miðvikudagur, 26. ágúst 2009

Á miða aðra leiðina til Færeyja

Er í alvöru betra dæmi um geðbilun þess samfélags sem Davíð, Hannes og Kjartan stofnuðu en Magnús Kristinsson auðjöfur úr Eyjum?

Magnús fékk kvótann gefins. Hann fékk 50 milljarða lánaða hjá La ndsbankanum sem Davíð og Kjartan gáfu Bjöggunum. Það voru ekki einu sinni veð í gjafakvótanum.

Allan þennan tíma barðist Eyjamaðurinn Magnús fyrir því að ríkið léti grafa göng fyrir hann og aðra Eyjamenn, jafnvel þótt það kostaði tugi milljarða. Honum var svo misboðið þegar ekki þótt tilefni til að leggja í þá fjárfestingu að hann keypti sér þyrlu.Hann varð svo að skipta yfir í einkaflugvél í félagi við aðra, þegar upp komst um strákinn Tuma.

En það var ekki nóg til þess að hann sætti sig við hlutskipti annara Eyjamanna þegar að samgöngum kemur: Hann - nánast gjaldþrota fyrrverandi þyrlueigandinn- keypti sér flugvél eins og aðrir kaupa sér karamellur.

Maðurinn sem ekki þarf að leggja neitt af gjafakvótanum upp í 50 milljarða skuld sem núlifandi Íslendingar þurfa að borga fyrir hann. Og afkomendur þeirra.


Magnús barðist harðri baráttu í félagi við menn eins og Árna Johnsen fyrir því að boruð yrðu göng frá landi til Eyja.

Enda af hverju ætti honum að þykja sú fjárhæð há, þegar hann fékk svipaða upphæð lánaða í Landsbankanum þar sem hann var stór hlutfhafi, til kaups á einskisverðu drasli með ónothæfum eða engum veðum?

Mesta furða að hann hafi ekki fengið lán í Landsbankanum til að bora göng til Færeyja og ganga í það eyjasamband!! Og þó ekki sé hægt að kenna Magnúsi um allt, má spyrja þeirrar spurningar hvað hefði verið hægt að grafa göng langt fyrir alla peningana sem við Íslendingar þurfum að borga fyrir einkavæðingu bankanna?

Ég kann varla að reikna tvo plús tvo, en hefðum við getað grafið göng í austur frá Vestmannaeyjum, yfir Atlantshafið og Kyrrahafið og loks komið til Reykjavíkur vestanmeginn? Er þessi hugmynd eitthvað meira rugl en the KAUPTHINGKING?


Nú berst Magnús á tveimur vígstöðvum: annars vegar fyrir því að skuldir hans verði afskrifaðar eða fyrndar og hins vegar gegn því að kvótinn sem honum var gefinn fyrnist eða verði afskrifaður.

Það á sem sagt að afskrifa skuldirnar en ekki eignirnar. Sem hann fékk ókeypis.

Af hverju gefum við Magnúsi ekki bara miða aðra leiðina til Færeyja? Hann hefur áður fengið lánað álíka fé og myndi kosta að grafa göng þangað.

Má ég leggja til að hann taki Árna Johnsen með sér – á þessum one way miða?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nóg að grafa bara til Japan, þá gæti hann fengið Toyoturnar, beint frá verksmiðju

Nafnlaus sagði...

Hvað hafa Færeyingar til saka unnið?

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega !

"...Það á að afskrifa skuldirnar en ekki eignirnar. Sem hann fékk ókeypis..."

Nafnlaus sagði...

Vel skrifað, Árni. Ekki samt gleyma framsóknarlokknum, sem hafði með að gera bankamál og viðskiptamál í 12 ár samfleytt og hélt öðrum fremur á einkavinavæðingunni í gegn um það. Plús það að Halldór Ásgrímsson bjó til kvótakerfið.

Nafnlaus sagði...

Ég er svo innilega sammála þér, það væri algjör landhreinsun af að losna við þessa menn sem virðast gjörsneyddir öllu almenn siðferði.