sunnudagur, 22. febrúar 2009

Hjá D-lista er hrunið gleymt

Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn magnaður flokkur Hér er sýnishorn af því sem stjórnmálskýrendur eru almennt sammála um að sé höfuð ágreiningurinn innan flokksins akkúrat nú þegar Ísland glímir við gjaldþrot eftir 18 ára stjórnarsetu flokksins:

Björn Bjarnason, hinn mikli hugmyndafræðingur flokksins upplýsir þegar hann er á leið út úr stjórnmálum hið mikla deilumál hans og áskoranda hans í prófkjöri, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar :

“Guðlaugur Þór hafði betur í þeim slag. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, vitað eins mikið á sig lagt við að ná sæti á lista”

Íslenskir blaðamenn og stjórnmálskýrendur halda varla vatni af fögnuði yfir þessu frábærlega merku tíðindum og þessari djúpu skýringu.

Enginn nennti auðvitað að segja enn eina ferðina frá næsta bút í reiðilestri þess geðversta stjórnmálamanni sem Ísland hefur átt (hann er sér ekki föðurbetrungur, merkilegt nokk):

“Síðan gerðist það daginn fyrir kjördag 2007, að Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, birti heilsíðumynd af sér í öllum blöðum með hvatningu til sjálfstæðismanna um að strika mig út af framboðslistanum og bar það þann árangur, að í stað þess að verða þriðji þingmaður í Reykjavík suður varð ég sjötti þingmaður, en Illugi Gunnarsson færðist upp og varð þriðji þingmaður kjördæmisins.”

Vá, ekkert smá!

Illugi fékk sitt sæti fyrir tilstilli Jóa í Bónus. Oh my God!

Æ já, Engeyjarættin er í framboði, ég var alveg búinn að gleyma því!

En svona af því ég hélt að það væri pólitísk umræða til innan Sjálfstæðisflokksins þá sá ég svar gullpennans Gulla Þórs:


"Björn Bjarnason segir á bloggsíðu sinni að engin hafi lagt meira á sig til að vinna prófkjör en undirritaður. Það er skemmst frá því að segja að ég hef alltaf lagt mjög mikið á mig í mínu pólitíska starfi. Ég hef iðulega þurft að hafa fyrir hlutunum og ég tel það vera hollt fyrir alla að vinna þannig. Bæði í kosningum og einnig í þeim embættum sem að mér hefur verið treyst fyrir hef ég lagt mig allann fram. Ég lofa því að gera það áfram.
Það prófkjör sem að Björn vísar til er þó ekki það erfiðasta eða mest krefjandi sem ég hef tekið þátt í."


Go Gulli go, yes yes yes

En þvílík dýpt? Þvílík greining á hruni Íslands undir forystu D listans í 18 árr!

Er það ekki yndislegt að Sjálfstæðismenn eigi kost á að greiða atkvæði um hvort Gulli hafi lagt meira á sig í þessari prófkjörsbaráttu en annari??

Auðvitað skiptir það engu máli að Gulli Þor var í pólitísku bandalagi við Sigurjón Árnason og setti alla kosningavél sína inn í Landsbankann, Björn Ársæll fékk feitasta dj0bbið í Hong Kong án nokkurar reynslu (og feitasta starfslokasamninginn- plús hann er enn hjá bakanum!),og Þórlindur Kjartansson fyrrverandi kórstjóri útrásar hjá fréttablaðinu, fór þangað að ógleymdum Borgari stjúpsyni GHH.

Auðvitað er það ekkert mál hjá Sjálfstæðisflokknum að hugmyndafræði D-listans hafi verið á baki hrunsins, forystumennirnir verið við völd og einkavinunum seldir bankarnir í helmingafélagi við framsókn?

Allt aukaatriði.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður heyrir að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins ætli að hópast í prófkjörið og kjósa Landsbankabörnin Erlu Ósk og Þórlind ásamt REI manninun Guðlaugi Þór og Illuga sjóðsstjóra. Það yrði gott á Sjallanna að þurfa að burðast með þetta lið í fararbroddi.

Nafnlaus sagði...

Það merkilega er að þessi bloggskrif ráðherra eru teknar sem fréttayfirlýsingar, og birtar óunnið (sem sannleikur?).

Íslensk stjórnmál eru óþroskuð.

Nafnlaus sagði...

Eru þeir 5 þúsund íslendingar sem vinna og unnu í bönkum þegar best lét nú allir orðnir glæpamenn? Held að menn ættu að fara varlega í að dæma alla sem störfuðu í bönkum á sínum tíma.

Varðandi Gulla og Rei, þá byrjaði REI nú ekki sem sama batterý og það endaði í. Þetta vita allri sem fylgdust með þessu.

Nafnlaus sagði...

...og íslenskir fjölmiðlar eru óþroskaðir.
Þar hæfir skel kjafti.

Nafnlaus sagði...

Ég vil benda þeim sem talar um að andstæðingar hópist á kjörstað til að kjósa í prófkjörinu á að kjörskránni hefur verið lokað. Ekki verður hægt að ganga í flokkinn á kjörstað.

Unknown sagði...

Þetta finnst mér nú fremur spuni en skýring, það er alltaf verið að reyna að finna ágreining innan Sjálfstæðisflokksins og segja ýkjusögur af mannaráðningum, ættartengslum og skoðanaskiptum. Jafnvel klækjastjórnmálum, en þá detta flestum aðrir flokkar í hug. Það vantar þroskaðari umræðu, en það er kannski til of mikils mælst svona stuttu fyrir kosningar. Það fara soooo margir í kostningaham, líkt og sagt var um Moggann hér áður fyrr. Guðni

Nafnlaus sagði...

Björn er að kalla félaga sinn óheiðarlegan og gera dálítið mikið lítið úr honum. Þetta er skrambi hart komment frá einum sjálfstæðismanna um annan. Margt ómerkilegra hefur nú komist í blöðin.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson


Ætli þetta sé ekki upphafið af þeim hreinsunum sem verða að fara fram í flokkunum hvað varðar bein fjárhagsleg tengsl og áhrif útrásarmafíunnar á flokka og stjórnmálamenn.

Þetta með gjöfina og gjaldið.......

Nafnlaus sagði...

Þetta eru nú alveg ótrúlegt skítkast sem þú ert með hérna á síðunni hjá þér. Ótrúlegar dylgjur og lygar sem þú kastar fram, þú ættir að skammst þín.
Og varðandi bullið í Birni Bjarna þá ætti hann nú bara að líta í eignin barm, hann veit ósköp vel hvernig hann hegðaði sér í baráttunni við Guðlaug Þór m.a. reyni hann að stela stuðningi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem var á þeim tíma mjög vinsæll borgarstjóri, Björn setti mynd af Vilhjálmi ásamt smá tölu sem Vilhjálmur hélt í opnun skrifstofu Björns í kosningabækling sinn og reyndi að láta líta út fyrir að Vilhjálmur væri stuðningsmaður Björns. Það var auðvitað alkunna að Vilhjálmur studdi Guðlaug Þór, enda birti hann obinbera stuðningsyfirlýsingu til handa Guðlaugi eftir þetta.