Jóhönnu Sigurðardóttur hefur tekist hið otrúlega – að koma á stjórnarsamstarfi við Vinstri-Græna og jafnframt því að lögð verði fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Bravó Jóhanna!
Næst vil ég sjá að Vinstri-Grænir horfist í augu við staðreyndir eins og langflestir skoðanabræður þeirra í Evrópu hafa gert fyrir löngu.
Það gengur ekki upp að segjast berjast fyrir fullveldi Íslands og sætta sig við það á sama tíma að 65-75 prósent af allri löggjöf Íslands komi á tölvupósti frá Brussel án þess að kjörnir íslenskir fulltrúar hafi nokkuð um hana að segja.
Jens-Peter Bonde, einn öflugasti Evrópusambandsandstæðingur Dana til skamms tíma segir að það þýði ekkert að berja hausnum við steininn. Ef maður vilji hafa áhrif í pólitík þýði ekkert að standa nöldrandi út í horni heldur taka þátt í slagnum þar sem ákvarðanir eru teknar.
Hann hefur líkt EES samningnum við að Ísland og Noregur hafi gerst sjálfviljug gerst nýlenduþjóðir að nýju. Til hvers var sjálfstæðisbaráttan ef við ætlum að gefa útlendingum vald til að setja okkur lög án þess að við höfum neitt um það að segja?
Þótt við Íslendingar eigum ekki vin í Downingstræti 10 nú um stundir eigum við marga vini í Evrópu. Þeir vilja að við og helst Norðmenn og Svisslendingar líka göngum til liðs við Evrópusambandið til að styrkja þau öfl sem vilja lýðræðislega- og gagnsæja stjórnunarhætti og ábyrga og umhverfisvæna efnahagsstefnu.
Ég veit að sumir trúa mér ekki en þegar öllu er a botninn hvolft skiptir ekki máli hverjir á Íslandi eru í stjórn – þeir geta allir flokkast til framfaraafla á evrópska vísu. Að svörtu klíku Sjálfstæðisflokksins og S-hópi Framsóknarflokksins slepptum. Að sjalfsögðu.
Vinstri Grænir eiga fyllilega framtíð á evrópska vísu. Sama mali gegnir um Sjálfstæðisflokkinn með því skilyrði þó að ofsafrjálshyggjumenn verði látnir róa.
Elsta lýðræðisþjóð Evrópu á heima í félagsskap evrópskra lýðræðisríkja. Vinstri grænir geta síðan barist fyrir sjónarmiðum sínum innan Evrópusambandsins og unnið með skoðanabræðrum sínum í að mál Evrópu og Ísland með sínum rauðu og grænu litum.
sunnudagur, 10. maí 2009
Loksins! Loksins!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
þetta eru góðar fréttir, en Ísland er ekki elsta lýðræðisþjóð evrópu. Grikkir, og ítalir voru árþúsundi á undan okkur með lýðveldisstofnanir.
Ótrúlegt að Atli Gísla skyldi missa af ráðherraembætti vegna þvergirðingsháttar í ESB málinu.
Magnús
Allar góðar vættir forði okkur frá því að framsóknarmafían komist nokkurn tíma í ríkisstjórn oftar. Þau eiga fyrst og síðast sök á óförum okkar. Finnur og Valgerður sáu um banka- og viðskiptamál þegar stærstu svikin voru framin og einkavinavæðing ríkisbankanna fór fram. Megi þau aldrei þrífast né þeirra slekti.
Árni, þú ert elítisti eins og Egill.
Svo virðist þú vera hreinn eiginhagsmunaseggur, þar sem ESB virðist vera eina atvinna þín.
Guð forði okkur frá þér og þínum líkum.
Ég á nú alveg eftir að sjá þetta frumvarp sem Össur á að leggja fram ná í gegnum þingið. Ekki veit ég um neinn frá VG sem ætlar að greiða því atkvæði sitt og ég held að Evrópusinnum eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum með Framsókn og Borgarahreyfingu.
Sammála þér þetta eru góðar fréttir. Eina leiðin til að ná þessu máli úr sjálfheldu flokkastjórnmála. Vona stjórnmálamenn yfirvinni flokkshollustuna og hugsi um hag heildarinnar og framtíð okkar þegar þeir greiða atkvæði um þetta og síðan í framhaldi þegar málið kemst á framkvæmdastig.
Skrifa ummæli