Gamall félagi í blaðamennskunni sem hefur snúið sér að almannatengslum, ( líkt og ég) , Atli Rúnar Halldórsson fer mikinn á blogginu sínu.
Hann fylltist heilagri reiði yfir því að fjölmiðlamönnum hafi yfirsést að Sigmundur þingmaður Ernir hafi verið að snafsa sig í boði MP banka áður en hann steig hreyfur að víni- að þvi er virðist- í ræðustól á Alþingi.
Atli Rúnar skrifar:
"þykir nefnilega sjálfsagður hlutur að þingmenn séu á golfmóti banka eða hvað? Hvers vegna var Sigmundur Ernir þarna? Voru þingmenn úr fleiri flokkum á þessu bankamóti? Mig rámar í að Jóhanna Sigurðardóttir hafi mikið spurt um laxveiðiferðir á þingi hér á árum áður. Nú mætti spyrja um golf."
Nú vill svo til að Atli Rúnar var þingfréttaritari Ríkisútvarpsins hljóðvarps um árabil. Raunar svo lengi að hann var fastagestur í þingveislum sem var gagnrýnt harkalega innan stofnunarinnar.
Og ætlar Atli Rúnar að segja mér að hann hafi aldreis áður séð þingmann fullan í ræðustól?
Og ætlar almannatengillinn sem býður hverjum sem er þjónustu sína við vægu gjaldi, að hneykslast á þingmanninum?
Atli minn, við vitum ekki nema að einhver sé að borga þér fyrir að hamra á Sigmundi! Þú ert jú til sölu.
Við getum aldrei verið viss um að þú sért ærlegur í einu eða neinu, því einn daginn ertu á launaskrá Alcoa´og hinn á launaskrá einhvers þaðan af verri.
Atli Rúnar, ég held að þér farist ekki einu sinni að gagnrýna fulla þingmenn.
Og reyndar er það svo að það rifjast upp fyrir mér að það heyrðist hvorki hósti né stuna frá þér þegar Kaupþing og Stöð 2, stunduðu nornaveiðar sínar og leituðu að uppljóstrara í sínum ranni vegna frétta af laxveiðum Geirs Haarde í boði Kaupþings?
Hvers vegna þagði samviska íslenskrar blaðamennesku þá?
fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Blaðamenn til sölu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
24 ummæli:
Eru allir blaðamenn til sölu að þínu mati? Er gagnrýni blaðamanna alltaf keypt? Má samviska blaðamanna aldrei vakna til lífsins?
Alltaf góður Árni Snævarr !
Láttu leiguþýin heyra það.
Leiguþý? Skv. þessum pistli eru allir blaðamenn leigupennar. Er Árni að senda sér tóninn? Einræður sálarinnar?
"Og ætlar almannatengillinn sem býður hverjum sem er þjónustu sína við vægu gjaldi, að hneykslast á þingmanninum? "
Þetta er málefnalegt. Allir sem selja út þjónustu sína eru ómarktækir og skiptir þá engu máli hvað þeir segja.
Þetta er óvenju fíflalegt. Meira segja fyrir þig Árni.
Þörf ádrepa, hræsnin draup af hverju orði í pistli Atla Rúnars - við þekkjum handbragðið.
Guðmundur 2. Gunnarsson
Árni. Ertu etv. búinn að selja stórvini þínum, Eldvatnsmessuprestinum og ósannindamanninum Sigmundi Erni þjónustu þína við að reyna að verja hann á svona einstaklega kauðskan máta, eða ertu að gera það frítt?
Mér finnst þú dáldið góður.
Þetta er skrýtin rökfræði. Það að maðurinn gagnrýni það að Sigmundur hafi verið við skál í ræðustól alþingis er ekki í lagi vegna þess að einhver annar gerði það áður?
Og Atli Rúnar er sjálfkrafa ómerkingur vegna þess að hann starfar við almannatengsl? Ad hominem hvað?
Það að Sigmundur skyldi leyfa sér að gaspra drukkinn í ræðustól alþingis um jafn alvarlegt mál og Icesave er eitt og sér verulegt umhugsunarefni. Hitt er að þegar rann af manninum þá skyldi hann byrja á að reyna að ljúga sig út úr málunum gerir hann skuldlaust að ómerking og ekki þess verðum að gegna störfum alþingismanns.
NB, ákvörðun hans um að ljúga var tekinn þegar hann var alsgáður, hitt er auðveldara að fyrirgefa.
Kveðja Þórður Magnússon
Mér finnst nú bara til háborinnar skammar að Sigmundur Ernir hafi verið undir áhrifum í þingsal, alveg sama hversu margir hafa verið það áður.
Einhvern veginn hélt ég að hlutirnir hefðu breyst á "Nýja Íslandi" og fólk gerði meiri kröfur til þingmanna, eða allavega það miklar að þeir séu edrú í vinnunni.
Geggjaður pistill, Árni !
Hvernig var þetta nú með hann
Churchill gamla í breska þinginu,
man einhver hverju hann svaraði þegar einhver þingmaður skammaði hann fyrir að vera ekki allsgáður í þinginu, og það ekki bara einu sinni.
Heiður.
Lady Astor to Winston Churchill: 'Mr.Churchill you're drunk'.............?
Winston Churchill: 'Yes, and you Madam are ugly. But tomorrow I shall be sober'
..sober and you will remain ugly.
Hver er prísinn á Sigmundi Erni? Einn golfhringur eða svo? Gott að borða? Gott að drekka?
Sæll Árni ég bendi þér á að fara á vef Rúv og hlusta á viðtal við Atla Rúnar 26.ágúst útvarpað c. a.16 og 17.
Það ræðir Atli um "mjúka" þimgmenn á árum áður.
Hver er prísinn á þér Árni? Djobb á vegum Sameinuðu þjóðanna? Þægileg innivinna í Brussel? Franskt rauðvín?
Eitt hefur gleymst í uræðunni. Sigmundur Ernir varð bera af að segja ósatt. Fyrst sagðist hann ekki hafa drukki en svo að hann hafi drukkið en ekki fundið á sér. Baðst þá afsökunar á hverju? Ef hann þurfti að biðjast afsökunar á einhverju var það fyrir segja þjóð sinni og kjósendum ósatt.
Eftir stendur þingmaður sem boðaði nýja tíma fyrir nokkrum vikum, rúinn trausti og umboðslaus - ómarktækur.
Sigmundur Ernir er ósannindamaður. Það alvarlega í málinu er að hann virðist ekki sjá neitt athugavert við það.
Maður hélt að tvennt væri liðin tíð í íslenskum stjórnmálum eftir hrunið. A - Að sjórnmálamenn væru að þiggja boð einkafyrirtækja (hvað þá banka). B - Að menn væru að ljúga að fréttamönnum. Í hvoru tveggja brást Sigmundur Ernir. Það skiptir engu málu hvort aðrir hafi gert það líka eða áður og það er mun alvarlegra en spurningin um það hvort hann hafi fegnið sér nokkur rauðvínsglös. Það hvort Atli Rúnar sé heiðarlegur í þessu eða ekki kemur málinu ekki við. Hann benti á aðalpunktinn og honum verður að svara. Ástæða þess að hann benti á aðalpunktinn er aukaatriði í þessu samhengi.
Árni mun örugglega svara fyrir rétt verð.
Árni!
Atla Rúnari ferst ekki, eins og þú segir, ekki ofuakið. Honum ferst.
En rétt "almannatenglar" (sic!) allra landa eru manna óáreiðanlegastir og ósannsöglastir, enda allt sem þeir segja vinklað og spunnið út frá þeim þröngu sérhagsmunum (en ekki almanna) sem þeir hafa selt sig.
"Almannategill" er skammar- og hnjóðsyrði innan blaðamannastéttarinnar, og í raun hinir einu sönnu nafnberar "fjölmiðlunga" nafngiftar Davíðs Oddssonar, enda sjaldan einhverjar sérstakar mannvitsbrekkur. En tækifærismennsku þeirra er hins vegar seint við brugðið!
Paul Courant
Ágæti Árni Snævarr!
Þetta var mikil gusa af litlu tilefni í minn garð. Það er fín regla að anda djúpt og skrifa svo, einkum ef bloggað er þegar líður á kvöld eða nóttu. Ég er enn dálítið viðkvæmur fyrir því að farið sé rétt með hlutina áður en byrjað er að leggja mikið út af þeim. Kann að vera að þú sért á annarri skoðun en þá verður svo að vera.
1. Mig varðar út af fyrir sig ekki um hvort SER var á golfmóti banka eða ekki en undrast mjög að fjölmiðlamenn, fyrrum kollegar mínir, hafi engan áhuga á því en eingöngu áhuga á rauðvíninu. Mér sýnst þú líka hneigjast til áhuga á víninu í málinu en ekki bankanum. Þá það.
2. Ég hefi aldrei stigið fæti inn fyrir dyr í þingveislu. Veistu betur? Má ég heyra meira um það mál.
3. Ég var einmitt í RÚV að segja frá að ég hefði séð slompaða þingmenn forðum daga en aðallega hlustað á þá! Þú bara vissir ekkert um þetta viðtal og gafst þér forsendur sem standast ekki, en gang til.
4. Ég býð ekki hverjum sem er þjónustu mína, hreint ekki.
5. Ég hef aldrei verið á launaskrá hjá Alcoa, ekki í eina mínútu. Veistu betur? Má ég heyra meira um það mál.
6. Í útvarpsviðtalinu sem þú vissir greinilega ekki af gagnrýndi ég ekki fulla þingmenn. Síður en svo. Ég held ég hafi orðað það sem svo að það hafir verið ,,krydd í tilveruna" að heyra mjúka menn tala saman á þingi. Það kalla ég nú ekki sérlega harkalega gagnrýni en þú ert mjúkur maður og ert á annarri skoðun. Þá það.
7. Kommentið í lokin um laxveiðar Kaupþings, nornaveiðar, Geir Haarde og Stöð 2 skil ég bara alls ekki. Veitt ekkert um hvað málið snýst og hvað þetta kemur við umræðuefninu. Ég er áskrifandi að Stöð tvö en hef aldrei skipt við Kaupþing og hvorki veitt lax né nornir um dagana. Þú hefur verið farinn að dotta þarna ofan í lyklaborðið og þá geta puttarnir tekið völdin af heilasellunum. Þeir hafa lent í þessu fleiri, jafnvel ráðherrar. En þá var nú að vísu komið fram á nótt.Ég hefði í þínum sporum sett punktinn aðeins fyrr, fengið mér vatnsglas og farið að sofa. Þú hélst hins vegar áfram að skrifa. Þá það.
með baráttukveðju, -arh (,,samviska íslenskrar blaðamennsku")
Árni, afhverju þolir þú svona illa að Sigmundur sé gagnrýndur fyrir það að vera fullur í ræðustól Alþingis?
Ferð svo niður á það plan að ljúga um þann sem gagnrýnir Sigmund þinn.
Kv,
Jón Ottesen
Skal viðurkenna að ég hef beðið eftir viðbrögðum Atla frá því ég las furðuleg skrifa Árna hér í gær.
Get ekki sagt að Atli hafi valdið mér vonbrigðum.
Mjög góður pistill.
Smá athugasemd...
Maður segir: Hreifur af víni...
http://timarit.is/search_init.jsp?lang=is&orderby=score&q=%22hreifur+af%22&searchtype=wordsearch
Saelir lesendur Eyjunnar.
Fullt af finum kommentum a thennan frekar omerkilega pistil minn. Eg er staddur erlendis og hef ekki adgang ad tolvu med islenskum stofum og bid lesendur ad virda that vid mig.
Eg hef aldrei haft neina thorf fyrir thad ad vera fullkominn og eg segi beint ut ad i morgum kommentunum er uppbyggileg gagnryni.
Thad eru ad minnsta kosti 3 til 4 af rumlega tuttugu kommentum sem eru gagnryninn i minn gard og af thvi tagi ad eg tek thau alvarlega.
Ekki bara thad, sumir gagnrynenda minna hafa mikid til sins mals.
Einn bendir mer a malvillu og annar a akvedinn tviskinnung i minni roksemdafaerslu.
Thad er alveg rett ad eg leiddi algjorlega hja mer vidbrogd Sigmundar Ernis vid malinu. Og thad er vissulega rett ad hann hagadi ser eins og fullkominn bjani.
Eg er gamall vinur og vinnufelagi Simma og er ekki merkilegri madur en thad ad eg tok til mals til ad verja hann af thvi mer fannst halla a hann i umraedunni.
Sem sagt vidbrog min voru tilfinningaleg.
Sumum finnst thad vafalaust ekki stormannlegt ad verja vini sina en thad er ad minnsta kosti mannlegt.
Eg er bara ekki betri madur en svo ad taka thvi illa thegar sparkad er i liggjandi mann.
Annar gamall starfsfelagi minn, Atli Runar Halldorsson svarar mer eins og honum einum er lagid. Hann laetur ad thvi liggja ad thad hafi hlaupid i mig Sigmundur Ernir og eg hafi sest sauddrukkinn vid tolvuna til ad senda honum toninn.
Kjarninn i gagnrynid hans var: Thad sem hallast a althingi leidrettir madur blindfullur i Brussel.
Atli segist aldrei hafa verid i thingveislu.
Eg kann ekki skyringu a thvi ad Atli hafi ekki verid bodinn i thingveislur eins og forvera hans og arftaka.
Adalatridid er thad ad hann og thingfrettamenn RuV voru ordlagdir fyrir ad vera "one of the boys" \ gagnrynislaus framlenging valdsins.
Ad odru leyti aetla eg ekki ad svara donaskap og dylgjum Atla Runars. Hann daemir sig sjalfur. En mikid rosalega virdist hann hafa vonda samvisku.
Eg er fyrrverandi bladamadur eins og Atli Runar. Vid vorum einu sinni formadur og varaformadur i stettarfelagi frettamanna.
Vid urdum badir ad leita a adrar slodir, sokum theirrar fataektar sem er fylgifiskur islenskrar bladamennsku.
Vid urdum badir almannatenglar.
Atli Runar selur sig haestbjodanda
¨eg starfa i sama fagi fyrir samtok sem vinna ad fridi, framthroun og oryggi alls heimsins.
Hvor okkar for betri leid, vita gudirnir einir svo eg snui ut ur ordum Platons i varnarraedu Sokratesar.
Thar stendur nefnilega hnifurinn i kunni: Atli Runar og felagar eru ad fjalla um formid (var Simmi fullur eda ekki, skrifadi eg greinina seint um kvold...) en ekki adalatatridin.
Atli Runar aetti ad skammast sin fyrir dylgjur sinar og donaskap.
En hann gerir thad sennilega ekki, nema hann fai borgad fyrir thad.
Skrifa ummæli