fimmtudagur, 16. júlí 2009

Persónulegur sigur Össurs

Persónulegur sigur Össurs

Samþykkt tillögunnar um að taka upp viðræður við Evrópusambandið er pólitískur sigur fyrir Samfylkinguna og sérstaklega Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Það er fyllsta ástæða til að óska Össuri til hamingju. Það er síður en svo sjálfgefið að fá þessa tillögu samþykkta þegar tillit er tekið til þess að Samfylkingin – eini Evrópusinnaði flokkurinn- hefur aðeins 20 þingsæti.

Vinstri-grænir eiga um sárt að binda í þessu máli því klofningur flokksins blasir öllum við. Jón Bjarnason, ætti að sjá sóma sinn í því að segja tafarlaust af sér embætti.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur orðið fyrir miklum álitshnekki í umræðunum. Í ljós hefur komði að þar fer svipminnsti formaður Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega að Jóhanni Hafstein undanskyldum. Hann er meira að segja slakari ræðumaður en Geir Hallgrímsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum. Hann hefur gengið á bak orða sinna og snúist gegn aðild að Evrópusambandinu. Það er illa komið fyrir góðum dreng. Ég spái því að hann kúvendi, úr því sem komið er.

Borgarahreyfingin er ein rjúkandi rúst eftir flipp flopp þingmanna flokksins, pólitíska gíslatöku og misheppnaðri tilraun til pólitískrar fjárkúgunar.

Orð fá varla lýst því hve ömurlegur málflutningur Þórs Saari og félaga er. Saari stendur sannarlega undir nafngiftinni pólitískur vindhani. Borgarahreyfingin er aðhlátursefni og ljóst að flestir þingmanna hafa ekkert erindi á Alþingi.

26 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já..nú losnum við allavega við hann og fleiri úr þessum spillta flokki til Brussel í "aðildar"viðræður meðan vonandi hinir gera það sem þarf að gera... t.d. að bjarga heimilum og svona...

Æi sorry, vitlaus síða...

Nafnlaus sagði...

Ég stóð á Ingólfs hóli hám
og horfði yfir landið flata
þar sem að nokkrir náðu að plata
niðja hans sem liggja á hnjám
atvinnulausir og bíða á bótum
bréfa Jökla að undirrótum
Þótti mér ekki Ísland þá
yfirbragðsmikið til að sjá.

Nafnlaus sagði...

Sem kjósandi Sjálfstæðisflokksins þá fannst mér Bjarni standa sig vel.

Segðu mér ESB-maður. Hvernig er best að komast í álnir hjá ESB? Hvernig ætlar þú að njóta persónulegs ávinnings af umsókn Íslands að ESB?

Nafnlaus sagði...

Dramb er falli næst....

Nafnlaus sagði...

hmmm kannski ekkert skrýtið að það fyrsta sem kjósanda sjallana detti í hug sé hvernig hægt sé að komast í álnir og persónulegan ávinning....

Annars sammála þér Árni, eins og svo oft - Össur stóð sig gríðarlega vel þarna.

Hrafnkell

Nafnlaus sagði...

Sanngjarnt líka að meta þátt Steingríms að verðleikum þetta er líka hans sigur. Hann sá til þess að stjórnin stóð.
Stefán Benediktsson listasögukennari

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg furðulegt með þig, Árni, þá rakkar alla þá niður sem ekki samþykkja aðildarviðræður við ESB skilyrðislaust.

Þvílík frekja í þér, maður.

Nú er þér allavegana borgið. Nú sérð þú fram á að geta verið áfram niður í Brussel og komist á ESB-jötuna á kostnað skattborgaranna.

Ekki heillar Ísland þig mikið.

Nafnlaus sagði...

Það er einmitt vegna málflutnings af þessu tagi og framkomu ofríkistjórnarinnar að þú getur hakað út einn af listanum yfir nokkuð jákvæðan evrópusinna.

Nafnlaus sagði...

Þjóðin mun aldrei samþykkja þetta þegar hún fær loksins tækifæri til þess eftir einhver ár. Ef þú ert á jötunni í Brussel eins og einhver talar um hér .... þá bara njóttu á meðan nefinu stendur. Við hin reynum að redda því sem skiptir máli hér heima á meðan - t.d. fyrirtækjum og heimilum.

Nafnlaus sagði...

Og Barón Árna Von Schnaevarr um leið ... eða!!!?
;-)

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega svona er staðan!

Nafnlaus sagði...

Góður pistill, sammála í einu og öllu.

Það er fýndið að sjá sára Sjálfstæðismenn spyrja þig að því hvernig þú munir persónulega hagnast á þeuu ESB dæmi öllu, Sjálfstæðismenn halda nefnilega að allir sem séu meðmæltir einhverju pólitísku máli, að þá sé einhver að fara hagnast á því persónulega. Aumingja mennirnir, komandi úr flokki sem er svo gatspilltur þar sem ekki eru stutt mál nema menn hagnist persónulega á gjörningnum.

Kveðja
Valur B

Nafnlaus sagði...

Ég persónulega er úr borgarastétt og mun græða á inngöngu í ESB en á kostnað bænda.

Ef ég hinsvegar set mig í spor bænda þá mundi ég ekki vilja láta eyða minni stétt. Þess vegna er ég á móti ESB.

Ég styð framfarir en það má ekki vera á kostnað þjóðfélagshópa.

Kv. Sjálfstæðismaður

Nafnlaus sagði...

Margt ef ekki allt sem í þessum pistli er skrifað hefur einnig verið sagt um Samfylkinguna.

Pólitískur vindhani? --Þeir sem muna eftir afdrifaríkri kosningu um Lánasjóð Íslenskra Námsmanna fyrir mörgum árum muna kannski eftir því hvernig Össur tók skyndilegan viðsnúning og studdi við frumvarp sem gekk þvert á hagsmuni stúdenta og lántakenda.

Rjúkandi rústir - það er nú þannig sem Samfylkingin tók sín fyrstu skref.

Þetta er ekki persónulegur sigur. Sé það tilfellið, er heimssýn Samfylkingarinnar enn fast í glandsmyndamenningu og foringjadýrkun ársins 2007.

Kosningin í dag er mikilvægt skref fyrir okkur sem styðja inngöngu í ESB. Sá vandi sem okkur er á höndum núna er að koma með sannfærandi nálgun til handa ESB - það er lítið ef nokkuð trúverðugt að koma með svona knappan meirihluta að samningaborðinu.

Gaur sagði...

Ég er sammála þér Árni um að hann Jón ætti að segja af sér strax.Hann er á góðri leið með að gera hvalveiðar Íslendinga að engu.

Nafnlaus sagði...

Ég sá kosningar um sigur eða fall ríkisstjórnarinnar í dag, ekki ESB.

ESB var bara gjaldmiðill í því sambandi.

Tilraunir Framsóknar og Sjálfstæðismanna með breytingartillögum voru vindhögg.

Við misstum sjónar af því sem skipti máli.

Vernon

loki sagði...

Hlustaði á röksemdir Þorgerðar fyrir því að sitja hjá. Þær eru afskaplega slappar. Varð fyrir vonbrigðum með hana í dag. En hún greiddi þó ekki atkvæði gegn eigin sannfæringu eins og flestir sjallar og frammarar.

Nafnlaus sagði...

Það skaltu muna, vesæll maður, á meðan þú lifir, að ESB hefur lamið þig!

Nafnlaus sagði...

að lesa þennan pistil og aðra líka á forsíðu Eyjunnar þetta kvöld minnir mann óneitanlega á nokkra málshætti t.d.

Dramb er falli næst

og svo þetta með að vera góður sigurvegari, ekki láta eins og fífl og gera lítið úr andstæðingnum.

Nafnlaus sagði...

Afskaplega þykja mér ómerkileg þín orð Árni Snævarr. Undarlegt hvernig SF metur alltaf málin þannig að þeir séu í flokki á móti öllum hinum. Aldrei má ná um málin sátt. Megir þú enn svo vitkast í elli þinni.

loki sagði...

Ég mótmæli þeim fullyrðingum að SF og VG hafi ekki komið til móts við xD og xB og tillögur þeirra. Ef þið trúið mér ekki þá hlustið bara á Sif Friðleifsdóttur gera grein fyrir atkvæði sínu í dag.

Afstaða margra þingmanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í dag mótaðist eingöngu af kröfu formanna flokkana um að menn tækju þátt í því að reyna fella þessa stjórn.

Málefnið sjálft var algjört aukaatriði, enda hafa flestir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögunni áður lýst sig fylgjandi umsókn að Evsópusambandinu.

Og að kunna svo við það að skammast útí þingmenn VG fyrir að standa við fyrirheit sem þeir gáfu í stjórnarmyndunarviðræðum er ódýrasta "cop-out" sem lengi hefur sést hér á landi.

Nafnlaus sagði...

Ekki held ég að neinum ESB sinna hafi verið greiði gerður í dag. Sá samningur sem við fáum í þessari stöðu verður af Icesave-kalíberi og verður hafnað af þjóðinni. Það er augljóst. Samfylkingin hefur því um þrennt að velja.

Halda áfram að keyra þjóðina til andskotans og vonast til að allt verði verra en haltra inn í ESB.

Komast á einhvern hátt í kringum "leiðbeinandi" þjóðaratkvæðagreiðslu, með einhverjum álíka rökum og notuð eru í Icesave málflutningnum.

Halda áfram að sækja um í hvert sinn sem færi gefst, þar til eitthvað lætur undan.

Vona að samningaviðræður verði stuttar og snarpar svo við getum komið þessu máli og Samfylkingunni með, út úr heiminum fyrir fullt og allt.

Nafnlaus sagði...

Strax byrjaður að sleikja þig upp fyrir starfið. Þú ert aðhlátursefnið.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála Árna og hann hittir naglann á höfuðið hvað BB, SDG, og Þ. Saari varðar.
kv.
Björn Ólafs

Nafnlaus sagði...

Slakaðu aðeins á. Þessar Herkerlingarlegu geðshræringar þínar í sambandi við ESB eru asnalegar.

Vel má vera að Þór Saari hafi gert vitleysu, en hann er maður sem þorir. Þór hefur hleypt fersku lofti inn í klúbbinn við Austurvöll. Hann hefur gert þjóðinni greiða. Eg er strax búnn að fyrirgefa honum.

Nóg er af dauðyflunum sem aðeins hugsa um að lengja lífdaga sína í þægilegri innivinnu.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ég undrast stórum hvað fólk er orðið orðljótt og þá sérstaklega hvað ESB-andstæðingar leyfa sér að segja um annað fólk. Stóryrðin með heimsku-, svika- og landráðbrigslum í öllum hugsanlegum útgáfum fylla hverja setningu og málsgrein, og hugmyndaflugið í þeim efnum hreint ótrúlegt.

Það verður að hafa í huga að þetta fólk umgengst ekki síður efnislegar staðreyndir og upplýsingar með sama hætti, stórkallalega og hagræðir eftir stórkallalegum hentugleika sínum í hræðsluáróðri sínum.

Það upplýsir raunar hvernig það umgengst ópersónulegar upplýsingar um mál með orðfæri sínu sem það velur nafngreindum persónum og hópum fólks.

Þannig að þeir sem nota slíkt orðfæri um fólk eru ekki marktækir. Þeir hafa ekki alvöru rök heldur bara fúkyrðin og uppskáldaðan hræðsluáróður.