Pétur Blöndal, alþingismaður og stofandi Kaupþings réðst harkalega á flokksystur sína Ragnheiði Ríkharðsdóttur á Alþingi í gær:
“Það er ljóst á ræðu háttvirts þingmanns, að hún vill að Ísland gangi í Evrópusambandið,” sagði Pétur eftir að Ragnheiður hafði lokið ræðu sinni.
“Því vil ég spyrja háttvirtan þingmann hvort hann vilji ekki stofna annan sjálfstæðisflokk?” spurði Pétur.
Pétur var greinilega búinn að gleyma því að Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Illugi Gunnarsson, Ólöf Nordal, svo einhver séu nefnd, hafa öll lýst því yfir að Ísland ætti að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu.
Þau eru hins vegar fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sammála þeim um aðild að Evrópusambandinu eru fulltrúar nær alls atvinnulífsins á Íslandi (að kvótagreifum og bændaeigendum undanskildum) auk verkalýðshreyfingarinnar.
Er það virkilega Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem er einangruð í sínum Evrópuskoðunum?
Ætti kannski stofnandi Kaupþings að stofna nýjan flokk?
miðvikudagur, 15. júlí 2009
Kaupþings-Pétur stofni nýjan flokk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Heill og sæll Árni.
,,Marta Nordal" Ég vissi ekki að ég væri innanbúðarmanneskja í Sjálfstæðisflokknum. En auðvitað er gott að vita ef að maður hefur einhver áhrif! Á þetta ekki að vera Ólöf Nordal systir mín?
kær kveðja
Marta Nordal
Þetta eru þó e.t.v. eðlileg mistök, að fá almennilega leikkonu í þennan farsa sem þjóðlífið er.
Þessi nafnauki Péturs, að kalla hann Kaupþings-Pétur er heldur hvimleiður. Varla var Kaupþing rotið frá upphafi. Hitt er svo annað mál að hann er maðurinn sem kom með Bjarna Ármannsson inn í íslenskt viðskiptalíf og má skammast sín fyrir það.
Ágúst
Nwei minn kæri.
Það eru hin þjóðfjandsamlegu undirlægjur ESB sem ættu að fara úr mínum elskaða Flokki.
Það hefur verið bakstykkið í stefnuskrá hans allan líftíma hans, að verja þjoðina gegn ásælni erlendra gróðapunga og koma á fullvalda lýðveldi á Íslandi, viðhalda því svo opg bæta.
Við höfum haft forgöngu um þjóðþrifamál hvert af öðru og nú er tími til að segja sig FRÁ EES líkt og Svisslendingar gerðu góðu heilli fyrir þa´.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson
Það er langt síðan að Pétur stofnaði Kaupþing og stofnaði. Þú ert að beita óþverabrögðum. Kaupþing sem Pétur stofnaði og það Kaupþing sem fór á hausinn eru gjörólík.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir er eins og sonurinn, óheiðarleg og hugsar ekki um neitt nema sjáfa sig.
Andstæðingar KR setja bolta útaf til að hægt sé að huga að meiðslum leikmans. Ríkharður Daðason fær boltann og í stað þess að senda til baka á liðið sem átti að fá boltann misnotar hann aðstöðu sína og skorar uppúr innkastinu.
Mamman, Ragnheiður, tekjur hvað eftir annað upp málstað samfylkingarinnar, og þess vegna á hún að fara í hana.
Það kemur málinu ekkert við hún eigi skoðanabræður og systur í sjálfstæðisflokknum.
Það er staður og stund til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Maður gerir það ekki með því að veikja sinn flokk og styrkja þann flokk sem maður er að berjast um völdin við.
Hættu að beita óþverabrögðum, ESB málstaðurinn er nægilega góður til að vera laus við spinn og leiðindi.
Nafnlaus: "Maður gerir það ekki með því að veikja sinn flokk og styrkja þann flokk sem maður er að berjast um völdin við."
Þessi orð dæma sig sjálf. Ég vill frekar Alþingismenn sem vinna fyrir þjóðina en þá sem eru í valdabaráttu gegn sannfæringu sinni.
kv Gunnar Steinn
Þarna sérðu Marta hvað þú ert mér hugstæð!! Nei að sjálfsögðu átti þetta að vera Ólöf systir þín, sá ágæti Evrópusinni sem ég hef áður sungið lof hér á blogginu. Kv. Árni
varst þú ekki málpípa á fjölmiðli eins útrásárræningjans
Spurning hvort þú viljir virkilega draga þessa línu - að alltaf þegar minnst verði á þig verði því skeytt við að þú vannst fyrir glæpamenn.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir er að vinna gegn því sem kom fram á Landsfundi Sjálfstæðisflokkins. Þar af leiðandi á hún að koma sér í Samfylkinguna þar sem hún á heima.
Þetta er ótrúlega klikkuð umræða hér. Skilur fólk ekki að ESB er ekki hægri/vinstri pólitík. Allir flokkar nema Samf. eru klofnir í málinu. Ef Ragnheiður Ríkharðsdóttir á að fara úr Sjálfstæðisflokknum þurfa Bjarni, Þorgerður, Illugi og Ólöf að gera það líka!!
Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði árið 1991 á landsfundi að Íslendingar ættu ekki fremur en aðrar Evrópuþjóðir að útiloka fyrirfram að til aðildar geti komið að Evrópubandalaginu. Davíð Oddson hafði þá skoðun þegar hann var borgarstjóri að Ísland ætti að sækja um aðild að EB.
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju fólk lætur svona yfir því að ganga til samningaviðræðna og þ.m. kanna ALLAR leiðir sem Ísland á í þeirri stöðu sem nú er uppi???
Algerlega óskiljanlegt.
Sigurlaug
Skrifa ummæli