fimmtudagur, 27. ágúst 2009

Simmi á 10. glasi væri betri

Öfugt við Björn Bjarna og Exista-Lýð hef ég ekkert á móti hálf eða alnafnlausum bloggurum og hér svara ég tveimur:

Teitur, Churchill vann síðari heimstyrjöldina sauðdrukkinn.

Fóstra, ég er ekki að segja hvað sé æskilegt, heldur einfaldlega hvernig raunveruleikinn er.

Ef þið viljið kjósa stjórnmálamenn sem ekki drekka, þá fáið þið Árna Johnsen og Kjartan Gunnarsson og í viðskiptalífinu Jóhannes í Bónus og Björgólf Guðmundsson.

Simmi á tíunda glasi væri skárri en þeir.

Eru það ekki bara rónarnir sem koma óorði á brennivíni?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ónefndur útgerðarmaður á sílarárunum tók á móti nýjum báti, nafna sínum á Ísafirði með þessum orðum; Það vildi ég að þú yrðir eins oft fullur og ég, nafni.
Mikið vildi ég geta skrifað eins og þú nafni. Árni Hó

Hilmar Ólafsson sagði...

"Ef þið viljið kjósa stjórnmálamenn sem ekki drekka, þá fáið þið Árna Johnsen og Kjartan Gunnarsson og í viðskiptalífinu Jóhannes í Bónus og Björgólf Guðmundsson."

Ég held að þarna sé á ferðinni verst rökstudda réttlæting og yfirklór sem ég hef nokkurntíman séð á "prenti", ef svo má að orði komast.

Þetta væri hlægilegt ef þetta væri ekki svona sorglegt. Ertu virkilega að gera því skóna að alþingis- og viðskiptafrömuðir sem fá sér aðeins í tána, skvetta svolítið í sig, kneyfa ölið, fá sér vín með matnum, mæta fullir í vinnuna ... að þeir séu fyrir vikið betri alþingismenn og viðskiptafrömuðir?

Það er auðvitað ekki nokkurt mark takandi á manni sem skrifar svona, Árni. Þetta er aumasta yfirklór sem ég hef nokkurntíman lesið og hef þó séð þig seilast býsna langt til að bakka upp flokksfélaga þína. Hafðu þökk fyrir skrif þín en ég held ég eyði mínum tíma í eitthvað gagnlegra héðan í frá en að lesa þetta krafs.

photo sagði...

Takk fyrir hressileg og skemmtileg skrif, þau verða betri og betri hjá þér. Þetta er eins og gamalt vín á nýjum belgjum.

Nafnlaus sagði...

Ekki hafa allir sömu sannfæringu. Opnum bjórflösku og slökum á. Nema persónuleg trúarkredda komi í veg fyrir það.

Nafnlaus sagði...

Saell Hilmar, takk fyrir svarid.

Thu verdur bara ad afsaka, eg hef svo gaman af thvi ad studa folk....

Stundum verdur ad taka thvi sem eg skrifa "with a grain of salt" eins og their segja a thvi astkaera og ylhyra.kv. Arni
(er staddur erlendis og hef ekki adagang ad islensku lyklabordi)