Ég er kominn á blað. Ég er búinn að skora mark fyrir Ísland. Skoraði það í leiknum Ísland vs. Restin af heiminum sem háður var í Waterloo á laugardag. Mitt lið sigraði 6-3 en leikurinn var mitt Waterloo því ég skoraði nefnilega fyrir Ísland en lék með restinum af heiminum!
Við hjá SÞ í Brussel erum sem sé að æfa fyrir átök við hið marghöfða skrýmsli Evrópusambandið um Schuman bikarinn í júní og nú er æft grimmt. Njótum þess auðvitað að geta valið leikmaenn frá 192 aðildarríkjum eða þannig túlkum við reglurnar og höfum meira að segja komið okkur upp einum Brassa!
Fyrst ég er farinn að blogga um fótbolta á hinnni háæruverðugu Eyju, þá horfði ég með öðru auganu á Frakkland leika æfingaleik við Ekvador. Domenech þjálfari gaf nokkrum ungum leikmönnum síðasta tækifæri til að sanna sig áður en hópurinn fyrir EM verður tilkynntur á morgunn.
Henry, Vieira, Ribery og meira að segja ungstjarnan Benzema voru hvíldir. Þess í stað léku við hvern sinn fingur þrír strákar á aldrinum 20-22 ára sem allir leika með frönskum félagsliðum. Þeir Hatim Ben Arfa (21, Lyon) og Sami Nasri (20, Marseille) hafa þegar vakið athygli og sýndu að þeir gætu slegið í gegn á EM - verði þeir valdir.
Hins vegar var það mun minna þekktur maður sem kom sá og sigraði. Sumir sögðu að Bafetimbi Gomis (22, St. Etienne) hafði verið valinn í 30 manna hópinn til þess eins að fara í taugarnar á David Trezeguet markahróknum hjá Juventus sem ekki er fyrirgefið að hafa kostað Frakka heimsmeistaratitilinn með því að skjóta í slánna í vítakeppni við Ítali.
Aðrir sögðu að hann hefði verið valinn til þess að neyða hann til velja franska landsliðið fram yfir það senegalska en hann gat valið á milli.
Engum datt í hug að þegar hann kæmi inn á fyrir hinn slaka Djibril Cissé, myndi hann stimpla sig inn með tveimur frábærum mörkum. Stundum sagt að Nasri sé hinn nýji Zidane, Benzema arftaki Henry en Gomis minnir einna helst á Didier Drogba. Slíkan framherja hafa Frakkar aldrei átt.
þriðjudagur, 27. maí 2008
Fyrsta mark mitt fyrir Ísland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Minni á það að Trezeguet vann Evróputililinn fyrir Frakka með marki í uppbót 2000, gegn Ítölum.
Rangt, Trez skoraði gullmark, Wiltord jafnaði í uppbótartíma og tryggði framlengingu.
Asnalegast af öllu er þó að Mexes skuli ekki fá náð hjá frönskum, langbesti varnarmaður þeirra.
Skrifa ummæli