Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur hefur eftir viðmælanda sínum í nýlegri úttekt á Hruninu að þótt bankarnir hafi verið orðnir tífaldir á við efnahagslega stærð Íslands hafi öryggisnetið verið á stærð við vasaklút.
Við getum rifist um hitt og þetta i þáskyldagatíð og viðtengingarhætti en þetta er kjarni málsins.
Með þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu opnuðum við fyrir frjálst flæði fjármagns á milli okkar á Evrópusambandsins um leið og við gengumst inn á það að ESB setti okkur nær einhliða löggjöf á öllum þeim sviðum sem snerta hinn innri markað.
Ice Save harmleikurinn er skyldgetið afkæmi þeirrar stefnu að taka þátt í frjálshyggju efnahagssvæðisins og innri markaðarins en neita því að taka þátt í því pólitíska og efnahagslega varnarbandalagi sem Evrópusambandið er.
Ríkisbankarnir voru seldir fyrir spottpris til vildarvina Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna með ósannindum um annars vegar tengsl við erlenda aðila og hins vegar ósannindum um stórfellda flutninga fjár til landsins. Og svo voru kaupin fjármögnuð með lánum á víxl úr ríkisbönkunum!
Þrátt fyrir þessa spillingu og allt lánafylleríið, sérgæskuna og glórulausan vöxt og óráðsíu þessara manna og reynsluleysi þeirra í bankarekstri, hefði verið hægt að verjast því þjóðargjaldþroti sem nú stefnir í. Ekki skakkaföllunum en álitsmissinum og vinaleysinu.
Frammistaða Geirs Haarde og Árna Mathiesen, Ingibjargar Sólrúnar og Björgvins G. Sigurðssonar og fleiri ráðherra var auðvitað með ólíkindum. Þau steinsváfu í aðdraganda bankahrunsins þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og viðbrögðin voru fullkomið klúður.
Samt liggur það fyrir að Ísland galt fyrir það að standa utan Evrópusambandsins og varð að sæta afarkostum i samskiptum við Breta. Hefði slíkt gert ef Ísland hefði haft atkvæði innan Evrópusambandsins? Ég hallast að því að svo hefði ekki verið en slíkt er ósannanlegt.
Hitt er hins vegar augljóst að Seðlabanki Evrópu lánar nú fé á engum eða eins prósenta vöxtum til að forðast hruni í aðildarríkjum sambandsins og eru þar engir þurfandi undanskildir. Þarf ég að rifja upp vextina á Ice Save lánunum?
Sagt er að upptaka evrunnar myndi ekki breyta neinu hér og nú fyrir Ísland. Segjum að það sé rétt.
Ég spyr hins vegar fullorðna Íslendinga; feður og mæður, afa og ömmur þessa lands: er eki mál að linni? Eigum við ekki að hætta að láta allt reika á reiðanum og taka áhættuna á þvi að ábyrgðarleysi okkar steypi börnum okkar og barnabörnum í óvissu og skuldafjötra?
Í ljósi þessa vona ég að Alþingismenn, þar á meðal Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins íhugi feril afabróður hans og nafna, Bjarna forsætisráðherra.
Hefði ekki verið auðveldara fyrir Bjarna heitinn Ben að láta undan þrýstingi (sennilega meirihluta þjóðarinnar?) og stinga hausnum í sandinn og hunsa boði Bandaríkjamanna um hervernd og NATO aðild? Hefði hann ekki keypt sér stundarvinsældir?
Ég held að Bjarni sé innst inni sammála mér um að happadrægra sé hlutskipti frænda hans og fyrirmyndar en hlutskipti ábyrgðarlausra lýðskrumara á borð við Einar Olgeirsson og Hermann Jónasson.
Sagan mun dæma Bjarna yngra hart ef hann á ögurstundu bregst því sögulega hlutskipti Sjálfstæðisflokksins að leiða þjóðina inn á nánari samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða.
Valkosturinn er að snúa baki við því þjóðfélagi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir um áratugaskeið í bandalagi við vestrænna ríki.
Á tímum kalda stríðsins var valkosturinn rétt eins og nú að segja sig úr lögum við vina og nágrannaríki eða standa ein norður í Ballarhafi með óljósa von um stuðning einhverra vafasamra óskildra skúrka. Nú stöndum við frammi fyrir því að segja já eða nei við orðnum hlut: að samþykkja eða hafna orðnum hlut fyllerísára frjálshyggjunar: aðgerðum eða aðgerðarleysi ríkisstjórna Davíðs og Geirs.
Á sínum tíma var valkosturinn sá að hafna frænda- og vinaþjóðunum og halla sér að Sovétríkjunum. Sama er upp á teningnum nú, nema engin eru Sovétríkin. Hvaða vinum vill Bjarni halla sér að : Kúbu eða Norður-Kóreu?
fimmtudagur, 9. júlí 2009
Öryggisnetið minna en vasaklútur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þú ert nú meiri bullukollurinn Árni. Hefur sennilega fengið meira af svartagallsrausi og kommagrýluáróðri moggans með móðurmjólkinni en þér var hollt.
Af hverju þurftum við nýsjálfstæð þjóðin (afleiðing styrjaladarinnar og hernáms Danmerkur) að "halla okkur" barasta að einhverjum. Gátum við ekki bara verið vopn, her og hlutlaus, friðsöm fámennisþjóðin hér úti í Ballarhafi? E.k. Sviss/Svíþjóðar dæmi (án eigin hers N.B.)
Þú ert nú ekki það barn að þú vitir ekki að það voru aðrir helmingaskiptahagsmunir sem að vógu hér þyngst, þó að þú þegir yfir þeim.
Var kannski upphaf þeirrar óskráðu reglu sem að náði svo glæsilegu crescendói með "sölu" bankanna!
Ekki tala svo um lýðskrumara, með hneykslan húsmóður í Vesturbænum og tilheyrandi upphrópunarmerkjum!
Margir helsu pótintátar þess stjórnmálaafls sem þú helst samasamar þig við eru ekki undaþegnir þeim stimpli, nema að síður sé.
Bjarni Ben. gamli var ekki að eltast við e-r stundarvinsældir,hann lét moggann um að matreiða og innbyrða þær. Aðrir hlutlægari hagsmunir réðu breytni hans, í beinhörðum peningum talið!
Með vinsemd og virðingu -
Paul Courant
úff, þetta er fokking agalegt blogg. samfylkingin fer hamförum í ógeðslegu áróðurstríðinu.
'Valkosturinn er að snúa baki við því þjóðfélagi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir um áratugaskeið í bandalagi við vestrænna ríki.'
hversu snargeðveik þarf nokkur manneskja að vera til að skrifa svona þvaður?
fari bandalag vestrænna ríkja með sín árásarstríð í rassgat og samfylkingin líka!
fuck you!
Sólveig Anna, þú ættir að biðjast afsökunar á orðbragði þínu og dylgjum. kv. Árni
Það getur verið að Sólveig þurfi að biðjast afsökunar á orðbragðinu, en hvaða "dylgjur" er hún með? Að Árni sé "snargeðveikur", eins og hún orðar það? Ég held að það flokkist frekar undir orðbragð en dylgjur. Þar fyrir utan eru dylgjur dylgjur, áburður þar sem látið er skína í eitthvað og gefið í skyn: Sólveig ásakar Árna hreint út og umbúðalaust um "snargeðveiki"...
En hvað um það. Ef maður filterar fyrst út gífuryrðin, og fókuserar á "gagnrýni" Sólveigar sér maðður að hún hefur nokkuð til síns máls, enda eru athugasemdir hennar, svona í botninn, nánast þær sömu og hjá nafnlausum.
Árni byrjar þessa bloggfærslu vel - útdeilir ábyrgð og bendir á hið augljósa. Og lógíkin er ágæt. Þangað til að Árni fer að tala um sögulegt hlutverk Sjálfstæðisflokksins og "lýðskrum" andstæðinga NATO aðildar. Reyndar virðist sú bollalegging sýna að "dylgjur" er ekki eina orðið sem Árni ekki skilur. Lýðskrum getur það ekki verið að tala fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar - sem hafði mjög dúpstæðar og réttmætar efasemdir um hernaðarsamstarf "vesturlanda", eða að standa á bjargfastri persónulegri sannfæringu sinni.
Það að þessar skoðanir stangist á við þína persónulegu sýn á heiminn gerir þær ekki að "lýðskrumi" - og það er ekki "lýðskrum" að reyna að representera vilja þjóðarinnar. Það er hins vegar elítismi að þykjast vita betur en almenningur, og það er andlýðræðislegur elítismi að keyra þína sýn á framtíð þjóðarinnar ofan í kokið á henni, hvort sem henni líkar betur eða verr. En slíkt hefur auðvitað alltaf verið ær og kýr auðvaldsins og helstu hækju þeirra, kratabroddanna. Árni er auðvitað sjálfur kratabroddur af verstu gerð.
Það sem ég held að Sólveigu sé að blöskra er að Samfylkingin virðist vera að taka upp slíka stefnu.
Og fyrst Árni vill ásaka þá sem höfðu aðra sýn á stöðu íslands á alþjóðavettvangi en átrúnaðargoð hans, burgesinn Bjarni Ben, um að vera "lýðskrumarar" má benda á að öll röksemdafærsla hans í þessari bloggfærsu er sófismi af ómerkilegustu gerð. Niðurstaðan er eins og tekin upp úr kennslubók í ómerkilegri hundalógík:
"Á tímum kalda stríðsins var valkosturinn rétt eins og nú að segja sig úr lögum við vina og nágrannaríki eða standa ein norður í Ballarhafi með óljósa von um stuðning einhverra vafasamra óskildra skúrka. Nú stöndum við frammi fyrir því að segja já eða nei við orðnum hlut: að samþykkja eða hafna orðnum hlut fyllerísára frjálshyggjunar: aðgerðum eða aðgerðarleysi ríkisstjórna Davíðs og Geirs.
Á sínum tíma var valkosturinn sá að hafna frænda- og vinaþjóðunum og halla sér að Sovétríkjunum. Sama er upp á teningnum nú, nema engin eru Sovétríkin. Hvaða vinum vill Bjarni halla sér að : Kúbu eða Norður-Kóreu"
Hvað þýðir þetta? Að það jafngildi einhverskonar úrsögn úr siðuðu samfélagi að lýsa yfir vantrausti á samningsfærni Svavars Gestssonar? Að valið standi um að beygja sig undir Brussel eða Pjongjang? Þetta heitir hundalógík - líka vegna þess að hún gengur út á að við Íslendingar séum hundar og að víð eigum að beygja okkur sem slíkir.
Reiðara fólk grípur til fúkyrða þegar það mætir svona hugsunarhætti. Og það sem er furðulegt er að sjá að Samfylkingin virðist algjörlega blind á hversu raunveruleg og mikil reiði alls almennings er.
Mbk, Jónas Jh
Skrifa ummæli