Elín Hirst, fréttastjóri RÚV hefur kært DV fyrir að halda þvi fram að sjónvarpsfréttamenn hafi verið á staðnum þegar handtaka átti Jón Ásgeir Jóhannesson út af “Baugsmálinu.” Í fréttum má einu gilda hvort viðkomandi er sekur eða saklaus, atburðurinn er aðalmálið og ef mín gamla vinkona Ella vissi af þessu, var þetta að sjálfsögðu frétt. Ég skil ekki þann blaðamann sem ekki vildi hafa mynd af atburðnum. Þetta er að sjálfsögðu frétt og ef Ella hafði vitneskju um þetta, sem ég veit ekkert um, þá sýnir það bara að hún hafði fína kontakta, kannski hjá Ríkislögreglustjóra.
Og það hafði hún eða hennar vinnustaður að minnsta kosti þegar skatturinn gerði innrás á Stöð 2 til að tékka á skattamálum Jóns Ólafssonar og Stöðvarinnar. Kollegi minn á RÚV hringdi í mig þennan morgunn og spurði mig um viðbrögð þar sem ég var staddur úti í bæ. Ég vissi ekki nokkurn skapaðan hlut endavar innrásin var ekki gerð fyrr en hálftíma síðar. Menn RÚV voru að sjálfsögðu á staðnum.
Ég tel að menn vaði í villu og svima ef þeir gagnrýna RÚV og Elínu Hirst fyrir að hafa fréttanef, hafa kontakta og fylgjast með. Menn ættu að beina gagnrýninni að ríkislögreglustjóra sem eins og dæmin sanna hefur dregið fjölmiðla heldur betur í dilka, enda veit hver heilvita maður hverju hann má þakka upphefð sína: Morgunblaðinu.
Elín Hirst er fagmður sem hefur fínt fréttanef og hefur góða kontakta. Ég hefði líka sem fréttastjóri gert mér mat úr handtöku Jóns Ásgeirs. En einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að í þessu tilfelli hafi hún betri kontakta en ég. Hvers vegna skyldi það nú vera?
föstudagur, 9. maí 2008
Jón í járnum, ekki frétt?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Svarið við þeirri spurningu er hið sama og svarið við þessarri: Af hverju er Elín fréttastjóri en ekki þú?
Skrifa ummæli