Davíð Oddsson hefur engu gleymt. En hann hefur heldur ekkert lært. Ræða hans á Viðskiptaþingi er ekki ræða formanns stjórnar Seðlabanka Íslands heldur ræða stjórnmálamanns sem falið var að stjórna Seðlabanka Íslands, en hætti aldrei í pólitík.
Af ræðu Davíðs að dæma gæt hann rétt eins hafa dvalið á plánetunni Mars þangað til hann settist í stól Seðlabanka. Það er ekki af lestri ræðunnar að sjá að Davíð beri neinu ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Samt var hann forsætisráðherra frá 1991 til 2004 og beitti sér fyrir einkavæðingu bankanna og því hömluleysi sem því fylgdi.
Þungamiðjan í málsvörn Davíðs er sú að bankaeftirlit hafi verið flutt frá Seðlabankanum með lagabreytingu 1998 og það flutt til Fjármálaeftirlitsins. Væntanlega hefur það hins vegar verið Davíð sjálfur sem stóð fyrir þeirri lagabreytingu!?
Davíð segir réttilega að eitt helsta hlutverk Seðlabankans sé að berjast gegn verðbólgu. Hann sleppir hins vegar algjörlega að nefna bindiskylduna. Ekki nóg með að bindiskyldan hafi verið lækkuð á hans vakt, heldur var ekki gripið til þess ráðs að hækka hana jafnvel þó Davíð viðurkenni í ræðu sinni að hann hafi varð við því í hvað stefndi í febrúar á þessu ári.
Davíð sleppir bindisskyldunni og lætur sem það mál hafi ekki komið Seðlabankanum við!
Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tók þátt í pallborði á fundi Viðskiptaráðs og benti þar á að þau stjórntæki sem hafa þurfti til að bregðast við stöðu bankanna væru til í Seðlabankanum. „Eitt af því sem ég benti á er að Seðlabankinn er birgur af stjórntækjum sem hefði mátt beita til að bregðast við stöðu bankanna. Seðlabankinn getur stjórnað bindiskyldu bankanna og hann hafði heimild til þess að setja á þá lausafjárreglur þannig að þeir legðu meira til hliðar af lánum til þess að mæta hugsanlegum erfiðleikum. Stjórntækin eru hvergi betri en í Seðlabankanum," segir Yngvi á Vísir.is.
Í ræðunni skýtur hann föstum skotum á ríkisstjórnina, fjölmiðla, fjármálaeftirlitið og bankana. Hann segist hafa talað við ráðherra ríkisstjórnarinnar hvað eftir annað, þeir hins vegar talað við bankastjórana og þeir sagt allt vera í lagi.
Þótt Seðalbankastjórinn kannist ekki við að Seðlabankinn hafi haft eftirlitsskyldu með bönkunum má samt lesa í skýrslu bankans um fjármálastöðugleika að hann og Fjármálaeftirlitið hafi gert álagspróf og niðurstaðan sé sú ”að fjármálakerfið
sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur
sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og
Seðlabankinn hafa gert.”
Þetta sagði Seðlabankinn í skýrslu í maí nokkrum mánuðum eftir að Davíð segist hafa varað við hruni bankakerfisins. Davíð bendir á hins vegar á í ræðu sinni að óhugsandi sé að nokkur seðalbanki ”hversu órólegur” sem hann væri, myndi nokkru sinni segja að allt benti til að ”bankar í hans landi, einstakir, jafnvel margir, að ekki sé talað um allir, stefndu innan skamms eða rakleiðis í þrot. Slíkir spádómar gætu nefnilega ræst fyrir sinn eigin tilverknað.”
Með þessum orðum gengisfellir Davíð allar skýrslur og yfirlýsingar Seðalbankans, og grefur undan sínum eigin trúverðugleika. En það er önnur saga.
Ræða Davíðs er reyndar innsýn inn í hið alltof nána samband Seðlabankans og stjórnvalda. Til að koma flokksfélögum sínum ekki illa, talaði Davíð opinberlega eins og að það gæfi örltíð á bátinn en ekkert meira.
Og það jafnvel þótt hann hafi í febrúar 2008 hafi sagt Geir og Ingibjörgu Sólrúnu og fleirum að niðurstaða bankamanna í Lundúnum væri að bankarnir hefðu komið sér og íslensku fjármálalífi,” í mikla hættu, og jafnvel ógöngur, með ábyrgðarlausri framgöngu……ef menn láta sér nægja að lifa í voninni verður of seint að bregðast við þegar ljóst verður að vonin rætist ekki.”
Nú er ljóst að allir vissu hvert stefndi – en enginn gerði neitt. En ef svo er hvers vegna sat hann auðum höndum og lét sér nægja að hringja í Geir?
Bindiskyldan sem hafði verið lækkuð eins og fyrr greinir, var ekki hækkuð eins og Kristján Vigfússon bendir á hér á Eyjunni. Og nú vitum við að eftir að Davíð og stjórnvöldum var ljóst í hvert stefndi var ekkert gert til að hindra útþenslu Icesave til Hollands sem var í maí.
Geir, Ingibjörg Sólrún og Björgvin G. Sigurðsson að ekki sé talað um Fjármálaeftirlitið hljóta að þurfa að skýra sitt mál.
Davíð Oddsson gerir enga greinarmun á sér sem stjórnmálamanni og embættismanni. Af ræðu hans sést best að hans helsta áhugamál er að verja arfleifð sína sem stjórnmálamanns. Allt annað verður að víkja.
En þótt hann klíni sökinni á Geir, Ingibjörgu Sólrúnu, bankana og fjölmiðlana er ljóst að hann ber mikla sök.
Og þá ekki síst fyrir hvernig hann stóð að Glitnismálinu þar sem hann virtist hafa minna áhuga á að bjarga því sem bjargað varð í bankakerfinu en að koma höggi á eigendur Glitnis.
Yfirlýsing hans um að greiða ekki skuldir óreiðumanna, gerði endanlega út af við orðstír Íslands og rak síðasta naglann í líkkistu hinna bankanna. Hvers vegna þurfti hann að gefa þessa yfirlýsingu? Hvers vegna lét hann sér ekki nægja að segja eins og ábyrgur Seðlabankastjóri að farið yrði eftir gildandi lögum og reglum?
Enn og aftur hlýtur maður að spyrja sig hvers vegna maður sem gat talað jafn tæpitungulaust þegar allt var komið í óefni, gat ekki varað íslensku þjóðina við því sem hann vissi að vofði yfir án þess að tala ”örlítið þokukennt” eins og hann orðaði það í dag?
En hvers vegna fór Davíð ekki í Kastljósið til Sigmars eins og venjulega eða hringdi í Elínu Hirst? (svo við höldum okkur aðeins við fjölmiðla ótengda bönkunum í eignarhaldi.) Eina skýringin á þessu, ef við höldum okkur við skýringar Davíðs, er sú að hann hefði ekki viljað rugga bátnum af tillitssemi við ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Flokkssins sem hann stýrði þar til fyrir fjórum árum og kom Landsbankanum í hendur Bjögganna fyrir hans atbeina.
Ræða Davíðs er lifandi sönnun þess að fagmenn eiga að ráða í Seðlabankanum ekki stjórnmálamenn.
þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Davíð kveikir í húsinu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
nú hverjir vildu ekki fjölmiðlalögin? hverjir vildu ekki að takmörk yrðu sett á eignarhald á fjölmiðlum? hverjir börðust allt árið 2004 gegn fjölmiðlalögunum? varst það ekki þú fyrir hönd vinnuveitanda þinna ásamt þínum félögum?
Gleymdu því ekki heldur að Kjartan Gunnarsson, nánasti vinur Davíðs, er allan þennan tíma búinn að vera varaformaður bankaráðs Landsbankans.
Að sjálfsögðu var Davíð ekkert að troða honum um tær, eða segja eitthvað sem gæti komið honum og einkavinabankanum illa.
Herra nafnlaus, þú ert óheppinn með þetta komment. Það var löngu búið að reka mig úr starfi hjá Stöð 2 vegna andúðar Kaupþings þegar fjölmiðlalögin voru á döfinni. Sjálfur sagði ég mig úr Blaðamannafélagi Íslands vegna óánægju með þjónkun stjórnar félagsins við eigendur. Þú ættir að biðjast afsökunar, kv. Árni
Eldurinn mun læsa sig í Davíð Oddsson sjálfan og við munum syngja stemmuna sem Bloodhound Gang kenndi okkur:
The Roof, the roof is on Fire.
We don´t need no water let the Motherfucker burn...burn Motherfucker Burn!
Davíð skilur eftir sig sviðna jörð hvar sem hann fer og virðist komast upp með það. Hvað veldur því að Geir situr hljóður hjá? Hversvegna heldur hann hlífiskildi yfir Davíð?
góður pistill hjá þér Árni. Gaman að sjá að þú ert farinn að blogga aftur.
Gott að þú sért hættur í þagnarbindindi. Haltu áfram að tala Árni!
Af hverju fer þessi umræða fram hjá apparati sem kallað er Viðskiptaráð?
Hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki fyrir löngu grafið þetta með Bankaeftirlitið upp?
Hvaða þingmenn og ráðherrar studdu við þær breytingar?
Davíð Oddson virðist ekki hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér. Geir virðist hafa áhyggjur af því að styggja ekki Davíð. Þetta er eins og bílalestir á vegum úti. Davíð er fyrsti bíllinn. Geir er bíll nr. tvö sem aldrei fer fram úr bíl nr. eitt. Þjóðin er svo öll lestin þar á eftir og getur ekki nýtt þann kraft sem hún hefur. Er ekki málið að þeir keyri út í kant og hleypi okkur hinum framúr?
Uppástunga:
Vefsíða þar sem fólk kemur með hugmyndir um hvað það gæti verið sem Davíð hefur á Geir!
Ég byrja: Davíð á myndir af Geir að halda framhjá konunni sinni!
Þetta er bara óheiðarlegt hjá þér, að segja að SÍ hafi ráðið bindiskyldu hérlendis.
Þú veist betur og ert því að tala þvert gegn betri vitund.
Þúert lesin í ESB færðum og reglum og ættir því að vita, að Seðlabanki ESB leyfði EKKI hærri bindiskyldu í EES ríkjum en í ESB löndunum, þar sem hann er lægstur, hefðu óðara flokkað það sem höft á FJÓRFRELSINU og að ef það hefði verið gert, hefði nægt, að einn banki hefði kvartað þá hefði verið gripuið inn miklu hraðar en varðandi Íbúðalánasjóð sælla minniga. Vel á minnst, kærumálin eru ekki enn búin og EES kerfið vill ENN að Íbúðalánasjóður verði settur í hendur bankana. Trúir þú því?????
Kærar kveðjur út í Kratadýið Brussel.
Miðbæjaríhaldið
Þjóðhollur mjög
Skrifa ummæli