Það er vægast sagt sorglegt að sjá hvernig þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa fallið fyrir þeirri freistingu að fara að stunda klækjastjórnmál og pólitísk hrossakaup – einmitt þess konar pólitík sem flestir héldu að þeir væru að berjast gegn.
Litlu skiptir hvort krafa borgaranna þriggja, um að Icesave verði dregið til baka ellegar leggist þeir á sveif með Sjálfstæðismönnum, telst pólítisk gíslataka eða pólitísk fjárkúgun.
Svo mikið er víst að þeir eru komnir á fulla ferð í pólitískum hrossakaupum af verstu tegund – og ætla greinilega ekki að fara eftir samvisku sinni og stefnu flokks sins.
Eina lógíska niðurstaða hennar verður að núverandi ríkisstjórn fellur og íslenskur efnahagur mun riða til falls. Alþjóðleg einangrun landsins verður algjör og kannski tómt mál að tala um aðild að ESB.
Að minnsta kosti tveir af þremenningunum staðfestu um helgina að þeir ætluðu að greiða atkvæði með tillögu utanríkisráðherra. En á þriðjudegi var annað hljóð komið í strokkinn.
Þór Saari, alþingismaður Borgarahreyfingarinnar hefur komið mjög á óvart með því að skipta svo ört um skoðun að undrun sætir. Virðast hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson, hinir oddvitar stjórnarandstöðunnar, sem skipta um skoðun á tveggja mánaða fresti komast með tærnar þar sem Þór hefur hælana.
Tíu mínutum fyrir kosningar skrifaði Þór: “Stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum er að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema að undangengnum aðildarviðræðum..Að..kynningu lokinni yrði svo samningurinn borinn undir þjóðaratkvæði.”
Og síðar bætti hann við: “Sá fyrirsláttur Sjálfstæðisflokks að það þurfi fyrst að kjósa um aðildarviðræður er ömurleg birtingarmynd kjarkleysis þeirra sem ekki einu sinni þora að viðurkenna að þeir hafi skoðun á móti ESB.”
Þór ætlar sem sé að taka afstöðu til máls á þann hátt sem hann segir vera “ömurlegi(a)birtingarmynd kjarkleysis,” ESB andstæðinga sem þori ekki að koma út úr skápnum. Munurinn er hins vegar sá að Þór hefur hingað til sagst vera fylgjandi aðild!
Stjórn Borgarahreyfingarinnar og Þráinn Bertelsson, alþingismaður hafa ítrekað fyrri yfirlýsingar. “Ef þau ætla að gera þetta þá eru þau, í mínum huga, klárlega að fara á bak orða sinna," segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnarinnar.
Það er ótrúlegt að horfa upp á þremenningana troða stefnu hreyfingarinnar fótum og taka afstöðu eftir pólitískri vindátt augnabliksins.
Með afstöðu sinni munu þremenningarnir uppskera fall ríkisstjórnarinnar, algjört uppnám í efnahagsmálum landsmanna. Sjálfstæðismenn – aðalhöfundar hrunsins – stæðu upp sem sigurvegarar. Var Borgarahreyfingin stofnuð til þess að koma þeim til valda á ný?
miðvikudagur, 15. júlí 2009
Bjarga borgarar íhaldinu?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
18 ummæli:
Einmitt. Skilja þau virkilega ekki að með þessu eru þau að leiða Sjálfstæðisflokkinn - höfuðsyndasel efnahagshrunsins - til valda á ný?
Það yrðu mestu pólitísku afglöp í sögu þingsins.
Sá sem reynir svona plott fær það í bakið síðar. Þetta er þeim þremur til fullkominnar háðungar.
Já þetta er umhugsunarvert - einnig finnst mér umhugsunarvert að örfáir stuðningsmenn ESB aðildar taka til máls í umræðunum sem nú standa yfir á Alþingi.
Í dag hefur Ólína Þorvarðardóttir haldið ræðu, örfáir aðrir hafa tekið til máls í einnar mínútu andsvörum.
Núna er það svo að þingmenn Borgarahreyfingarinnar virðast vera að leyfa sér að skipta um skoðun á einstökum málum eftir því sem umræðan þróast um þau.
Síðustu daga hafa þeir hlustað á 95% neikvæða umfjöllun um ESB, örfáir þingmenn virðast hafa næga sannfæringu með ESB til að sjá sér fært að tjá sig í þingsal.
smá viðbót:
Það er líka frábært að fylgjast með Borgarahreyfingunni taka við af Framsóknarflokknum sem skotspónn hinna kjaftandi stétta
Ég lýsti því í gær eða fyrradag hér í kommentakerfinu hjá þér, hvernig fundur um undirbúning borgarahreyfingar hefði farið úr skorðum við að minnast á ESB.
Ég er á þeirri skoðun að þessi hreyfing sé samansafn rugludalla sem eiga það allir sameiginlegt að að vera andstæðingar ESB og vilja ekki breytingar. Enda kom það í ljós í þessi skipti sem ég talaði við þetta fólk á þessum fundum að það átti ekki að vera með stefnu í neinum málum og hreyfingin(ekki flokkur) átti að leggja sjálfa sig niður (what the fuck?) þegar markmiðum var náð.
Þegar hinsvegar stefna "flokksins" er þverbrotin og um leið er það aðför að lýðræðinu að neita almenningi um séns að kjósa um samning.
Flokkast það ekki undir landráð þegar alþingismenn og embættismenn vinna gegn hagsmunum almenning þegar þeir gegna opinberu starfi í þágu fólksins?
En í sambandi við þessa borgarahreyfingu... þá hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Fundirnir minntu helst á dysfunctional AA fund. Það var allt skotið niður sem fólk sagði og aðrir rugluðu útí eitt þegar þeir hefðu átt að þegja til að spara öðrum að hlusta á heimskulegt bull þeirra.
Það var ljóst frá upphafi að nokkrir skoðanakúgarar réðu ferðinni og hinir veikgeðja góðhjörtuðu einstaklingar sem þarna sátu í barnslegri trú um breytt samfélag, fengu ekki rönd við reist.
Þeir sem helst höfðu sig í frammi voru: Birgitta var alltaf æst og totalitarian í öllu sem hún sagði.
Þór Saari, besserwisser dauðans sem heillaði allt því hann er klárari en flestir. Ein ofvirk listakona sem talaði og talaði og sagði ekki neitt (góð brjóst á henni þó), Balvin talsmaður hópsins sem hljómaði eins og hann væri með vit í kollinum, en það kom í ljós að hann virðist ekki hafa það eða hann bara varð undir í baráttunni um völd innan flokksins. Og tveir þrír í viðbót sem voru þess eðlis að það vall bara úppúr þeim samhengislaust bull.
Þessi færsla mín á ekki að vera móðgandi fyrir neinn, heldur mín uppifun, sem og upplifun annarra sem þarna voru og ég hef talað við.
Þingmenn flokksins smellpassa inn á þing. Eiginhagsmunapotarar sem skipta um skoðun hraðar en Ragnar Reykás.
Það bjó eitthvað undir þegar birgitta byrjaði á dögunum. Í kjölfarið komu svo margrét og þór og gáfu loðnar yfirlýsingar.
Það er bara spurninging hvað nákvæmlega býr undir.
Þetta er mjööög skrítið.
Af hverju má ekki kjósa um þetta?
Vill þjóðin þetta ekki eða?
Getur það verið?
Steingrímur J. skipti um skoðun
Ögmundur skipti um skoðun.
Loforð um að allt sé á borðinu án hindrunar eru svikin. Það er ekki haft frumkvæði að slíku.
Ósannindi um skjaldborg heimila.
Svona mætti halda áfram.
Ég held að Samfylkingunni fari ílla að gagnrýna aðra um snúninga á pólitíska sviðinu.
Nafnlaus sagði:
Vill þjóðin þetta ekki eða?
Jú þjóðin vill þetta, það er mikill meirihluti þjóðarinna sem viðræður en ekki þingmeirihluti.
Það er öðruvísi en í flestum öðrum löndum þar sem þingið er í meirihluta um að sækja um aðild.
Árni, þú ferð alveg hamförum yfir því ef einhver styður ekki aðild Íslands að ESB.
Þvílík örvænting hjá þér.
Ertu að missa vinnuna þarna niður í Brussel og sérðu fram á atvinnuleysi hjá þér ef Ísland gengurinn ekki inn í ESB?
Rólegur. Fólk má nú hafa skoðun á ESB og vera á móti því ef það vill án þess að þú þurfir að fara á límingunum út af því.
Borgaraflokkurinn er alveg búinn að vera.
Þvílíkur hringlandaháttur og lýðskrum og algjört bull hreinlega. Skuggalegur flokkur.
Þráinn gamli sá eini sem stendur í lappirnar.
Ef Borgaraflokkurinn er búinn að vera er Vg það sömuleiðis. Framkoma hans við kjósendur sína mun í reynd kljúfa flokkinn í herðar niður.
Ætli þeir fái eitthvað í staðinn frá Sjálfstæðisflokknum ?
Afskaplega má þessi ríkisstjórn vera döpur. Þrír þingmenn sem eru ekki einu sinni í ríksistjórn vilja ekki hlýða og þá eru afleiðingarnar þær að "íslenskur efnahagur mun riða til falls"
Merkilegt hvað Samfylkingarfólk getur ekki unnt fólki að hafa aðrar skoðanir en sínar. Það rúmast greinilega mikið umburðalyndi undir armi þessa flokks.
Í skjóli þess að stjórna stærstu fjölmiðlum landsins gegnum vildarvini sína, auðmennina sem settu Ísland á hausinn, þá hefur Samfylking getað kúgað skoðunum sínum inn á fólk.
Það er t.d. merkilegt að ekki sé búið að ræða meira um hversu mikið fylgið við tvöfalda atkvæðagreiðslu hefur aukist síðan sú hugmynd kom fyrst upp hjá nokkrum Sjálfstæðismönnum fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá töluðu fjölmiðlar um að sú tillaga yrði kolfelld á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Nú er hins vegar tvísýnt að tilla Samfylkingar um aðildarviðræður komist gegnum þingið vegna þessarar tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu.
hvernig sem fer, þá verður það að teljast mikill ósigur fyrir Samfylkinguna að tillagan um tvöfalda atkvæðagreiðslu skuli hafa hlotið svo mikið fylgi hjá þjóðinni og raun ber vitni.
Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar ekki "haft fyrir því" að birta neinar skoðanakannanir um fylgi fólks við aðildarviðræður. Líklega hafa niðurstöðum slíkra kannanna verið stungið undir stól eins og öðrum skjölum sem gætu skaðað málstaðinn.
Frammistaða samfó í þessu máli er sorgleg svo ekki verður meira sagt. Það er ekki verið að sækjast eftir aðild að ESB í sátt við þjóðina, heldur verið að beita hana klækjum og blekkingum. Það er skömm að slíkum vinnubrögðum.
Mikið eru þessi skrif og önnur sem eftir þig hafa birst hér á síðunni undanfarið sorgleg og uppfull af skoðanakúgun samfylkingarmannsins.
Þetta endalausa skítkast í skoðanir annarra og yfirlætislegt kaffihúsavitringabullið er orðið þreytt, og alveg örugglega ekki að hjálpa þeim sem eru fylgjand ESB inngöngu.
Ef þetta er það besta sem ESB-strangtrúarmenn hafa að leggja til málana þá er ég farinn að efast um ESB og allt sem því fylgir.
Væri ekki skárri kostur að leggja upp með rök fyrir undirgöngu ESB og málefnalegar umræður í kjölfarið.
EP
Sannur samfylkingarmaður á ferð, ESB snobbnefið upp í loftið og hrokinn lekur af enni. Þið eruð ekki þjóðin Samfylkingin er á leið í ESB.
Eins og er búið að klúðra þessu big time þá er eina vitið að láta þjóðina skera út um þetta.
Ég hef alltaf verið aðildarsinni en mér blöskrar hvernig Samfylkingin hefur þvingað þetta áfram!
Af hverju má ekki frysta eignir auðmanna og bankaræningja? Hverju er Samfylkingin að leyna?
Einmitt, hætta þessari subbupólitík eins og hún var, þar sem alþingismenn hóta starfsmönnum opinbera stofanna úr ræðustól, ráðherrar halda skýrslum leyndum, þingmönnum hótað o.s.frv.
Það er hrikalegt að Borgarahreyfingin skuli leyfa sér að fara á móti heilögu kýr Samfylkingarinnar og kjaftatíka hans
Skrifa ummæli