föstudagur, 14. ágúst 2009

Hvenær ná 3-menningarnir botninum?

Fullyrða má að aldrei hafi nýr stjórnmálaflokkur byrjað jafn illa og þrír fjórðu hlutar þingflokks Borgarahreyfingarinnar.

Svik þingmannanna þriggja við stefnu flokksins í ESB málinu var makalaus en nú bítur einn þingmannanna höfuðið af skömminni með því að verða uppvís að því að breiða út óhróður um geðheilsu andstæðings síns innan flokksins.

Framferði Margrétar Tryggvadóttur minnir einna helst á framferði repúblikana á borð við Nixon eða Bush yngri. Var þetta ekki umbótaaflið þarsem umburðarlyndi og grasrótin átti að njóta sín?

Ég held að annar eins hroki hafi ekki sést í íslenskri pólítik áratugum saman.

Margét á að biðjast afsökunar og segja þegar í stað af sér þingmennsku – eins og fordæmi eru fyrir.

http://www.dv.is/frettir/2009/8/14/thingmadur-vaenir-thrainn-um-alzheimer-og-thunglyndi/

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Megas sagði eitt sinn í viðtali að við yrðum bara að sættast við Alþingi. Horfast í augu við að það verða alltaf einhver mannleg afföll. Við það verðí ekki auðveldlega ráðið.

Nafnlaus sagði...

Margrét hefur bara áhyggjur af heilsu Þráinns, hvað er svona glæpsamlegt við það? Spunatrúðar Samfylkingarinnar dásama Þráinn fyrir ESB atkvæðið og rakka hina þrjá niður, þetta er ykkar fag.

Nafnlaus sagði...

Jájá.. þetta er allt Bush að kenna..

Nafnlaus sagði...

Þeir náðu botninum með því að fara í pólitísk hrossakaup. Almáttugur hvað ég sé eftir þessu atkvæði til þeirra.

Nafnlaus sagði...

Þetta var illa sagt hjá henni en þegar ég sá fyrirsögnina hélt ég að þú værir að skrifa um Jóhönnu. Steingrím og Össur. Talandi um að ná botninum.

Nafnlaus sagði...

Þetta er afar sorglegt, því þessi flokkur byrjaði svo vel. Allir vissu að Þráinn tengdist framsóknarflokknum, en hann stendur fyrir sínu.

Hinir virðast vera dindlar núverandi formanns
Framsóknarflokksins (sem er kallaður "Æ, ekki nefna hann" af kunningjum mínum.

Þremenningarnir hafa ekki bara skemmt fyrir Borgaraflokknum - heldur þeir hafa líka skemmt fyrir stofnun nýrra flokka um nánustu framtíð.

Nafnlaus sagði...

Hvaða smjörtegund valdir þú í þessa klípu?

Nafnlaus sagði...

"Framferði Margrétar Tryggvadóttur minnir einna helst á framferði repúblikana á borð við Nixon eða Bush yngri" ..????
...ertu hálviti , Árni ?

Nafnlaus sagði...

Bréf Margrétar er andstyggilegt. Og takið eftir hvernig hún byrjar bréfið; Takk fyrir að vera til. Svona skrifa krakkar í Grunnskóla. Enn ein staðfesting á því að Íslendingar geta ekki séð um sín mál án aðstoðar. Þessvegna EBS.

Haukur Kristinsson

Unknown sagði...

Botninum er náð þegar þau ganaga í Samfó. :P

Nei ESB stuðningurinn er farin hjá mér eftir að það var augljóst að XS myndi gefa ALLT eftir til að komast inn, samanber Icesave málið allt.

Þetta bref var mjög bagalegt, en maður verður að skilja það að þetta var ekki fyrir almenning.

Gaulverji sagði...

Þetta er nú alveg makalaus hýperbóla. Það er rétt að Borgaraflokkurinn sé búinn að vera í vandræðum - en ég skil ekki að nokkur maður sem fylgst hefur með þessari sögu geti talið sér trú um að þar valdi allir aðrir en Þráinn. Þó að Þráinn sé hlynntari umsókn að Evrópusambandinu núna en hinir þingmennirnir er fráleitt að halda því fram að hann sé einhverskonar saklaust fórnarlamb óhróðurs og ofsókna.

Þar fyrir utan er hreint út sagt fáránlegt að halda því fram að þessi tölvupóstur sé einhverskonar "óhróður um geðheilsu" Þráins. Ef maður les þennan póst eins og hann er skrifaður - sem póstur milli tveggja manna - er ekki hægt að sjá annað en að Margrét hafi áhyggjur af Þráni - hún segir ekki að hann sé "geðveikur" eða "galinn" - heldur að hún hefði haft áhyggjur af því að hann gæti verið að síga í eitthvað þunglyndi, en síðan hefði bráð af honum: Við höfum allflest upplifað það einhverntímann að vera að síga í eitthvað þunglyndi, sem síðan bráir af. Það getur varla verið hræðilegur "óhróður" að segja slíkt um einhvern sem maður vinnur með? Eða að hún segi þessari Katrínu að hún hefði rætt við einhvern um Þráinn og að sá hefði sagt eitthvað um að hann kynni að vera með Alzheimer:
"Hann tók það skýrt fram að þetta væri einungis kenning og auðvitað hefur hann ekki rannsakað Þráinn. Ég hafði ekki leitt hugann að slíku þótt mér fyndist þetta skýra margt. "

Þetta er ekki "óhróður" - og markmiðið var ekki að "dreifa honum".

Það er vægast sagt klaufalegt að þetta skyldi fara fyrir almennings sjónir, en fráleitt að láta eins og þetta sé eitthvað sem minni "einna helst á framferði repúblikana á borð við Nixon eða Bush yngri..." hvað sem það á nú að þýða.

Nafnlaus sagði...

Æi, haltu kjafti. Þú ert svo augljós spunakarl Samfylkingarinnar að það hálfa væri nóg. Trúverðugleiki þinn sem blaðamanns og skríbents á Íslandi er farinn allan veg veraldar fyrir löngu. Vertu bara áfram í útlöndum og láttu okkur í friði.

Nafnlaus sagði...

Árni Snævarr þú hefur aldrei stigið í vitið og ert ekkert að fara byrja á því héðan af.