræður þegar hann lést samkvæmt upplýsingum á Wikipedia. En það kom á daginn að færslunni á almenningsræðibókinni hafði verið breytt skömmu eftir umræðuna. Hinir dugmiklu bresku blaðamenn létu ekki deigan síga heldur könnuðu hver hefði breytt þvi allar færslur á netinu skilja að öllu jöfnu eftir sig ákveðna slóð eða IP heimilisfang.

Í ljós kom að IP-ið var á skrifstofu breska íhaldsflokksins!

Það rifjaðist upp fyrir mér að stundum þegar ég blogga hér á eyjunni þá finnst mér ég kannast við orðalag sumra nafnleysingjanna sem ausa yfir mann svívirðingum í hvert skipti sem maður tjáir sig.

Sérstaklega fannst mér á dögunum ég kannast við orðalagið “löðrandi af plebbaskap” þar sem ég var sakaður um að búa yfir flestum mannlegum löstum, af litlu eða engu tilefni. Nú spyr spyr ég eins og gert var daglegu máli í útvarpinu i gamla daga: "kannist þið við orðalagið löðrandi af plebbaskap" i ykkar sveit?

Nei fæst ykkar gera það vafalaust, en ég og ýmsir gamlir vinir og kunningjar kannast vel við þetta orðalag! Ef tileinkanir á ættarskjöldum væru enn við líði, væru þessi orð alveg örugglega viðkvæði fjölskyldu ágæts manns í Vesturbænum.

Það er auvðelt að rekja hver hann er. Ekki að ég nenni því enda ekki langrækinn að eðlisfari. Hins vegar getur hver sæmilega netlæs maður sem er. gert það. Því eins og kom á daginn með bresku íhaldsmennina sem lagfærðu alfræðiorðabókina þá er það þannig að það fylgir nefnilega IP tala með í athugasemdum á netinu. Bestu kveðjur vestur í bæ, Árni

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"joð"

Því meira sem þessir aðilar reyna að hrauna yfir þig, því betur hefur þér tekist til við skrifin.

Flóknara er það ekki.

Nafnlaus sagði...

Það skyldu þó ekki fyrirfinnast einhverjar "húsmæður" í þessari ágætu Vesturbæjarfjölskydu ... einnig?

Kv.
Ættleysingi

Nafnlaus sagði...

Löðrandi af plebbaskap hlýtur nú bara að vera hrós Árni minn við þær aðstæður sem nú ríkja. "Töffararnir" sem náðu völdum í landinu með aðstoð forsetans og fjölmiðla sinna ná ekki einu sinni því stigi að geta talist lúðar, hvað þá plebbar.

Vert bara stoltur af þessari umsögn. Plebbahátturinn er þjóðlegur og klassískur en þessi vinur þinn í Vesturbænum hefur ef til vill þunga en enga reisn.

Nafnlaus sagði...

Árni minn, greinilega hefur sviðið undan kommentinu fyrst þetta situr enn í þér eftir hálfan mánuð.

Eins og þú manst var það sett við greinina þar sem þú hraunaðir yfir Kastljóssfólkið og var svo flausturslega skrifuð að þér fannst þú þurfa að breyta henni eftir að hún birtist.

Þar skrifaðir þú, sem yfirleitt ert kíminn og kátur, af ógurlegri ólund og drýldni og stíllinn var langt frá þínu besta.

Á þetta vogaði ég mér að benda en það var fyrir fákunnáttu og klaufaskap að kommentið varð nafnlaust.

Annars skipti meira máli hvað var sagt en hver sagði það.

Þú ættir kannski að birta aftur upphaflegu greinina þína sem kommentið vísaði til svo að lesendur þínir átti sig betur á þessu.

Og víst bý ég í Vesturbænum en varla þó þar sem þú heldur.

Hjartans kveðjur,
Gunni Þorst