miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Gef mér von, Jóhanna!

Það hefur löngum tíðkast í pólitík að flokkar og forystumenn eigni sér vinsæl dægurlög. Einkennislag Bills Clintons var þannig Don´t stop thinking about tomorrow með Fleetwood Mac og Ronald Reagan eignaði sér lag Bruce Springsteens Born in the USA. Springsteen brást ókvæða við enda textinn svo sannarlega ekki í anda Reagans, ef einhver hefði nennt að hlusta á meira en viðlagið og litið framhjá hræðilegu ameríska-gallabuxna umslagi plötunnar.

Springsteen hefur túrað eins og brjálaður maður fyrir demókrata síðan og meðal annars lánað þeim annað lag af sömu plötu No surrender.

Nú dytti kannski einhverju kvikindinu í hug að leggja til að íslenskir flokkar tækju upp enn eitt lagið af þessum disk: I´m going down en ekki ég, jafn jákvæður og uppbyggilegur, lítilátur, ljúfur og kátur og ég er. Allavega á miðvikudögum.

Jakob Smári Magnússon, bassaleikari birtir á ágætri bloggsíðu sinni þennan link. http://www.youtube.com/watch?v=bNNfAuMq-M0

Nú getur vel verið að nú á dögum heilagrar Jóhönnu í stjórnarráðinu séu allir á Íslandi að hlusta á reggíkónginn Eddy Grant sem gerði I don´t wanna dance og Electric avenue en líka þennan fína smell: Gimme hope Joanna.

Og textinn byrjar jú á setningunni “Well, Joanna runs a country....” en þar með er það búið því Joanna lagsins er uppnefni á Jóhannesarborg eða Suður-Afríku apartheidstefnunnar.

En fyrst að hægt var að breyta ástralska laginu Waltzing Mathilda í Ísland úr NATO herinn burt, ættu orðhagir Samfylkingarmenn að geta búið til almennilegt baráttulag upp úr þessum baráttuslagara Eddie Grants fyrir flokkinn í næstu kosningum!

Eða er það ekki það sem við ætlumst til af okkar eigin heilögu Jóhönnu að hún gefi okkur von? Er ekki tími hennar (vonarinnar) kominn?!

Gerir Hallgrímur Helgason það á afmælisdegi sínum (til hamingju!), Róbert Marshall eða nýliðinn Sigmundur Ernir?

Auðvitað má ekki ganga of langt í að heimfæra erlenda texta yfir á íslenska pólitík. Ég reyndi einu sinni í ræðu að leggja útaf Hallelúja Leonards Cohens til að tala um Davíð Oddsson: “I heard there was a secret chord, that David played and it pleased the lord, but you don´t really care for music do you?”

Ég man ekki hvernig í dauðanum ég reyndi að heimfæra þetta upp á pólitíkina enda roðna ég af skömm þegar ég hugsa til þeirrar ræðu!

Ekki frekar en ég held að það sé vænlegt að heimfæra óð Cohens um Jóhönnu af Örk upp á okkar heilögu Jóhönnu: “She said, Im tired of the war/I want the kind of work I had before.” Nema einhver vilji Jóhönnu aftur í flugfreyjuna?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Get ekki ákveðið mig hvor útgáfan gefur kórréttari mynd af seiðkarlinum í Svörtuloftum

http://www.youtube.com/watch?v=cPqkyOjdamY&feature=related

featuring Eric Hawk!!! :-)
eða þessi

http://www.youtube.com/watch?v=8pGd8-2-4rw

;-)

Nafnlaus sagði...

„We sit here stranded though we're all doing our best to deny it.“
Bob Dylan: Visions of Johanna

kv.

Guðm. Andri Th.

Nafnlaus sagði...

Já hvernig gat ég gleymt þessu? Fyrsta lag sem ég raulaði þegar hún tók við!! Og eitt af vanmetnustu lögum Dylans!

"The ghost of electricity howls in the bones of her face
Where these visions of Johanna have now taken my place."

Upphafslínurnar koma líka oft upp í hugann - þegar þannig stendur á.

"Ain't it just like the night to play tricks
when you're tryin' to be so quiet ? "

b.kv. Árni

Nafnlaus sagði...

Ég var á staðnum þegar þú fórst með þessa ræðu um Davíð. Þetta var ekki svo slæmt. Það voru allir fullir.
kv
Marshall

Cohen:
Now the flames they followed Joan of Arc
as she came riding through the dark;
no moon to keep her armour bright,
no man to get her through this very smoky night.

Nafnlaus sagði...

sjúff maður, gott að heyra að allir voru fullir! Reyndar voru Kremlarkvöldin mjög skemmtileg - sakna þeirra. kv. Árni