mánudagur, 27. júlí 2009

Bildt í beinni

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins sitja í þessum rituðu orðum á fundi í húsnæði ráðherraráðsins í Justus Lupsius byggingunni, við hliðina á Residence Palace þar sem sit ég og hamra þessar línur á tölvu.

Ráðherrarnir munu – vonandi- senda umsókn Íslands til framkvæmdastjórnarinnar. Hafa ber hins vegar í huga að þetta er langt í frá að vera sjálfgefið, jafnvel þótt Íslandsvinurinn Carl Bildt sitji í forsæti fundarins.

Umsóknir ýmissa Austur-Evrópuþjóða hafa ekki verið afgreiddar frá ráðherrunum og vera kann að menn vilji ekki mismuna umsækjendum á svo áberandi hátt. Undirbúningur fyrir aðildarviðræður við Íslendinga er löngu hafinn í framkvæmdastjórninni og það skiptir ekki öllu máli hvort græna ljósið verður gefið í dag eða ekki.

Það væri hins vegar pólitískt merki um að málið væri á réttri leið og að Hollendingar og Bretar ælti sér ekki að vera með uppgerðar mótþróa út af alls óskyldu máli.

Til gamans má geta þess að sýnt verður beint frá blaðamannafundi Carls Bildts að loknum ráðherrafundinum. Tímasetningin er á reiki því ekki er ljóst hvenær fundi lýkur en það ætt að vera einhvern tíman eftir kl. 1 að íslenskum tíma. Hér er linkurinn: http://ec.europa.eu/avservices/ebs/schedule.cfm

2 ummæli:

Gísli Baldvinsson sagði...

Góður pistill. Morgunverkum ekki lokið fyrr en gluggað hefur veri í pælingar þínar.

Nafnlaus sagði...

Wow ...
Bíðum í ofvæni. Sjálfur erki Heimdellingurinn Kalli Bildt!
Hann náði að skjóta sjálfum sér upp á stjörnuhimininn og troða sér inn í fjölmiðla, með því að öskra "úlfur, úlfur" þegar að kafbátaleitirnar í sænska skerjagarðinum stóðu í sem hæstri múgæsing. Og hverra þjóða farkostir voru þetta svo sem voru að sníglast. Jú, "Werndari wor í Westrinu" var með e-ð dvergkafbáta Halla-Ladderí, að því er virðist með vitund og vilja a.m.k. e-a æðstu yfirmanna herafla Svía og á öðrum pólitískum háum stöðum, en ekki nauðsynlega allra.
Bildt lék svona æsingamann a la Göbbels eða McCarthy og fórst það svo vel úr hendi að homum skolaði upp í stól fsrh. við næstu kosningar, þökk sé almennri hannaðri hysteríu!