mánudagur, 2. febrúar 2009

Hvað breyttist með ESB?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar lýsti því yfir fyrir örfáum vikum að ríkisstjórnarsamstarfinu væri sjálfhætt ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki á landsfundi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Nú hefur ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar verið sett á stofn og bregður þar svo við að engin ákvæði eru um aðild önnur en þau að enn ein Evrópunefndin skuli skila niðurstöðu.

Hvað breyttist? Er það trúverðugur stjórnmálaflokkur sem sveiflast á þennan hátt öfganna á milli í þýðingarmiklu máli? Hvernig á að útskýra þetta fyrir kjósendum?

Viðbót: Auðvitað er ég ekki sá asni að ætlast til þess að Samfylkingunni tækist að sannfæra VG um aðildarviðræður. Og minnihlutastjórn myndi ekki gera slíkt á 2 mánuðum fyrir kosningar. En fyrst ESB málið er svona veigalítið þegar upp er staðið í huga Sf, af hverju þurfti þá að rjúfa stjórnarsamstarfið og mynda aðra stjórn? Af hverju mátti ekki láta stjórnina sitja fram yfir kosningar?

Svarið er auðvitað óttinn við að VG fitnaði eins og púki á fjósbita utan stjórnar. Gallinn er bara sá að nú fær VG tækifæri til að sýna að flokkurinn sé stjórntækur og þá veit ég ekki til hvers maður ætti að kjósa Sf. Stofnun stjórnarinnar bendir ekki til að ESB aðild sé flokknum fast í hendi, svo ekki sé meira sagt.

Nú ríður á að Össur Skarphéðinsson komi okkur á óvart og skori prik á evrópskum vettvangi! Go Össi go!

7 ummæli:

Unknown sagði...

Á Samfylkingin sem sagt að vera utan stjórnarsamstarfs um aldur og ævi ef enginn flokkur fæst til að styðja með þeim ESB-umsókn?

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni.

Kanski verður ekki jafnstórt mál og ESB tekið upp í minnihlutastjórn sem situr í 60 daga.
Það eru allir flokkar í vandræðum með ESB þessa dagana og ég held að því miður verði það svo áfram.
Þingmönnum hefur yfirleitt verið skipað að halda sig á línunni ella hafi þeir verra af.
Gaman væri t.d. að vita hver staðan á þingi gagnvart ESB er ef allir fylgdu sannfæringu sinni.

Nafnlaus sagði...

Árni Snævar, þetta er nú vægast sagt barnaleg athugasemd hjá þér.

Rögnvaldur

Bjarni sagði...

Steindór, svarið við spurningu þinni er einfaldlega JÁ JÁ ENDILEGA.

ESB er dautt mál, eftir að í ljós kom, að það var vegna hins stórheilaga Fjórfrelsis og lagagreina því tengdu, að fallið gat orðið eins svakalegt og það varð og að Bretar og ESB þjóðirnar, sem einhverju ráða þar, fóru í bak okkur í öllum m´´alum, sem Bretar settu fram.

Síðan er svo, a við erum ekki nægjanlega Tröllheimskir, að telja hag okkur borgið á sama leikvelli og Bretar hafi ráð okkar í hendi sér.

Samband við Sviss er mun hagfellsdara fyrir okkur.

Aldrei í ESB er mín bjargfasta trú.

Miðbæjaríhaldið

Unknown sagði...

Ég held að þessi ríkisstjórn hafi ekki tíma, eða nægan meirihluta á Alþingi til þess að koma ESB málum í gegn. Það er einnig augljóst að það er ekki nægur tími til þess að fá samþykki Alþingis fyrir umsókn inní ESB. Grunnvinnuna á einnig eftir að vinna.

Það verður þó lagður ákveðinn grunnur að ESB málum núna. Síðan er bara að vona að næsta ríkisstjórn klári málið með umsókn inní ESB í Maí eða Júní.

Nafnlaus sagði...

Er ekki best að leyfa kosningum að renna upp? Samfylking fer ekkert í stjórn eftir kosningar nema að stjórnarsáttmálinn kveði á um aðildarumsókn. Nú þarf að leyfa þjóðinni að tala og fá nýtt umboð. Í það minnsta 60% þjóðarinnar er hlynt aðildarumsókn. Það eru hverfandi líkur á því að mynduð verði ríkisstjórn eftir kosningar nema að aðildarumsókn verði í pípunum.

Jón H. Eiríksson

pjotr sagði...

Þetta verður eflaust kosningamál Samfylkingarinnar. Voru ekki einhver 70% þjóðarinnar fylgjandi og/eða ekki á móti ESB ? Ef það er málið verður bara að koma í ljós hvort Samfó vinni stórsigur með 50-70% eða hvort einhverjir aðrir ætli líka að veðja á ESB með þeim. Gæti best trúað að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur komi til með að mynda næstu ríkisstjórn. :)