fimmtudagur, 27. ágúst 2009

Ótrúleg hræsni

Umræða um meinta ölvun Sigmundar Ernis Rúnarssonar í ræðustól á Alþingi einkennist af mikilli hræsni.

Gott og vel Sigmundur var ekki allsgáður en ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég frétti af þingmönnum og ráðherrum að skandalísera á fylleríum innanlands sem utan á mínum blaðamannaárum. Ég hef ekki tölu á þeim stjórnmálamönnum sem verið hafa undir áhrifum áfengis í viðtölum hjá mér.

Íslendingar eru drykkfelld þjóð og ekkert skrítið að þingmenn séu það líka. Margir þingmenn skreppa á Vínbarinn eða Borgina og hressa sig við fyrir kvöldumræður.

Einn fyrrverandi ráðherra var alræmdur fyrir að halda sér að mestu þurrum á Íslandi en var oftast fullur erlendis, lagðist þá í síma og skammaðist út í allt og alla – einkum blaðamenn sem hann vildi láta reka.

Vandinn var hins vegar ekki sá að hann væri fullur, heldur hvað hann gerði þegar hann var fullur. Sama gildir um Sigmund. Ég get ekki annað en tekið undir orð Jónasar Kristjánssonar um meinta ölvun Sigmundar Ernis Rúnarssonar: “Tek einn drukkinn þingmann, sem fer með rök, fram yfir tíu þingmenn, sem flissa og skríkja eins og skólapíkur.”


Málið er nefnilega að margt var vel sagt í ræðum Sigmundar þetta kvöld, þótt vissulega hafi hann misst tökin á efninu þegar á leið. Áfengisneysla hefur vafalaust eitthvað spilað þar inn í.


Og gleymum því ekki að sá stjórnmálamaður á alþjóðavísu sem gagnrýndur hefur verið hvað harðast fyrir að koma fram opinberlega undir áhrifum er Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti.

Sarkozy er bindindismaður.

19 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dómgreind manna er fyrsti fórnarkostnaðurinn þegar áfengi er notað - ekki sammála að það sé aukaatriði. Áfengisnotkun á vinnustað er ólíðanleg - sama hvaða vinnustaður það er.

Nafnlaus sagði...

Maðurinn hefur kvartað yfir því að hafa starfað "undir oki auðmanna" og er nú "í boði MP banka." Þið Jónas sjáið væntanlega enga hræsni í því?

Ólinn sagði...

Bíddu fyrst að allir gera það, þá er í lagi að mæta fullur í vinnuna...


jahá...

Skv. þessu ættu allir að fara að ræna banka...

Nafnlaus sagði...

Hahahha ... ótrúlegur þessi Snævarr, þannig að siðferðiskennd þín Árni er bara svona uppá punt þegar hentar þér að flagga henni? Þú varðst alveg óður hérna fyrir nokkrum dögum í "meinta" alsheimer málinu. Ertu núna búinn að setja siðferðið í vasann?

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

Þú vilt þá meina að Sigmundur Ernir tilheyri spillingarstórmálamönnum "Gamla Íslands" þar sem Eldvatnsræður þóttu gott mál í þingpúlti, í stað þessa stórmerkilega "Nýja Íslands" sem hann og samflokksmenn predikaði svo heitt á atkvæðafiskiríinu?

Nafnlaus sagði...

Árni! Hvernig dettur þér í hug að verja það Simmi skuli hafa verið fullur í ræðustól. Það er bara ekki hægt.
Og ég skora á þig að svara því hvað þér finnist um að hann hafi svo reynt að ljúga sig út úr þessu gagnvart fjölmiðlum.
Að vísa á aðrar byttur er ekki til bóta. Þær fréttir hefði auðvitað átt að segja!

Nafnlaus sagði...

Þú getur nú ekki fullyrt að allir sem hneykslast á framkomu SER séu hræsnarar. Hitt er svo annað mál hvaða erindi SER á inná Alþingi. En atvinnulausir eiga auðveldara með að verða þingmenn en þingmenn að ráða sig til almennra starfa. Kannski að SER fái vinnu í MP banka ef hann hrökklast af þingi

Nafnlaus sagði...

Kom hann nokkuð keyrandi í vinnuna þetta kvöld..maður spyr sig?!?

Nafnlaus sagði...

"Ótrúleg hræsni"

The irony .... lol

Hilmar Ólafsson sagði...

Ef ég skil Árna Snævarr rétt, þá er t.d. allt í lagi ef að ég legg hendur á konuna mína af því að Íslendingum er laus höndin og fullt af körlum hafa hvort sem er lamið kerlingarnar sínar í gegnum tíðina.

Þess vegna er allt í lagi þó að ein kerling til viðbótar verði lamin.

Svei attan. Það er hreinlega ekki hægt að ljúga upp á þetta Samfylkingarlið og spunafúskara þeirra ...

Sylvia sagði...

hættum að coa með þessu liði sem við höfum valið til ábyrgðastarfa.

Nafnlaus sagði...

húrra fyrir kaldhæðni

Nafnlaus sagði...

Er þá í lagi ef grunnskólakennarar mæti í vinnuna eftir 3-4 hvítvínslglös? Gilda kannski aðrar reglur á Alþingi?

Nafnlaus sagði...

Í sumar sátu þingmenn úr flestum flokkum iðulega á kaffihúsum við Austurvöll og sötruðu bjór (voru líka í ísröðinni). Á meðan var þingsalur hálftómur. Utan þeirra sem sátu á forsetastól og þess sem var í pontu. Þetta var ekki einstakt heldur algengt. Fólk undir áhrifum á ekki að vera í vinnu. Hvorki þingmenn eða aðrir. En mér finnst ýmsir aðrir þingmenn ekki heldur ganga frá þessu máli með reisn.

Nafnlaus sagði...

Ótrúlegt að þú og þinn flokkur skuli verja svona háttarlag! Þarna var verið að ræða eitt mikilvægasta mál íslensku þjóðarinnar og maðurinn var drukkinn í ræðustól á Alþingi.Kannski hefur hann þurft að drekka í sig kjark til að fylgja flokkslínu Samfylkingar í þessu máli og verja Icesave samninginn alvonda.
Ég er fóstra. Fyndist þér í lagi að ég mætti í vinnuna eftir að hafa drukkið nokkur léttvínsglös? Miðað við launin ætti mín ábyrgð í starfi að vera mun minni en SER svo það ætti nú ekki að skipta eins miklu máli... eða? Er ansi hrædd um að ég þyrfti að taka pokann minn ef ég mætti hífuð í vinnuna.

Teitur Atlason sagði...

Getur einhver sagt með eitthvað starf þar sem umborðið er að starfsmennirnir séu ölvaðir í vinnunni?

Anyone?.

Bara eitt starf....

Komaso og svara..

Nafnlaus sagði...

Teitur, Churchill vann síðari heimstyrjöldina sauðdrukkinn.

Fóstra, ég er ekki að segja hvað sé æskilegt, heldur einfaldlega hvernig raunveruleikinn er.

Ef þið viljið kjósa stjórnmálamenn sem ekki drekka, þá fáið þið Árna Johnsen og Kjartan Gunnarsson og í viðskiptalífinu Jóhannes í Bónus og Björgólf Guðmundsson.

Simmi á tíunda glasi væri skárri en þeir. kv. Árni

sagði...

"Ef þið viljið kjósa stjórnmálamenn sem ekki drekka, þá fáið þið Árna Johnsen og Kjartan Gunnarsson"

Þetta eru ótrúlega kauðaleg rök hjá þér, Árni. Það er, held ég, flestum slétt sama hvort stjórnmálamenn drekka ... utan vinnunnar.

En ef þeir geta ekki snautast til að mæta ófullir í vinnuna þá eiga þeir auðvita að snáfa burt og skammast sín ... og það sama á auðvitað við um allt vinnandi fólk.

Ótrúlegt að þið Samfylkingarfólk skulið reyna að verja þetta. Alveg ótrúlegt.

Nafnlaus sagði...

Teitur, svar við spurningu þinni. Barþjónar eru oft og iðulega kenndir í vinnunni og þykir það allt í góðu. Tónlistarmenn eru oft með bjór uppi á sviði. Kokkar skvetta gjarnan í sig yfir pottunum, þykir ekkert tiltökumál. Starfmenn ráðuneyta og ýmissa stofnanna drekka oft í móttökum og öðrum viðburðum sem eru vinnutengdir og þeir þiggja laun fyrir að sækja. Bara nokkur dæmi.