Það er ótrúlegt hneyksli að hvorki forseti Íslands né ráðherrar i ríkisstjórn vilji hitta Dalai Lama.
Hvað hefði Össur Skarphéðinsson sagt á sínum tima ef Halldór Ásgrimsson eða Davíð Oddson hefðu sniðgengið tibetska Nóbelsverðlaunahafann?
Nú bý ég í útlöndum og fylgist kannski ekki með en þessi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra getur ekki verið glaðbeitti stjórnarandstöðuþingmaðurinn og ritstjórinn sem barðist fyrir frelsi á öllum sviðum hér í eina tíð.
Og það er engin afsökun fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að enskan sé henni ekki töm. Nicolas Sarkozy talaði t.d. áreiðanlega við Dalai Lama á sínu móðurmáli.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, er hins vegar samkvæmur sjálfum sér í því að sleikja upp kínverskra harðstjóra. Hann hefur áður verið talsmaður þess að fórna mannréttindaboðskap á altari hagsmuna útrásarvíkinga.
Gleymum því ekki heldur að að hann hélt sérstakt boð fyrir Mörthu Stewart, dæmda fjárglæframanneskju en nú vill hann ekki hitta friðarverðlaunahafann Dala Lama. Þarf að segja meira?
Menn eru dæmdir af verkum sínum. Gömlu Þjóðviljaritstjórarnir Ólafur Ragnar og Össur hafa fallið á prófinu og sama máli gegnir um heilaga Jóhönnu.
sunnudagur, 31. maí 2009
Íslenskir ráðamenn sniðganga Dalai Lama
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
13 ummæli:
Þörf ábending Árni og sorgleg ef sönn. Geta stjórnmálamenn, sem eru við völd, ekki fylgt sannfæringu sinni? Eru stjórnmál alltaf hagsmunatengd? Halltu áfram - að afhjúpa hræsnina.
Takk fyrir að vekja athygli á þessu
Sorglegt í meira lagi. Það er samt enn von á því að einhver ráðherra VG hitti Dalai Lama...
Bæði Össur og Jóhanna vissu með góðum fyrirvara hvenær Dalai Lama kæmi til landsins...
Það er rétt hjá þér varðandi Ólaf Ragnar: falleinkun
Sæll Árni Snævarr,
Velltu fyrir þér hvers vegna það fólk sem hafa verið átrúnaðargoð þín gerir þetta.
Þetta er kjarklaust fólk, og þú átt að skammast þín fyrir að hafa haldið hlífiskyldi yfir þeim í skrifum þínum.
Úff, sýnir stöðu okkar, allir hræddir allir gungur. Þurfum kannski að fá lán frá Kína.
Ekkert ekkert fær ráðherra til að hitta hann. Ekki mikill munur í dag og á dögum Forseta Kína og Geirs eða var það Davíð....
Það eru ennþá áhrif Kínverja á Íslandi. Það er nokkuð augljóst. Ég er ekki mikil aðdáandi Dalai Lama, hinsvegar er herseta Kínverja yfir Tíbet ólöglegt og á ekki að eiga sér stað.
Íslensk stjórnvöld eru undirlægjur og aumingjar og hafa alltaf verið. Sama hvaða flokkum þau tilheyra.
Ég skil ekki þessi læti í kring um þennan munk. Hann er að berjast fyrir frelsi Tíbeta svo hann geti sest í sætið sem forverar hans sátu í, í hundruðir ára í vellistingum á meðan þjóð þeirra svalt. Eini munuirnn á þessum trúarleiðtoga og öðrum trúarleiðtogum er sá að hann hefur svona heilbrigðari og betri útgangspunkt en trúarleiðtogar kristninnar og muslima, en engu að síður er þetta bara trúarleiðtogi og hvað er málið?
Hugleysi, Íslendingum til skammar. Verður ekki til að bæta orðspor og ásjónu okkar erlendis. Við höfum dirfsku til að veiða hvali, en ekki til að taka vel á móti Nóbelsverðlaunahafa og tala við hann um frið og mannréttindi. Og hvað gerir ræfillinn á Bessastöðum? Ekkert. Martha Stewart er hans týpa, ekki Dalai Lama.
Þetta minnir nú á þegar íslensk stjórnvöd tóku á móti tævönskum leiðtogum og bisnessmönnum, hérna um árið. Kínverjar brugðust ókvæða við og hótuðu viðskiptabanni á Ísland. Þá kom í ljós að sára lítið var flutt út frá Íslandi til Kína en vöruskiðtajöfnuðurin var mjög hagstæður Kínverjum, því Íslendingar keyptu mikið þaðan.. Þetta viðskiptabann dó því einhvernvegin þöglum dauðdaga.
Ég skill heldur ekki þennan undirlæguhátt við 'stjórn hinns himneska friðar'
Hrappur.
Þetta er ekkert nema aumingjaskapur, í besta falli málefnalegt gjaldþrot vinstriflokkanna: eins og bent er á í blogginu, þá er beygt af leið ákveðins gildismats, og er það miður.
Danskir ráðherrar stóðu sig betur - ráðherrar í hægristjórn! (maður fær gæsahúð til þess að hugsa um þennan íslenska hengilmænuhátt).
Þetta er meira en sorglegt, þetta er tragedía að svona sé komið fyrir okkur.
Ráðherrar í Ríkisstjórn Íslands og Forseti landsins sammælast um að vera upptekin þegar þessi Andlegi Leiðtogi kúgaðrar þjóðar sækir okkur heim.
Hvar er samkennd okkar? Við biðjum um ölmusur sjálf út um allan heim núna, skilning og samkennd- en höfum svo ekki kjark til að hitta merkilegastu manneskju sem hefur heiðrað landið okkar og þjóð með komu sinni.
En kannski þarf þetta bara EKKERT að koma á óvart þannig. Þjóð sem féll á hverju siðferðisprófinu á fætur öðru síðustu 18 ár og varð síðan græðgisvæðingunni að bráð.
Þjóð sem nú er skuldum vafin og á sér ekki viðreisnar von næstu áratugina sökum þessa.
Kannski er þetta bara Karma.
Skítakarma og við erum að fá allt sem við eigum skilið. Allar aðrar þjóðir gefa okkur þau skilaboð en við erum of sjálfhverf til að sjá og skilja það.
Framkoma íslenskra ráðamanna gagnvar þessarri frelsis-og kærleikshetju sannar svo um munar að við eigum EKKERT gott skilið og erum á hraðleið til sjálfskapaðs helvítis.
Gott á okkur. "What comes around goes around".
Ég hef ALDREI skammast mín jafn mikið fyrir að tilheyra þessarri vesælu og ignorant þjóð.
Góðar stundir.
Friðrik Gunnar
Ráðherrarnir... Þora ekki að hræða Kínverjana. Sérstaklega ekki í kreppunni. Kínverjar gætu nefnilega lánað okkur pening í framtíðinni. Þetta heitir að selja sálu sína.
Forsetinn... Það er ágætt að hinn ágæti lama þurfi ekki að hitta það vesæla manngerpi. Kæmi sér illa fyrir mannorð okkar.
Í fyrsta skipti gef ég Ólafi Ragnari falleinkunn.
Ótrúlega gungulegt og okkur til háborinnar skammar að hann OG ráðherrar skuli ekki hitta DALI.
Skrifa ummæli