laugardagur, 11. júlí 2009

Birgitta svíkur kosningaloforð

Þessi ummæli eru höfð eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Borgarahreyfingarinnar í leiðtogaumræðum í Sjónvarpinu 26. apríl: „Já, við viljum sækja um og leggja það í dóm þjóðarinnar.“

Ef rétt er haft eftir, hvernig ætlar Borgarahreyfingin að skýra það að sú kona sem kom fram fyrir alþjóð í leiðtogaumræðum fyrir hönd hreyfingarinnar, hefur nú lýst yfir að hún ætli þvert á móti að greiða atkvæði gegn aðild?

Var Borgarahreyfingin stofnuð til þess að svíkja rúmlega tveggja mánaða gamalt kosningaloforð? Hún er þá ekkert skárri en fjórflokkurinn og hefur engan tilverurétt.

33 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu að segja að Samfylkingin eigi ekki tilverurétt?

Björn I

Nafnlaus sagði...

Ég hef aldrei verið jafn þakklát fyrir að einhver sviki kosningaloforð. Hefði jafnvel kosið hana hefði hún sagt þetta fyrr.

Dísa

Hans Haraldsson sagði...

Ert þú alfarið á móti því að kosningafyrirheit séu svikin?

Afstaða Birgittu skiptir ekki máli nema að meirihluti þingflokks VG taki aðra afstöðu en þá sem var boðuð fyrir kosningar.

Eða eru allir búnir að gleyma orðum Steingríms um enga umsókn í sumar?

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson

Árni. Ef þetta hjálpar þér eitthvað, þá er þetta hluti bloggskrifa Birgittu um EBS málið og hennar hug.


"Ég verð að viðurkenna að ég lét glepjast að því að þetta væri aðeins eins konar könnunarviðræður því það er ljóst að meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í þetta bandalag. Að þetta snérist um að komast að því hvað væri í boði en ekki að fara til Brussel með ósk um að verða hluti af ESB.

Ég studdi þetta ferli fyrir kosningar, verð að viðurkenna að ég lét hreinlega plata mig. Eftir að Össur átti fund með einum þingmanna okkar til að kanna hvaða skilyrði Borgarahreyfingin setti til að hægt væri að fara í þessar viðræður þá var ég enn með þessa röngu mynd í huga mér um að þetta væri ekki skuldbinding til að ganga í bandalagið, og því þótti mér það sjálfsagt mál að fara í þetta ferli.

Við settum nokkur skilyrði til að tryggja að ferlið gagnvart þjóðinni yrði sem lýðræðislegast og var brugðist við því á jákvæðan hátt hjá ríkisstjórninni. Eftir stíf fundarhöld í Utanríkismálanefnd var mér orðið ljóst að ég var höfð að háð og spotti og í raun og veru værum við að ganga í ESB. Það á ég erfitt með að styðja því eins og svo margir hérlendis er ég klofin innra með mér hvað gera skal.

Mér er illa við að svíkja loforð og hef ekki sagt neitt enn þá um það hvort að ég muni greiða með þessu afkvæði eða ekki. Ég komst aftur á móti á þá niðurstöðu að best væri til að tryggja að almenningur væri meðvitaður um hve stórt og kostnaðarsamt skref við erum að taka, að hafa atkvæðagreiðslu um það hvort að fólk vildi fara ESB, því þetta snýst um það og ekkert annað þó öðru hafi oft á tíðum verið haldið fram fyrir kosningar.

Það er ekkert í stefnu Borgarahreyfingarinnar um ESB og því lít ég ekki svo á að ég sé að brjóta nein kosningaloforð eða loforð um að styðja tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið."

http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/912137/

Nafnlaus sagði...

Hún brýtur amk ekki stjórnarskrána með því að kjósa gegn sannfæringu sinni eins og sumir. Eða að gera eins og stór hluti þingflokks VG, sem bæði ályktaði á landsþingi flokksins að vera á móti aðildarviðræðum, og stefnuskrá flokksins að vera á móti aðildarviðræðum við ESB. Þar eru nokkrir innanborðs sem eru líklega að brjóta stjórnarskrána og kjósa gegn sinni bestu vitund.


Ég skil ekki hvaða dáleiðingarmátt Össur Skarphéðinsson hefur á þetta VG lið. Össur hefur verið hálfgerður looser í pólitík alla tíð. Setið í skammlífum ríkisstjórnum, milli þess sem hann hefur eitt mörgum árum í að sitja í stjórnarandsöðu. Setið sem formaður flokks í mjög skamma stund og aldrei náð neinu fylgi sem formaður. Hann var ritstjóri á DV, sem er nú enginn virðingartitill.

Engu að síður virðist Steingrímur J. vera tilbúinn að fylgja kalli þessa manns, og gangi eins langt og þarf til að uppfylla óskir Össurar, jafnvel þó hann þurfi að ganga á bak enn eins kosningaloforðs síns. Þeim fer reyndar fjölgandi kosningaloforðunum sem VG er að ganga á bak þessar vikurnar. Fylgið lækkar um 10% á mánuði, samt er Steingrímur alltaf ánægður. Segir það ekki mest um hvða metnað þessi minnihlutakverúlant hefur?

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni,

það er ekkert í stefnu Borgarahreyfingarinnar um ESB. Við fjögur sem skipum þinghóp hreyfingarinnar vorum öll frekar hlynt aðildarviðræðum og á móti tvöföldu leiðinni. Þrjú okkar eru það enn en Birgitta er ekki viss. Birgitta er sú okkar sem situr í utanríkismálanefnd og hefur pælt mest í þessu af okkur fjórum og þetta er hennar niðurstaða. Við virðum hana að sjálfsögðu. Þýðir það að hreyfingin eigi ekki "tilverurétt"?

Bestu fáanlegar,

Margrét Tryggvadóttir
þingmaður Borgarahreyfingarinnar

Nafnlaus sagði...

Kjósendur Borgarahreyfingarinnar vilja frekar að þingmenn þeirra kjósi eftir samvisku sinni en að þeir séu niðurnjörvaðir í flokksræði í stórum málum. Meira hefur komið í ljós, eins og Birgitta bendir á í bloggi sínu. Þessi ríkisstjórn ætlar að kúga Alþingi til að samþykkja Icesave. Getum við treyst sömu ríkisstjórn fyrir fjöreggi þjóðarinnar, sem ætti að vera fullveldið? Og þingmenn Borgarahreyfingarinnar mega skipta um skoðun því þeim er treyst til að meta aðstæður eftir að hafa fengið meiri upplýsingar um stór mál.

Margrét

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú dálítið sérkennilegt verður að segja.

Hún lét "plata sig" að eigin sögn á bloggi sínu.

"könnunarviðræður"

Ef rétt er eftir henni haft í sjónvarpssal (sem eg efast lítið um. Minnir hún segja eitthvað álíka enda alveg í takt við málflutning Borgara fyrir kosningar) þá er ekkert hægt að misskilja eða vera með eitthvað platdæmi í meinigu orðanna:

"„Já, við viljum sækja um og leggja það í dóm þjóðarinnar"

Er ekki bara einhver að "plata" hana núna ?

Nafnlaus sagði...

Heimskir eiga líka sinn tilverurétt. Jafnvel þótt þeir séu ekki í selskabi ESB-sinna.
Síðan telja sumir það manndóms- eða skynsemismerki að skipta um skoðun.
Batnandi fólki er best að lifa.
Er að ekki?

Nafnlaus sagði...

Brilliant greining hjá þér Árni, á íslenskum stjórnmálum. Þér tekst að sýna fram á í mjög einföldu máli að Birgitta Jónsdóttir hefur skipt um skoðun. Þetta er rannsóknarblaðamennska á háum standard.

Doddi D

PS Hefur einhver annar stjórnmálamaður einhvern tíman skipt um skoðun?

Nafnlaus sagði...

Samfylkingin hefur sem sitt aðalbaráttumál aðild
Íslands að esb, áherslumál Borgarahreyfingarinnar eru einfaldlega önnur. Það má eiginlega segja að áherslur Borgarahreyfingarinnar snúist frekar um hvernig hlutirnir eru framkvæmdir.

Samfylkingin og flokksdindlar hennar fara mikin og væna Borgarahreyfinguna um kosningasvik vegna þess að þingmaðurinn Birgitta vill fara hægar í hlutina og vera varkár þegar það kemur að stóru máli eins og aðild að esb.

En tilgangurinn helgar meðalið og nú skal ræsa alla dindlanna og ganga í skrokk á nýjum þingmanni sem sýnir að hún ber raunverulega virðingu fyrir lýðræði og gegnsæjum stjórnarháttum.

Mér hugnast frekar viðhorf Birgittu og reynsluleysi hennar en kænsku og tuddaskapur gamalla pólitíkusa.

Toni

Nafnlaus sagði...

Kjarni málsins er að Birgitta hefur svikið kjósendur sína. Það þýðir ekkert fyrir aðstandendur hennar að kjafta málið til og réttlæta svikin.

Ég treysti því að að gengið verði til samninga eins og til stóð og að lokum verði gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB.

Nafnlaus sagði...

"Lét plata sig.... "

Hvurslags þvæla er þetta eiginlega?

Hún var fylgjandi aðildarumsókn... hvorki meira eða minna. Hún var því fylgjandi að sækja um aðild og leggja síðan samninginn fyrir dóm þjóðarinnar. Hvernig gat hún farið í gegn um heila kosningabaráttu án þessa að kveikja á perunni?

Þvílíkt endemis rugl í manneskjunni. Af hverju getur hún ekki bara sagt að hún sé búin að skipta um skoðun?

Hvaða maður trúir því að hún sé búin að halda allann þennan tíma að þegar talað er um aðildarumsókn að þá sé verið að tala um könnunarviðræður? Hef ekki séð þetta orð í ESB umræðunni fyrr en núna. Könnunarviðræður!!!

Heimskulegur fyrirsláttur svo ekki sé meira sagt. Birgitta einfaldlega skipti um skoðun... það er ekkert flóknara.

Jón H. Eiríksson

Nafnlaus sagði...

Mikið er gott að þú, kjósandi fjórflokksins, (og þið hinir meðkóarar), hafir svona miklar áhyggjur fyrir hönd okkar sem kusum heiðarleika í stjórnmálum.

Ég, kjósandi Borgarahreyfingarinnar, (en að öðru leiti almennur borgari), er stoltur af mínum þingmönnum sem hafa ekki stigið feilspor ennþá, það að ég hafi tekið eftir.

Áfram Birgitta, og Margrét, og Þór, og Þráinn! Þið hafið fullan stuðning okkar sem vilja víkja fjórflokknum burt!

Kveðja,
Kristján G. Kristjánsson

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega. Ég var virkilega farin að hugsa mér þess að kjósa þessa hreyfingu í næstu kosningum, en eftir þetta þá hef ég engan áhuga, þarna notar þingmaður Borgarahreyfingarinnar sömu taktíkina og allir hinir óheiðarlegu þingmennirnir og talar um mistök og misskiling, þvílíkt og annað eins, komin út úr skápnum sem sama rotna eplið og allir hinir óheiðarlegu þingmennirnir. Megi hún skammast sín fyrir athæfið. Þarna kom Borgarahreyfingin út úr skápnum og allir geta nú séð að þessi hreyfing er ekkert öðruvísi eða betri en aðrir FLOKKAR á þingi.

Nafnlaus sagði...

bíddu hverju lofaði VG fyrir kosningar? þér er alveg sama um það? Það er kannski ekki tekið gilt nema að menn séu með sömu skoðanir og þú? þú ert nú meiri hræsnarinn.
-fannar

Nafnlaus sagði...

Þetta er ósköp einfalt.

Annað hvort er hún að svíkja loforð sitt og þá er hún LYGARI.

Eða að hún vissi í alvörunni ekki hvað felst í aðildarumsókn og þá er hún HÁLFVITI.

Raunar getur verið að hún sé bæði LYGARI og HÁLFVITI enda á slíkt við um flesta, ef ekki alla, þingmenn okkar Íslendinga.

Nafnlaus sagði...

En hvað !!!!!
Voru ekki VG-ar á móti aðild að Eu. í síðustu kosningum, ég held að margur hafi kosið þá út á það. Hvers vegna ert þú ekki að finna að því Árni ??

Nafnlaus sagði...

Margrét Tryggva, þingmaður Borgó:

Þú ert búin að koma víða fram á bloggsíðum í dag til að reyna að verja flokkssystur þína, en því miður tekst það ekki.

Þú segir alltaf að ekkert hafi verið nefnt í stefnu Borgarahreyfingarinnar um ESB-aðild.

Það er RANGT.

Hvað kallar þú stefnu Borgarahreyfingarinnar? - getur þú bara valið einhver tiltekin skjöl til þess?

Þetta hér var til dæmis kynnt af ykkur sem stefna Borgarahreyfingarinnar:

http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/24/thor-saari-esb-og-kjarkleysid/

Þarna hraunar Þór Saari yfir hugmyndina um tvöfalt þjóðaratkvæði með þeim hætti að maður á erfitt með að sjá hann sitja í sama herbergi og einhver sem styður slíka hugmynd.

Þetta var kynnt á heimasíðu ykkar fyrir kosningar, sem hluti af ykkar stefnu.

Auk þess komuð þið öll fram í fjölmiðlum fyrir kosningar, ekki síst Birgitta sjálf, og þið voruð ÖLL á því að það ætti að sækja um aðild beint, án þjóðaratkvæðis um það.

Birgitta staðfesti það svo sjálf daginn eftir kosningar, einsog Árni Snævarr bendir á.

Hvernig vogar þú þér þá að reyna að halda því fram að þetta hafi ekki verið stefna Borgarahreyfingarinnar fyrir kosningar...??

Þá er nú afsökun Birgittu sjálfrar skárri, þó slæm sé: segist ekki hafa vitað betur, hafa verið plötuð.

Give me a break!

Nafnlaus sagði...

Forsendur geta breyst.

Svo væri áhugavert ef einhver tæki saman loforðalista ríkisstjórnarinnar.

Hann verður ekki svikinn.

Vegna þess að hann var svo opinn í báða enda og ill mælanlegur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson sagði...

Heilög Birgitta Vaðsteina! Hún er vitlaus, en hún er góð þegar hún fattar.

Nafnlaus sagði...

Borgarahreyfingin er loksins búin að koma upp um sig. Þessi flokkur er samansafn af popúlistum og virðist hafa nákvæmlega ekkert nýtt fram að færa.
Dude

Birgitta Jónsdóttir sagði...

Betra er að vera hataður fyrir það sem maður er en elskaður fyrir það sem maður er ekki.

Ég vil benda fólki á nýjustu færsluna hjá mér og biðja þá sem væna XO um kosningasvik um að bendla það aðeins við mig, því þetta er bara mín skoðun og ég vil svei mér þá miklu frekar vera heimskur fáviti eins og sumir kalla mig fyrir að segja heiðarlega frá minni angist varðandi þetta mál en lygari.

Ég man ekki eftir því að hafa lofað því að ganga í ESB og ég man ekki til þess að það að segja eitthvað eftir kosningar sé skilgreint sem kosningaloforð. Ég hvet þig samt Árni minn að lesa eitthvað annað en eyjufréttina um þetta mál eins og til dæmis það sem ég skrifa sjálf um þetta.

Mér finnst alls ekki tímabært að ganga í ESB heldur ættum við að nota sumarþingið til að lækka stýrivexti og tryggja að meirihlutinn af stærstu fyrirtækjum landsins fari ekki á hausinn.

Hvernig væri nú að þú þrýstir á þitt fólk að eigur auðmanna verði frystar.

Nafnlaus sagði...

voðalega er alltaf stuttur vegur hjá sumum frá því að kvenmenn vogi sér að hafa skoðanir yfir í það þær séu heimskar.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Bigitta kemur mér fyrir sjónir sem heil og heiðarlega manneskja sem er óhrædd við að segja það sem hún hugsar og gera það sem samviskan býður.

Í stjórnmálum teljast kostir sem hennar vera hið versta mál eins og fjórflokka klíkuveldið sýnir.

Hún er málsvari nýja Íslands sem þjóðin barðist fyrir í haust.

Fjórflokkarnir eru samir við sig eins og þeir hafað sýnt og sannað.

Nafnlaus sagði...

Árni Snævarr er bara kjánalegur samfylkingarbloggari sem er að taka þátt í árás nokkura slíkra á Birgittu Jónsdóttur. Árni og félagar ættu frekar að hafa áhyggjur af kosningaloforðssvikum VG en nei nei auðvitað ekki af því VG er að svíkja til að þóknast Samfylkingu. Þá er nefnilega í lagi að svíkja kosningaloforð. Þvílík ómerkileg hræsni.

Nafnlaus sagði...

Það er eðlilegt að þér bregði Árni við að hitta fyrir svona heilindi.
Sjokkerandi býst ég við.

Arnar

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

Össur á ekki orð vegna hneykslunnar á framferði Birgittu, og brýnir fyrir henni og Borgaraflokknum að þau verði að standa við kosningaloforð sín eins og allir stjórmálamenn geri sem vilja vinna sér inn traus og virðingu kjósendurna.

Ætli kallinn stormi líka á fund Júdasar J Sigfússonar og þingflokks Vinstri grænna, til að brýna fyrir þeim að hafa rétt við og leika eftir leikreglum í pólitíkinni, og standa við kosningaloforðin eins og Birgitta á að gera? (O:

Nafnlaus sagði...

Allt tal Borgarhreyfingarinnar um ad rikistjornin se ekki ad gera neitt i malefnum heimilana damast omert her med. Hvernig er hegt ad tala um tafapolitik tegar Borgarahreyfingin litur fram hja tvi ad gjaldeyrir okkar er onytur og tad mun spara fjolskyldum i landinu ca: 900 000 kr i laegri vaxtagjold og matvelaverd ef vid gongu i ESB (utekt a Bifrost og ASI)

Unknown sagði...

ég kaus X-O, að miklu leiti vegna þess að stefna þeirra var að fara í aðidarviðræður við ESB, og leifa þjóðinni að kjósa. Þetta eru svik og ekkert annað.

Það er náttúrlega yfirklór að tala um að hafa verið plataður. Aðildarviðræður er það hugtak sem hefur ávalt verið notað í þessu samhengi, ekki könnunarviðræður. Þetta hefur alltaf legið ljóst fyrir. hverning ferlið væri ef farið yrði í aðildar viðræður.

Mig grunaði alltaf að Birgita sé pjúra VG manneskja þegar kemur ESB. mér fannst það alltaf skýna í gegn þótt hún hafi sagt annað. það er náttúrulega kjarni málsins, Hún lofaði okkur ákvðeni stefnu, og nú brýtur hún þetta loforð.

Nafnlaus sagði...

Birgitta er of heimsk til að átta sig á því sem fram fer á þingi.

Hún fattar ekki umræðuna og skilur ekki hver munurinn er á að
a)
sækja um aðild og leggja svo samninginn fyrir þjóðina
og
b) að kjósa um hvort þjóðin fái yfir höfuð samning til að kjósa um.

Meiri vitleysan.

Birgitta vil sem sagt ekki að þjóðin fái neinn samning til að taka afstöðu til.

Ég veit að Birgitta er ágætis grey en hún er farinn að reyna geðjast öllum og eltir vindinn og vinsældir, populisti, frekar en að reyna hugsa sig í gegnum mál og lesa sér til.

Þetta mál verður hennar banabiti í pólitík. Hún er að taka afstöðu með gegn hagsmunum almennings og rétti þeirra til að fá að kjósa um eigin hag og velferð.

Skömm að þessu

Nafnlaus sagði...

Birgitta:

Þú ert orðin margsaga í þessu máli, um það vitna þín eigin orð, pistlar og ræður. Það sjá það allir og þú ættir frekar að biðja kjósendur þína afsöknar á því að hafa skipt um kúrs.

Samt segir þú hér: "Ég man ekki eftir því að hafa lofað því að ganga í ESB og ég man ekki til þess að það að segja eitthvað eftir kosningar sé skilgreint sem kosningaloforð."

Það er enginn að halda því fram að þú hafir lofað því "að ganga í ESB". Ertu virkilega að reyna að misskilja umræðuna á þann veg? - eða kannski bara að snúa út úr henni?

Þú sagðir oft fyrir kosningar (og daginn eftir kosningar) að þú vildir að það yrði sótt um aðild að ESB. Það er ekki það sama og að ganga í ESB. Um það snýst málið.

Auk þess er einkennilegt að þú skulir biðja Árna um að "lesa eitthvað annað en eyjufréttina um þetta mál".

Viðkomandi frétt sagði satt og rétt frá þinni eigin ræðu á Alþingi, þar sem þú sveikst þín loforð fyrir kosningar. Var eitthvað rangt eftir þér haft þar? Ónei. Af hverju má Árni þá ekki vísa í frétt sem er í öllum atriðum rétt?

Nafnlaus sagði...

Birgitta reynir auðvitað að réttlæta það sem að hún gerði þ.e.a.s. að kjósa á móti stefnunni sem að margir voru að kjósa BH út af. Sá eini sem að stóð við sitt þar var Þráinn hvað varðar atkvæðagreiðsluna. En það er hins vegar Margrét Tryggvadóttir sem að endanlega skítur upp á bak með því að senda þennan rafpóst um þráinn og koma þar með upp um sitt innræti bæði sem persónu og alþingismanns. Viljum við svona fólk á alþingi ? Þessir þrír alþingismenn BH eru eiginlega búnir að sanna það að þegar nýjir aðilar komast á þing þá er þetta eins og eplakassi þar sem að nýjustu eplin lenda neðst í kassanum og skemmast því á mettíma og verða nákvæmlega eins og öll hin eplin eða illa skemmd.

Kv. Óðríkur Algaula - Gaulverjabæ