föstudagur, 10. júlí 2009

Þegar hóran sakar nunnuna um vergirni

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er meiri húmoristi en flestir halda. Hann er reyndar meiri húmoristi en hann heldur sjálfur.

Pétur réðst rétt í þessu á Alþingi skjálfandi brostinni röddu á borð við amerískan sjónvarpsprédikatar á Lilju Mósesdóttur, þingmann VG fyrir stefnuleysi flokks hennar til aðildar að ESB. Lilja hafði vissulega farið eins og köttur í kringum heitan graut um hvort hún vildi að Ísland gengi í Evrópusambandið.

Pétur krafði hana svara og var nánast ljóðrænn í kröfu sinni um að hún gæfi upp afstöðu sína til aðildar að ESB. "Þjóðin á rétt á svari", sagði þingmaðurinn og stofnandi Kaupþings orðrétt í ræðu sinni.

Pétur er í flokki með manni að nafni Bjarni Benediktsson. Sá ágæti maður hefur haft fjórar skoðanir á aðild að Evrópusambandinu síðan í byrjun desember á síðasta ári.

Að heyra Sjálfstæðismenn saka vinstri græna um stefnuleysi í Evrópumálum er eins og að heyra vændiskonu saka prestsmadömmu um fjöllyndi.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta er nú eitthvað þunnt komment!

Nafnlaus sagði...

Kúl kúl. Pétur Blö stofnaði ásamt öðrum fjármálafyrirtækið Kaupþing snemma á níunda áratugnum (81 eða 82 held ég). Það er samt frekar ódrengilegt að stilla þessu upp eins og þú gerir og gefa til kynna að með því beri hann sérstaka ábyrgð á athöfnum fyrirtækis með sama nafn sirka aldarfjórðungi síðar!

Ekki það að Pétur getur borið ábyrgð af öðrum ástæðum, þetta er einn háværasti frJálshyggjupostulinn í Sjálfstæðisflokknu. Raunar eini heiðarlegi fjálshyggjumaðurinn í D.

Nafnlaus sagði...

Árni,

Þú ert snillingur, Pétur Blanki eins og maður myndi halda m,v að hitta hann á hlaupum um bæjinn að líklegt að fötin kæmu úr fata deild rauða krossins. En Pjesi er maður sem nýtir hlutina meir en neðstu standartar hafa séð, (þetta sjáum við víða í hans hannibal Lecter geðrofum.)En grey kall tusskan er eins og hans úldni þorskhausabeinakassatankur að þeir eru enn að verja svo sýnilega hagsmuni flokksmafíunar að allir sjá þetta nema comodorarnir.

X-D er samaog X- dauði á lyfjaglösum.

Nafnlaus sagði...

Af hverju ertu að kenna Pétri um skoðanir Bjarna Ben og ýja að því að það sé eitthvað undarlegt að hann hafi skoðanir á stefnuleysi einstakra þingmanna annarra flokka? Pétur er einn stefnufastasti þingmaðurinn.

Nafnlaus sagði...

Kallast þetta ekki að fara yfir lækinn eftir vatni, að leita að stefnuleysi út fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson

Æææii...Árni. Þessi gamli ofnotaði Samfylkingarspuni og vígorð ykkar "Svo skal böl bæta og benda á annað verra!" - er svo með eindæmum þreyttur og lúðalegur.

Þú hlýtur að getað gert eitthvað frumlegra í svona aumri stöðu.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur;

þetta kemur úr hörðustu átt.

Nafnlaus sagði...

Mikið skelfing er ég sammála þér, Árni Snævar. Þetta er beinskeytt blogg hjá þér. Bjarni Ben, Pétur Blöndal og aðrir Sjálfstæðismenn eru eins og naut í flagi að reyna að draga kjarkinn úr þjóðinni að sækja um aðild að ESB. Hins vegar er klár meirihluti fyrir aðild nú. Samþykkjum aðildarumsókn strax! Það er eina von okkar og barna okkar um að búa í óspilltu samfélagi.

Nafnlaus sagði...

Sammála en samt, eins og þú sérð á kommentum eru menn orðnir friðlausir með öllu. Ég veit ekki hvar þetta endar.

Arnar

Egill Ó sagði...

Þetta blogg veldur mér vandræðum. Ég nefnilega veit ekki hvort að rökvillan sem sett er fram er ad hominem eða strámaður. Ég hallast svona helst að því að þér hafi teksti að blanda þeim saman í eina ansi fína í þetta sinn Árni.

Allavega forðaðistu það að taka málefnalega afstöðu. Sem er fyrir öllu.

Nafnlaus sagði...

Það eru líka allir ánægðir með að Samfylkingin skuli vera svona stefnuföst, að vísu bara í einu máli. Þar skal koma Íslandi á kaldan klaka hvað sem það kostar.

Nafnlaus sagði...

Ómaklega vegið að Pétri, hann fer ekki í launkofa með sínar skoðanir og eru þær margar hverjar ansi góðar. Þú ert nú ekki í góðum málum að verja þetta draugalið Samspillingarinnar á þingi nú um stundir. Að ætla að gera það með því að benda á eitthvað verra er lítilmannlegt.
Hvernig væri að benda á eina skoðun sem Samspillingin hefur haft í heila dag þar sem ekki hefur komið við sögu Capasent, hugsanleg þóðaratkvæðagreiðsla eða annað jafn ´´eltum vindinn,, afstaða.