mánudagur, 11. maí 2009

Jörð kallar Jón Bjarnason!

Jón Bjarnason tók við embætti landbúnaðar- og sjávarutvegsráðherra með yfirlýsingu um að hann myndi beita sér fyrir breytingum matvælatilskipun Evrópusambandsins sem áð taka gildi hér á landi.

Atli Gíslason samflokksmaður hans i VG gaf til kynna að innflutningur væri af hinu slæma enda væri íslenskar landbúnaðarvörur og fiskur fullboðlegar fyrir landann.

Jón Bjarnason og Atli Gislason eru andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og teja því væntanlega aðild að EES þjóna hagsmunum Íslands.

Þótt Jón Bjarnason sé nu kominn til áhrifa, getur hann hins vegar ekkert gert til að breyta matvælatilskipun Evrópusambandsins – hana verði Íslendingar að innleiða hvort sem þeim líkar betur eða verr. Jóni er vorkunn að vilja hafa áhrif á löggjöf sem leiða verður i lög á Íslandi óbreytta.

Ef Ísland hefði verið i Evrópusambandinu hefði Jón getað haft á hrif á matvælatilskipunina áður en hún var samþykkt og safnað liði gegn henni í ráðherraráðinu eða á Evrópuþinginu.

Atli Gíslason er vafalaust sammála Lúðvik heitnum Jósefssyni sem býsnaðist mikið yfir of miklu kexúrvali í íslenskum verslunum.

En þótt Atli kæmist til æðstu metorða á Íslandi gæti hann hvorki fækkað kextegundunum né torveldað innflutning á vöru sem er i samkeppni við islenskan iðnað.

Slíkt er nefnilega bannað í EES samningnum.

Ef Jón og Atli vilja raunverulega stunda pólitík en ekki sýndarmennsku eiga þeir að taka því fagnandi að við göngum í Evrópusambandið. Við endurheimtum að minnsta kosti eitthvað af fullveldinu með því.

Ef þeir trúa í raun og veru á sinn eigin málflutning eiga þeir að vera heiðarlegir og leggja fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin semji um úrsögn úr EES.

Verst að Davíð og Björn eru ekki lengur á þingi til að greiða atkvæði með þeim.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð grein hjá þér Árni.
Ótrúlega margir andstæðingar ESB aðildar lifa í nítjándu aldar heimi.

Jón Guðmundsson

Nafnlaus sagði...

Ég held að það sé rangt hjá þér að við verðum að samþykkja matvælatilskipunina.

Geturðu amk. vísað á eitthvað haldbært, svo sem samninga eða klásúlur sem halda því fram. Ég er leiður á upphrópunum og staðleysum úr báðum kömpum.

Nafnlaus sagði...

Ég óttast, því miður, að bæði Jón Bjarnason og Atli Gíslason séu hreinlega svona illa upplýstir, vitlausir eða miklir populistar.

Hvernig á maður að ræða við svona fólk?

Ég held að þingmenn Vinstri Grænna, ekki síst ráðherrar þeirra, verði að fara á námskeið núna. Þeir þurfa að skilja betur EES samninginn sem við erum þegar aðilar að.

Svona málflutningur færir manni kjánahroll hvað eftir annað. En núna er þetta fólk komið við stjórnvöllinn svo því fyrirgefst þeim ekki svona blaður og heimska.

Haltu áfram Árni að reka ofan í þetta lið vitleysuna sem kemur frá þeim.

Nafnlaus sagði...

Góður!

Kristinn Örn

Nafnlaus sagði...

Að hugsa sér að fólki hafi dottið í hug að kjósa þetta yfir sig:/

Nafnlaus sagði...

"Jörð kallar Árna Snævarr"

Góður þess um að Jón Bjarnason ogkó hefðu getað haft samblástur hjá ESB um matvælatilskipunina. ÉG sé ekki að betra sé að vera mýfluga svermandi yfir sætindunum eða í sambandinu sem halaklepri hins evrópska ríkis.

Kv. A.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus segir það rangt hjá Árna að Ísland þurfi að samþykkja matvælatilskipunina og biður um að vísað sé í eitthvað haldbært, svo sem samninga eða klásúlur sem halda því fram.
Fyrsta tilvísun í þeim efnum hlýtur að vera lög 2/1993 um evrópska efnahagssvæðið! Fyrir utan lestur á lögunum sjálfum þá er fylgiskjal I með þeim lögum aðildarsamningurinn sjálfur.
Byrjaðu á að skoða 3. gr. samningsins. Næst er þá til skoðunar 7. gr. samningsins.

Farðu svo á ees.is og leitaðu að gerð 178/2002 sem er reglugerð ESB um matvæli. Þar sem hún finnst þar, þá er ljóst að sameiginlega EES nefndin hefur gengið frá gerðinni inn í EES samninginn og því erum við skuldbundin samkvæmt áðurnefndum ákvæðum til þess að innleiða hana.
Nákvæmara getur það ekki verið.

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú ekki bara spurning um EES eða ESB. Niðurstaðan í samningum á vetvangi WTO (Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar)er það sem mestu skiptir fyrir bændur í framtíðinni.
Hér er hlekkur á ágætt viðtal við Harald Benediktsson sem setur málið í nokkuð skýrt ljós,
http://www.mbl.is/mm/frettir/esb/landbunadur/2009/01/06/baendur_sja_ekki_ljosid/

Nafnlaus sagði...

Jón Bjarnason eða ekki, aðalatriðið er að við íslendingar fáum að flytja inn og kaupa almennilegar landbúnaðarvörur á almennilegu verði. Í dag erum við að kaupa þetta kransæðakítti dreifbýlinganna á þreföldu verði miðað við það sem Evrópuþjóðir eru að kaupa úrvalsvöru fyrir.

Nafnlaus sagði...

Fólk innan VG þarf að gera sér grein fyrir því að sigur þeirra byggist fyrst og fremst á hörmulegri stjórn hinna flokkanna á undangengnum árum. Örlítið meiri auðmýkt væri í lagi

Nafnlaus sagði...

Fyrir VG er úrsögn úr EES eina leiðin ef halda á úti þjóðlegri efnahagsstefnu í anda Lúðvíks. Þar eru þeir á sama báti og heimastjórnarliðið í Sjálfstæðisflokknum.

Héðinn Björnsson sagði...

Ég bendi á að hingað til hefur verið komið í veg fyrir að tekin væri í notkun EES löggjöf sem veldur vanda á Íslandi með að stinga henni neðst í þýðingarbunkann. matvælalöggjöfin verður pottþétt eitt af því sem verður breytt í ESB áður en hún verður þýdd á íslensku.

Nafnlaus sagði...

Jón og Atli eru sorglegt afturhald.

Þetta er það sem þú og aðrir Samfylkingarmenn eruð búnir að kalla yfir Þjóðina.

Megi skömm ykkar ekki gleymast.

Nafnlaus sagði...

12 grein laga 1. mgr 178/2002 (ees.is)

Matvæli og fóður, sem eru flutt út eða endurútflutt frá Bandalaginu til setningar á markað í þriðja landi, skulu uppfylla viðeigandi kröfur i lögum um matvæli nema annars sé krafist af yfirvöldum innflutningslandsins eða samkvæmt lögum, reglugerðum, stöðlum, reglum um starfsvenjur og annarri lagalegri eða stjórnsýslulegri málsmeðferð sem kann að vera í gildi í innflutningslandinu.



Við þurfum því ekki að gleypa það hrátt...

Nafnlaus sagði...

ESB var nú að hluta til stofnað til að sporna gegn "óheftum innflutningi". Eru ekki mikil innflutningshöft á fullunnum fiskafurðum til ESB landanna? Eru ekki ESB menn að segja að of mikið úrval af fiskibollum sé af hinu slæma? Sé ekki mikinn mun á því að tala um að of mikið úrval af mjólkurkexi sé eitthvað verra en of mikið úrval af fiskibollum?

Annars hefði þjóðin nú gott af því að hafa Lúðvík Jósepsson í dag. Besta sjávarútvegsráðherra í sögu lýðveldis. Það eru allir sammála um, hvar í pólitík sem menn standa. Maðurinn setti sig inn í mál, hafði einhverja reynslu, og jafnvel áhuga á greininni.