laugardagur, 31. maí 2008

Stoltur faðir

Ég gæti skúbbað allan heiminn (elsku mamma), unnið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, gert tímamóta uppfinningar í læknisfræði, lagað gengi íslensku krónunnar, skorað úrslitamarkið í heimsmeistarakeppninni í fótbolta, unnið Maraþonið á Ólympíuleikunum, orðið Herra heimur, hægri hönd Bandaríkjaforseta, unnið Evróvisjon og verið falið að taka við af John Lennon í endurstofnuðum Bítlunum......en ekkert mun slá það út að vera pabbi barnanna minna Ásgerðar og Þorgríms. Ásgerður útskrifaðist úr MR í gær og er á mynd á baksíðunni á Mogganum að heilsa áttatíu ára stúdentnum! Til hamingju Ásgerður!! Ég er að rifan úr stolti!!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju! Vonandi verður hún sjálfstæður þegn Íslands í ESB, áður en hún útskrifast úr háskóla.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stelpuna!