Það er ömurlegt að fylgjast með Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Þótt ég sé sjaldnast sammála flokknum, verður þó að segjast eins og er að lengstum hefur starf flokksins einkennst af þeirri ábyrgðartilfinningu, hófsemi og stefnufestu sem gömlum íhalds- og valdaflokki sæmir.
En nú er öldin önnur.
Sjálfstæðismenn berjast nú hatrammri baráttu gegn lausn á Icesave-harmleiknum sem reikningur til íslensku þjóðarinnar fyrir einkavinavæðingu bankanna og raunar illskárri en sú sem Sjálfstæðisráðherrar skrifuðu upp á fyrir nokkrum mánuðum.
Í Evrópusambandsmálinu hefur Bjarni Benediktsson haft svo margar skoðanir undanfarna mánuði að það væri að æra óstöðugan að telja þær upp.
Í lok síðasta árs skrifuðu þeir félagarnir Bjarni og Illugi Gunnarsson í Fréttablaðið:
Íslensk stjórnvöld eiga að ganga til viðræðna við Evrópusambandið og kanna hvernig samningum Íslendingar næðu um aðild og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði í kjölfar viðræðna. Þessa leið ætti að fara - þótt landsfundur sjálfstæðisflokksins kæmist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins.
Nú snýst Bjarni í hringi eins og skopparakringla og vill þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn. Þetta hefur hvergi verið gert áður í Evrópu enda er þetta ekkert annað en óþarfur biðleikur ráðþrota stjórnmálaforingja sem þorir ekki að taka afstöðu af ótta við klofning í flokki sínum.
Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla tefur eingöngu fyrir því að hægt sé að ljúka samningum og taka raunverulega afstöðu til málsins. Hún mun tefja fyrir endurreisn íslensks efnahagslífs og upptöku evru á Íslandi. Ætla Sjálfstæðismenn að hafa þetta líka á samviskunni? Er ekki nóg komið Bjarni Ben?
Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla er ekkert annað en frestun á því að taka afstöðu til hins óumflýjanlega. Aðildarumsóknar. Afstöðu til aðildar er hins vegar ekki hægt að taka fyrr en samningur liggur fyrir.
Nýjasta yfirlýsing Bjarna er þessi: „Þingið er nánast í frumeindum vegna þessa. Það er ekki skýr þingvilji til staðar, ekki meðal þjóðarinnar, ekki einu sinni innan ríkisstjórnar.“
Það sem hann meinar hins vegar er: “Sjálfstæðisflokkurinn er nánast í frumeindum sínum vegna þessa. Það er ekki skýr flokksvilji til staðar, ekki meðal flokksmanna, ekki einu sinni innan flokksforystunnar.”
Egill Helgason segir um þetta: “Þessi aðferð hentar hins vegar huglausum og lafhræddum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem þora ekki fyrir sitt litla líf að taka afstöðu til málsins.”
Það er nefnilega þannig að hugleysingjar og skoðanaleysingjar eru í öllum flokkum, rétt eins og framsóknarmenn eru alls staðar og kerlingar eru af báðum kynjum.
föstudagur, 10. júlí 2009
Er ekki nóg komið Bjarni Ben?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Já... Bjarni með þetta...
Þið með kúganir...
Frábært kerfi, þetta 4flokkakerfi...
hvernig væri að sleppa því að lesa netfréttir eftir Heimi Má Pétursson og horfa á umræðurnar sem eru í gangi á Alþingi ?
Vá hvað margar kerlingar verða reiðar út í þig núna Árni. kv. Hreinn hreini
Ótrúlegt ruglið og hringlandahátturinn i þessum Bjarna.
Það er nú líka athyglisvert hvernig fréttaflutningur mogga er af þessu máli (og reyndar lika eyjunnar sem er farin að virka eins og útibú sjólfstæðisflokksins, allavega ljóst að andstæðingar esb ráða ríkjum á Eyjunni)
Þetta er ekkert flókið. Ísland er að fara í aðildarviðræður við esb. Allt og sumt. það er ekkert verið að fara í tvöfalda greiðslu -enda er gæjinn sem mikið er búið að gera með í fjölmiðlum í dag farinn í heyskap vestur í dölum. Best geymdur þar
Hvað ætli það séu margar staðreyndavillur í þessum pistli?
tja, nafnlaus ekki ert þú að benda á neinar staðreyndavillur.
Einar
Nafnlaus: Það er engin staðreyndavilla í honum, dvona fyrst þú spyrð.
Er búið að berja þig svona til hlíðni? Þið eruð ekki þjóðin, Samfylkingin ætlar að sækja um aðild að ESB! Svona er hugsunarhátturinn því miður.
Það er bara eitt á dagskrá hjá Sjálfstæðisflokki og Framsókn þessa dagana: Að fella ríkisstjórnina, no mattar what. Tilgangur þess er aðeins einn. Að koma í veg fyrir rannsókn á málefnum tengdum hruninu því það mun leiða í tvær áttir einungis: að Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Þess vegna eru flokkarnir í hatrammri stjórnarandstöðu. Það er sorglegt að sjá að vinstri grænir átta sig ekki á þessu, enda eru þær grænjaxlar.
Skrifa ummæli