þriðjudagur, 19. maí 2009

Var Hitler sérfræðingur um gyðinga?

Var Hitler sérfræðingur um gyðinga af þvi hann var á móti þeim? Eða Stalín um kúlaka? Davíð Oddsson um Baug? Bill Clinton um repúblikana? Nú eða til dæmis Ragnar Arnalds um herinn?

Ragnar var á sinum tíma forkólfur baráttunnar gegn hernum en varla hefði honum dottið í hug að vera boðið í sjónvarpssal og viðtal við hann birt sem sérfræðing um herinn.

En nú er svo komið hjá Kastljósi Sjónvarpsins að það væri hreinlega rökrétt að bjóða Ragnari að fá að halda einræðu sem "sérfræðingi um Evrópumal" á kjörtima í sjónvarpi allra landsmanna.

Í kvöld var þannig tekið viðtal við tvo Nroðmenn sem voru kynntir í tvígang – fyrst í fréttatímanum og síðan í upphafskynningu þáttarins sem sérfræðnga í Evrópumálum.

Viðtalið var sýnt þannig að umsjónarmaður, Þóra Tómasdóttir, sagði sem minnst en lét Norðmennina hafa orðið. Þeir töluðu lengi um aðildarviðræður Norðmanna og þjóðaratkvæðagreiðsluna 1994 og án þess að nefna eitt einasta konkret atriði drógu þeir þá ályktun að Ísland fengi sama díl og Norðmenn 1994 eða td. Litháar 2004.

Þóra Tómasdóttir spurði fyrir Kastljos, fárra spurninga en til dæmis þessara:
--Það var þá af lýðræðisástæðum sem Norðmenn sögðu Nei?
--þú hefur lengi verið á móti ESB, hvað er mikilvægast fyrir Íslendinga að heyra?

Þóra kinkaði síðan svo vel kolli að aðdáunarvert var, þegar Norðmennirnir sögðu frá því að Ísland og Noregur væru fiskútflytjendur en samsæri væri gegn þeim í ESB af því þar væru menn fiskkaupendur!!!!

Þóra hafði ekkert við þennan málflutning að athuga.

Fyrir fagmenn má svo bæta því við að eftir að viðtalið við norsku “sérfræðingana” hafði verið margkynnt í fréttum og Kastljóskynningunni var allt í einu snúið við blaðinu þegar innslagið var kynnt og sagt að þarna væru á ferðinni “baráttumenn”.

Og síðan var klínt aftan við viðtalið – greinlega á síðustu stundu – símaviðtali við formann já hreyfingarinnar í Noregi.

Hvað varð um sérfræðingana sem fréttatíminn hjá RÚV byrjaði á og alltí einu breyttust í baráttumenn? Hmmmm dularfullu sérfræðingarnir sem hurfu hefði Enid Blyton sagt.

33 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aveg skelfileg framkoma hjá ruv. Skelfileg. Ruv hefur augljóslega verið skipað að fá þessa menn í þáttinn og kynna þá með pompi og prakt. Meira ruglið.

Mennirnir eru frægir ESB fóbar.

Eru hér á vegum Heimssýn. Do I have to say more ? Think not !

Nafnlaus sagði...

Þetta er í sjálfu sér hinn endinn á ESB umræðunni þar sem t.d. "sérfræðingurinn" Eiríkur Bergmann fer með himinskautum í sinni sýn. Segir jafnvel að það sé svo einfalt að ganga úr sambandinu séu menn þess fýsandi síðar meir, af því að Grænland gefi fordæmið...!!!

Nafnlaus sagði...

Jájá, Hitler trompið bara komið á loft. Þetta er æðislegt.

-Helgi E.

Nafnlaus sagði...

Þóra T. er vita vonlaus spyrill.
Þóra Arnórs hefði verið góð.
Lélegt hjá Þórhalli.
kveðja
Magnús Bjarnason

Stefán Pálsson sagði...

Sá ekki viðtalið við þessa meintu sérfræðinga.

En ég hefði gaman af að fá álit Árna Snævarrs á sérfræðingnum Baldri Þórhallssyni. Nú gerðist Baldur frambjóðandi stjórnmálaflokks fyrir síðustu kosningar og er nú varaþingmaður - með það að meginmarkmiði að berjast fyrir ESB-aðild. Á liðnum misserum hefur hann farið í tugi viðtala sem sérstakur sérfræðingur í ESB-málum.

Mér sýnist tvennt koma til greina:

i) Að Baldur hafi verið svikahrappur öll þessi ár og dregið fréttamenn og þjóðina á asnaeyrunum með því að þykjast vera sérfræðingur en verið í raun pólitískur baráttumaður

eða

ii) Að menn geti verið hvort tveggja í senn: sérfræðingar á tilteknu sviði en á sama tíma haft brennandi skoðun á málefninu og unnið tilteknum málstað fylgis.

- ég hallast nú að seinni kostinum... hvað segir Árni um það?

Nafnlaus sagði...

Ég þakka þér fyrir þennan lásí pistil Árni Snævarr. Viðmælendur mínir voru kynntir í Kastljósi sem baráttumenn gegn Evrópusambandsaðild. Í annarri Kastljóskynningu, jú sem sérfræðingar, en það þýðir ekki endilega að þeir þurfi að vera hlutlausir. Hvað fréttirnar kölluðu þá veit ég ekki nákvæmlega.

Þú ferð líka rangt með spurningar mínar í pistlinum þínum og ég hef þann sið að leyfa viðmælendum mínum að tala þegar ég tek viðtöl. Sé ekkert athugavert við það.

Nafnlaus sagði...

bk
þóra tómasdóttir

Héðinn Björnsson sagði...

Miðað við hversu gífurlega ástríðufullir evrópusinnar hafa getað talist til sérfræðinga í þessum málum sé ég ekki að þetta sé neitt öðruvísi. Enn finnst mér vannta talsvert uppá að það hafi verið jafn margir Evrópufóbar kallaðir evrópusérfræðingar og hreinræktaðir evrópusinnar.

Einar Gisla sagði...

Ég slökkti á rúv. Ekki hlustandi á þessa "sérfræðinga" sem voru dregnir upp úr holræsi í Noregi.

Mjög málefnalegt hjá rúv.

Nafnlaus sagði...

Hitler, Árni Snævarr? Bless málefnalegar rökræður. Halló skotgrafir og sandkassar. Það er útaf svona rugli sem Íslendingar verða engu nær þegar kemur að því aðgreiða atkvæði um ES samning.

Nafnlaus sagði...

Ég held að Hitler hafi lumað á ansi miklum fróðleik um Gyðinga þó hann hafi hatað þá. Davíð Oddsson er eflaust mjög vel að sér um málefni Baugs og Bill Clinton þekkir repúblikana líklegast betur en flestir aðrir.

Ekki ósvipað og að gæjarnir á vantrú virðast vita manna mest um Biblíuna og hernaðarandstæðingar um sögu hernaðar á Íslandi.

Ég er sjálfur fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en ég sé ekkert athugavert við þetta viðtal. Fólk skiptist í tvær fylkingar með og á móti. Af hverju á Eiríkur Bergmann að vera eini ESB sérfræðingurinn á landinu? Og ekki get ég ímyndað mér að það væri létt að finna einhvern fræðimann sem er bara alevg hlutlaus í málinu en samt með einhverja sérfræðiþekkingu á því.

Og Hitler-spilið er frekar low.

Nafnlaus sagði...

Hannes Hólmsteinn er a.m.k. sérfræðingur um kommúnísta. gleymdirðu honum?

Nafnlaus sagði...

Hvert er fjölmiðlun í þessu landi eiginlega komin?

Og dagblöðin!

Og svo velta menn því fyrir sér hvernig á því stendur að þjóðin ber ekkert traust til fjölmiðla.

Íslenskir fjölmiðlar eru þeir lélegustu í Vestur-Evrópu.

Nafnlaus sagði...

http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin%27s_Law

Þú átt að vera betri en þetta Árni.

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni,

ég hef bara aldrei séð nein hagfræðileg rök fyrir inngöngu í ESB. Og umræðan um krónuna snýst meira um að krónan sé ónýt heldur að útskýra af hverju hún hegðar sér á einhvern máta. Fyrst og fremst hegðar hún sér eins og hún gerir þar sem við eigum illa mannað stjórnkerfi og ennþá illa mannað alþingi.

Jú, ég hef heyrt að við fáum styrki úr hinum og þessum sjóðum, en það gleymist að tala um að við þurfum að greiða líka inní þessa hýt líka. Getur þú bent mér á rök um að við gætum grætt á því að vera í ESB? Að hafa áhrif telst ekki með, við fáum karnnski 2 þingmenn á Evrópuþinginu.

Einhverjir Svíar gleðjast núna yfir því að vera ekki búnir að taka upp Evruna og fyrir flesta skiptir ESB engu máli.

Hvað myndi vextir lækka mikið hér ef stjórmálamennirnir myndu hafa eðlileg samkeppnislög hér? Skipta Baugi upp sem dæmi.

Það er gaman að lesa þingræður frá þeim tíma að það var verið að skamma Baug fyrir einokun. Hverjir mótmæltu því harðlega, og sökuðu þá sem þetta gerðu um pólitískar árasir?

kv.
Jón Þór

Nafnlaus sagði...

Jamm, þetta var flatt. Svona míkrófónstatív fréttamennska. Vantaði vinkil á þetta.

Nafnlaus sagði...

Ég tek fyllilga undir þessa gagnrýni. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að samtök sem berjast gegn ESB fái í heimsókn samherja sína í frá öðrum löndum til að boða með sér fangnaðarerindið. En það er skelfilega léleg fréttamennska að leiða þetta fólk fram sem einhverja sérfræðinga á sviði Evrópumála. Fréttamaðurinn spurði auk þess ekki einnar einustu gagnrýninnar spurningar !! Norðmenn fengu þó að greiða atkvæði um aðildarsamning ! Hvað þá heldur að spurt væri um mismunandi aðstæður Íslendinga og Norðmann, t.d. hlutfall fiskveiða af þjóðarframleiðslu, skörun á fiskistofnum ESB og Noregs o.s.frv.
Það er ótrúlegt hvað fréttamenn hjá RUV fara í viðtöl, t.d. í kastljósi, illa undirbúnir. Útkoman verður gagnnýnislaust eintal viðmælandans. Þetta er ekki í fyrsta skipti.

Nafnlaus sagði...

jæja þá veistu hvernig þeim sem ekki hafa tekið ESB-sóttina líður þegar Eiríkur Bergmann og Baldur Þórhallsson eru fengnir til að gefa "sérfræðings"álit á öllu sem tengist ESB.

Nafnlaus sagði...

Já, það væri nær að fá Gunnar Gunnarsson, sem hefur í Speglinum verið með ansi þétta umfjöllun um Evrópusambandið og er held ég orðinn fróðastur fréttamanna um það og inngöngusamninga, sem gerðir hafa verið.

Photos and Food sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

þetta eru algjörlega réttmætar athugasemdir sem Árni er að gera hérna. Þetta snýst einfaldlega um það að það er skylda fjölmiðils við þá sem sækja til hans upplýsingar að útdeila ekki sérfræðingsstimpli á baráttumenn eins og þessa tvo. Þóra Tómasdóttir er óþarflega viðkvæm fyrir þessu með kynninguna, eða þá á algjöru faglegu grunnsævi en gagnrýnin snýr einkum að Þórhalli annars vegar og vakthafandi fréttastjóra hins vegar.

Nafnlaus sagði...

Fínt að fá einhverja í viðtal sem eru á móti esb veit nú ekki betur en að hingað til hafi flestir ef ekki allir þessir svokölluðu "sérfræðingar" sem hafa verið spurðir út í esb verið hörðustu esb stuðningsaðilar.

Það sem evrópusinnar hér á landi virðast ekki hafa áttað sig á er að helmingur þjóðarinnar er á móti esb og það er kominn tími til að einhver tali þeirra máli....
Og persónulega fannst mér Þóra standa sig vel.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alltaf bara svo gaman að heyra Þóru tala norsku.

Finnst að það ætti að vera eitt norskt innslag í viku hverri.

-snorri

Nafnlaus sagði...

Sammála Árna, ég hjó einmitt eftir því hvernig þessi já menn Ragnars Arnalds voru kynntir. Heldur aum vinnubrögð hjá þeim fína þætti; Kastljósi.
kv
Björn Ól

Nafnlaus sagði...

Einhvern veginn held ég að þessi gagnrýni þín sé tilkomin vegna þess að þessir menn komust í Kastljósið með sín sjónarmið.

Það er alveg hreint með ólíkindum að um leið og einhverjir komast í fjölmiðlana sem ekki liggja kylliflatir fyrir ESB þá skjálfa aðildarsinnar.

Mikið hlakka ég til að lesa pistilinn þinn um ,,sérfræðingana" sem standa fyrir stanslausum ESB áróðri í bæði Mogganum og Fréttablaðinu.

Ég á þó ekki von á að sá pistill muni líta dagsins ljós enda líklegast að þínu mati klárir kallar sem gera ekki annað en að hampa ,,soon to be" alríkinu ESB.

Þér finnst þessi færsla mín sjálfsagt jafn ómálefnaleg og mér finnst þín færsla. Ég gat bara ekki setið á mér.

Nafnlaus sagði...

Afar ómakleg gagnrýni af Árna. RUV hefur hingað til verið helsti vettvangur evrópusinna en loksins þegar önnur skoðun kemur fram þá verður allt vitlaust ! Ef RUV á að vera þessi hlutlausi aðili þá ættu þeir sem eru á móti ESB að einoka Kastljósið út þetta árið. Mig grunar að þetta viðtal hafi verið tilraun RUV til að "laga" ESB hallann.

Nafnlaus sagði...

Þóra;
"ÉG hef þann SIÐ að leyfa viðmælendum mínum að tala þegar ég tek viðtöl. Sé ekkert athugavert við það."

Til hvers er hún að taka viðtöl blessunin, afhverju fengu ekki NEI bræðurnir þarna bara spurningarnar á blaði? Hún er greinilega ekkert inní þessum málum og augýsir sýna fáfræði þarna um þetta málefni svo gersamlega,maður horfði bara agndofa á kassann. Það á að vera skýlaus krafa áhorfanda (nefskattgeiðanda) að fá sem hæfasta fólk til að fjalla um svona mikilvæg enn um leið viðkvæm mál eins og ESB umræðan er.Til að fjalla um svona stórt og skoðanamyndandi efni þá er ekki nóg að kunna Norsku !

Heiður.

Nafnlaus sagði...

Árni með skoðanakúgun.Dæmigert fyrir blaðamenn af kynslóð Árna, að nota eins ógeðfelldar líkingar eins og Hitler,á fólk sem er honum ekki sammála.

Jóhann St. sagði...

Árni þolir ekki venjulega umræðu. Það verður að kúa niður þá sem eru ósammála. Góð vinnubrögð.

Þetta er svosem ágætis auglýsing fyrir ESB og það sem þar fer fram.

Nafnlaus sagði...

Mig langaði að segja um þetta að ég hjó líka eftir því að þeir voru kynntir sem sérfræðingar en þó var tekið fram að þeir væru hérna á vegum Heimssýnar.
Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir tenginu komu þeirra við Heimssýn, m.ö.o. það er ekki hægt að ganga út frá því að allir viti að Heimssýn er yfirlýstur andstæðingur ESB, og það á nokkuð öfgafullan hátt. Ég hugsaði því að það væri furðulegt að taka það ekki fram í kynningunni.

Mér finnst fréttamennska nú á dögum vera meira og minna svona, t.d. á vefmiðlunum. Það eru fáir fréttamenn eftir af gamla skólanum. Alltof oft illa upplýstir krakkar sem virðist vanta alla gagnrýna og sjálfstæða hugsun.
Nú er ég ekki að segja að Þóra sé þannig en Kastljós er bara orðinn afþreyingarþáttur (viðtöl Ragnhildar S. eru hreint ótrúlega innihaldslaus oftast). Þetta er enginn fréttaþáttur, nema þá helst Helgi og Simmi stundum.
Ég tek undir með einum hérna ofar, af hverju eru ekki menn eins og Gunnar Gunnarsson látnir um svona fréttaflutning af hendi RÚV?

Spegillinn með sitt fólk er slíkur yfirburða-fréttaskýringaþáttur að ég fullyrði að enginn í þessu komist með tærnar þar sem þau hafa hælana í fagmennsku. Hann er lang fremstur meðal jafningja.

Viðar Guðjohnsen sagði...

Þessi pistill er hrákasmíð frá byrjun til enda.

Viðar Guðjohnsen sagði...

... Varðandi sérfræðinga og þetta bull um að bara Evrópusinnar geti verið sérfæðingar í Evrópumálum dæmir þennan pistil einn af þeim lélegri sem ég hef lesið.

Hafa Evrópusinnar einkarétt á að kalla sig sérfræðinga í Evrópumálum?

Nafnlaus sagði...

Þeir sem hrósa Speglinum hljóta að vera Evrópusinnaðir umhverfissinnar sem aðhyllast stefnu annað hvort Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokks. Sé ekkki að önnur sjónarmið en ofangreind fái rúm í Speglinum. Hver man ekki eftir umfjöllun Spegilsins um styrkjamál stjórnmálaflokkanna? Speglillinn hjakkaðist á málinu í nokkra daga og fékk meðal annars "óháða" stjórnmálafræðiprófessorinn Svan Kristjánsson til að greina Sjálfstæðisflokkinn. Það dugði jú ekkert minna en að fá mann sem hafði verið orðaður við formennsku í Samfylkingunni til að greina málið. Svo kom að því að Samfylkingin fór að blandast inn í vafasöm styrkjamál. En nei þá þagði Spegillinn þunnu hljóði og minntist ekkert á málið! Hlutlaus og vandaður miðill, ekki fyrir fimm aura.