Mig setti hljóðan þegar ég las eftirfarandi um flokkstjórnarfundiSamfylkingarinnar.
"(Ingibjörg Sólrún) sagði einnig að fólk, sem mætti á útifundi og borgarafundi til að mótmæla ástandinu ætti hrós skilið fyrir málefnalega baráttu. „Ef ég væri ekki í ríkisstjórn væri ég þar," sagði Ingibjörg Sólrún
Gerir formaður Samfylkingarinnar sér virkilega ekki grein fyrir því að fólkið er að mótmæla meðal annars henni?
Og þegar flokksmenn hennar krefjast kosninga til þess að endurnýja umboð Alþingismanna, sakar formaðurinn þá um að setja flokkshagsmuni ofar þjóðarhagsmunum!!!! Egill Helgason hittir naglann á höfuðið þegar hann kallar þetta veruleikafirringu.
Samfylkingin virðist ekki hafa nokkurn skapaðan hlut fram að færa en hálfvolga andstöðu við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra. Bókað er í ríkisstjórn að hann njóti ekki trausts Samfylkingarinnar en látið við það sitja. Davíð er vissulega óhæfur til að gegna sínu embætti en að greining flokksins á vandanum sé ekki dýpri er makalaust.
Í rauninni hefur Samfykingin verið einstaklega aðgerðalítil síðan hún settist í ríkisstjórn, að öðru leyti en því að gefa ráðherrum sínum kost á að kanna framandi lönd á kostnað skattgreiðenda.
Undirbúningur aðildarviðræðna hefur setið algjörlega á hakanum í utanríkisráðherratíð hennar og þá ekki síst nauðsynleg kynning á málefnum Evrópusambandsins.
Getur einhver sagt með hönd á hjarta að Ingibjörg Sólrún hafi sem formaður flokksins og ráðherra stundað samræðustjórnmál? Hefur lýðræði verið virkt innan Samfylkingarinnar? Hefur fagmennska í ráðningum verið í fyrrirúmi?
Ingibjörg Sólrún hefur gert viðskiptaráðherra sinn að algjöru fífli með því að upplýsa að hún hafi setið sex fundi með helstu ráðherrum Sjálfstæðismanna og seðlabankastjóra um bankamál án þess að boða bankamálaráðherrann á fund. Eru þetta samræðustjórnmál?
Þegar kreppan var hvað dýpst setti ISG á svið leikrit þar sem hún sagðist spara með því að sameina tvær skrifstofur í ráðuneyti sínu þegar hún var í raun að auka útgjöld með þvi að skipa reynslulausa vinkonu sína yfirráðuneytisstjóra með sendiherratign.
Er þetta fagleg ráðning? Eru það ekki vinnubrögð af þessu og svona grímulaus klikuskapur sem fólkið er að mótmæla? Og útúrsnúningum og rangfærslum og hálfsannleika? Að komið sé fram við fólk eins og fífl?
Ingibjörg Sólrún hefur tekið þátt í þvi´að halda upplýsingum skipulega ekki aðeins frá almenningi heldur samflokksmönnum sínum. Er það gagnsæi?
Hver er munurinn á Davíð Oddssyni og Ingibjörgu Sólrúnu? Stigsmunur- ekki eðlis.
Ógæfa Samfylkingarinnar og Íslands er að þrátt fyrir hroka sinn, gerræði og urræðaleysi; skort á sjálfsgagnrýni og auðmýkt, er ISG skársti kostur flokksins. Björgvin G. hefur misst traust allra, Þórunn er ekki líkleg til stórræðna, Ágúst Ólafur er tja hvað skal segja, efnilegur en varla meira en það.
Mistök Össurar í Giltnismálinu sýndu svo og sönnuðu að Davíð Oddsson spilar á hann eins og píanó. Hann er of ístöðulaus til að gegna forystuhlutverki. Og nú loks þegar hann fékk málið aftur, virðist hann telja að helsta von Íslendinga sé að leita að olíú. Af hverju ekki leita að gulli?
Ljóst er að nú þegar viðræður um aðild Íslands að ESB fara í hönd er það óheppilegt að utanríksráðherrann sé ekki heill heilsu. Þá er hætt við því að það verði óhentugt fyrir flokksformann að þurfa að dvelja svo vikum skiptir erlendis þegar viðræðurnar standa yfir.
Lausnin gæti falist í því að Ingibjörg Sólrún settist annað hvort í viðskipta- eða umhverfisráðuneytið. Þórunn Sveinbjarnardóttir er prýðilega vel að sér í utanríkismálum og væri gott utanríkisráðherraefni á venjulegum tímum. Einn er hins vegar sá maður í þingflokki Samfylkingarinnar sem hefur hárréttan bakgrunn. til að valda þessu verkefni.. Lögmaðurinn Árni Páll Árnason er þrautreyndur og slyngur samningamaður og sérfræðingur í Evrópumálum.
Í raun væri hann kjörið utanríkisráðherraefni til að takast á við Evrópumálin en hann gæti einnig fúnkerað sem eins konar Evrópuráðherra með þvi´að taka við af Björgvin G. Til vara legg ég til að hann verði gerður að aðalsamningamanni Íslendinga og sendiherra í Brussel ef henta þykir. Hans tími er kominn.
mánudagur, 24. nóvember 2008
Að tala við fólk eins og fífl
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Takk fyrir mjög gott og þarft innlegg!
Hugtakið "samræðustjórnmál" kom inn í Samfylkinguna með yngra fólki, og hefur verið óspart notað í orði en ekki borði af eldri kynslóð flokksins.
Hef sagt það áður og finnst ástæða til að endurtaka aftur, að gamla kynslóðin í Samfylkingunni er búin að vera. Þarf að skipta út. Sé það ekki gert verður ekki til Sósíaldemókratískur flokkur á Íslandi fyrr en nýtt framboð verður myndað.
Samfylkingin á EKKERT sammerkt með sósíaldemókratískum flokkum á Norðurlöndunum.
Eftirfarandi frétt er af ruv.is 17 nov.
"Fyrst birt: 17.11.2008 10:48
Síðast uppfært: 17.11.2008 10:55
Drög að ESB-aðild sögð liggja fyrir
Drög að áætlun liggja fyrir hjá utanríkisráðuneytinu um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu snemma á næsta ári og verði komið þangað inn árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Financial Times um helgina sem blaðið EU Observer vitnar í. Þar er vísað í að hingað til hafi þjóðin verið á móti því að ganga í Evrópusambandið en afstaðan hafi breyst við þá fjármálakreppu sem nú gangi yfir.
Þá ætli Sjálfstæðisflokkurinn að skipa nefnd um þessi mál en hann hafi hingað til ekki haft Evrópusambandsaðild á stefnuskránni"
Eftirfarandi frétt er af ruv.is 17 nov.
"Fyrst birt: 17.11.2008 10:48
Síðast uppfært: 17.11.2008 10:55
Drög að ESB-aðild sögð liggja fyrir
Drög að áætlun liggja fyrir hjá utanríkisráðuneytinu um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu snemma á næsta ári og verði komið þangað inn árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Financial Times um helgina sem blaðið EU Observer vitnar í. Þar er vísað í að hingað til hafi þjóðin verið á móti því að ganga í Evrópusambandið en afstaðan hafi breyst við þá fjármálakreppu sem nú gangi yfir.
Þá ætli Sjálfstæðisflokkurinn að skipa nefnd um þessi mál en hann hafi hingað til ekki haft Evrópusambandsaðild á stefnuskránni"
Ég hef verið einarður stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar um langa hríð. Ræðan hennar á flokkstjórnarfundinum um helgina og svo viðtalið í morgunútvarpinu þar sem hún sagði okkur blákalt að það væri hvort eð er alltaf almenningur sem þarf að borga, segir mér einfaldlega að hún er ekki að missa tökin á verkefninu. Er hún ekki bara íhald eftir allt saman? Samfylkingin á fullt af fólki sem getur tekið við af henni.
Árni Páll á ekki bara að taka við af Ingibjörgu Sólrún sem utanríkisráðherra heldur einnig sem formaður flokksins.
Samfylkingin á mikla möguleika á að skapa nýtt Ísland ef hún lætur liðsmenn sína sæta ábyrgð þegar það á við. (Þú hefur þegar bloggað um BSG.)
ISG á að segja af sér formennsku og hætta á alþingi.
Annars verður samfylkingin samdauna helmingaskiptaflokkunum.
Neisti.
Það er kominn tími Jóhönnu. Burt með ESB. Ísland fyrir fólkið.
ISG er bara DO með píku. Það er eini munurinn.
"Ljóst er að nú þegar viðræður um aðild Íslands að ESB" ????. Hvað meinarðu? Það hefur ekki verið ákveðið og verður vonandi aldrei. Ég hef reyndar lagt til við ESB sinna að þeir flytji bara þangað og leyfi okkur hinum að búa á Íslandi. Af hverju viltu gefa sjálfstæði landsins? Ekki tala um gróða og hagkvæmni vegna þess að ESB er staðnað samband með enga gradíanta sem er á niðurleið eins og mun glögglega koma í ljós árið 2014 þegar aldursskipting innan sambandsins ber ekki stoðkerfi innviða þess. Sammála því sem þú sagðir um ISG. Hún er orðin algjör froðusnakkur.
Dagga
Þessi umræða sýnir þá algjöru stöðnun sem einkennir íslensk stjórnmál.
Nú eru menn búnir að finna nýjan leiðtoga, algjörlega reynslulausan þingmann sem ekki hefur sýnt neitt afgerandi á stuttum ferli.
Þetta er dapurlegt. Þessi leiðtogahugsun er einn stærsti vandi íslenskra stjórnmála.
Hér er fundir að því að ISG tali til fólks eins og það sé fífl. Þegar horft er til stjórnmálalífsins hér síðustu áratugina og á hvaða plani pólitíkin er og hefur er þá hægt að komast að annari niðurstöðu en að fólk hér sem hér býr sé fífl?
Eða getur einhver mótmælt því að þjóðin hafi a.m.k. látið hafa sig að fífli?
Og nú á að draga fram nýja menn til að halda leiknum áfram.
Sjúkt.
Skrifa ummæli