Það er ótrúlegt hneyksli að hvorki forseti Íslands né ráðherrar i ríkisstjórn vilji hitta Dalai Lama.
Hvað hefði Össur Skarphéðinsson sagt á sínum tima ef Halldór Ásgrimsson eða Davíð Oddson hefðu sniðgengið tibetska Nóbelsverðlaunahafann?
Nú bý ég í útlöndum og fylgist kannski ekki með en þessi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra getur ekki verið glaðbeitti stjórnarandstöðuþingmaðurinn og ritstjórinn sem barðist fyrir frelsi á öllum sviðum hér í eina tíð.
Og það er engin afsökun fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að enskan sé henni ekki töm. Nicolas Sarkozy talaði t.d. áreiðanlega við Dalai Lama á sínu móðurmáli.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, er hins vegar samkvæmur sjálfum sér í því að sleikja upp kínverskra harðstjóra. Hann hefur áður verið talsmaður þess að fórna mannréttindaboðskap á altari hagsmuna útrásarvíkinga.
Gleymum því ekki heldur að að hann hélt sérstakt boð fyrir Mörthu Stewart, dæmda fjárglæframanneskju en nú vill hann ekki hitta friðarverðlaunahafann Dala Lama. Þarf að segja meira?
Menn eru dæmdir af verkum sínum. Gömlu Þjóðviljaritstjórarnir Ólafur Ragnar og Össur hafa fallið á prófinu og sama máli gegnir um heilaga Jóhönnu.
sunnudagur, 31. maí 2009
Íslenskir ráðamenn sniðganga Dalai Lama
sunnudagur, 24. maí 2009
Þó líði ár og öld er Björk bara best
Ég er mikill aðdáandi bloggarans Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur bloggara hér á Eyjunni. Tek það fram að ég er ekki einu sinni málkunnugur henni; hún er einfaldlega frumlegur og áhugaverður penni. Hún skrifar mjög skemmtilega athugasemd á bloggið sitt, þar sem hún ber saman nyju Evróvisjónstjörnuna Jóhönnu og Björk.
“Björk Guðmundsdóttir hefur unnið fleiri verðlaun fyrir tónlist en allir aðrir íslenskir tónlistarmenn. Alls 14, og þar af 52 tilnefningar m.a. Grammy og Óskarsverðlaun. Og þetta þykja almennt mun virðingarverðari keppnir en Júrótrashvision. Samt hefur aldrei verið smalað á Austurvöll. Hvernig ætli standi á þessu?.”
Þetta er býsna vel athugað hjá Margréti Hugrúnu.
Af kynnum mínum af Björk ræð ég að ef haldin yrði samkoma á Austurvelli henni til heiðurs, myndi hún ekki mæta (!) en það er aukaatriði í þessu máli. Og það er jafnframt aukaatriði að Jóhanna er frábær átján ára söngkona sem á lífið framundan og engin ástæða til að vera neikvæður í hennar garð.
Hins vegar er það mér ráðgáta hvers vegna Björk nýtur ekki sannmælis á Íslandi. Kannski er skýringin sú að þegar minnst er á náttúrvernd, evrópska samvinnu og hvalveiðar, virðist hálf þjóðin missa vitið...
Í mínu starfi á alþjóða vettvangi (ef ég má vera svo hátíðlegur) hef ég unnið að einu verkefni með Björk og hef síðan ekki haft undan að svara alls kyns beiðnum til hennar frá -stundum- heimsfrægu fólki. Ég hef að sjálfsögðu bara beint þessum tilmælum til Bjarkar en gjarnan með þeim orðum að ég sé landi hennar en ekki umboðsmaður!
En þetta er ekki bara spurning um frægð: Madonna er miklu frægari svo dæmi sé tekið. En Björk nýtur virðingar; einmitt vegna þess að hún er hún sjálf. Stundum óþolandi mikið hún sjálf, vitum við sem höfum unnið með henni. En Björk verður bara að fá að vera Björk: annars væri hún ekki Björk.
Það breytir því hins vegar ekki að við Íslendingar og forsvarsmenn okkar stofnum til veislu til að fagna býsna mörgu: Bermúdabikarnum, Jóhönnu í öðru sæti, tukthusliminum Mörthu Stewart svo ekki sé minnst á blessaða útrásarvíkingana okkar.
(Að Ásdísi Rán ógleymdri og heimsókn hennar í Playboy-setriði – skítt og lago með að Hugh Hefner hafi ekki verið heima. Hann sendi jú sínar bestu kveðjur.)
Og man einhver eftir Svölu Björgvins? Fín söngkona. Stöð 2/Skífan ætlaði á sínum tíma að gera hana að megastjörnu, gaf út diska hennar, bjo til vídeói og hélt úti heimasíðunni Svala dott com.
Þar sagði hin svala Svala frá “her shopoing with her friends Hrafnhildur and Unnur in LA” eða eitthvað álika og svo dillaði hún sér í dansatriðummeð alvöru gengjum í Kaliforníusólinni.
Hún söng vel og dansaði enn betur en sá galli var á gjöf Njarðar að hún var sæt og smart en bara ... ekkert sérstök.
En það er Björk og það erum við Íslendingar- innst inni.
Við sem búum í hinum frönskumælandi heimi sjáum í búðargluggum tvö síðustu hefti hins víðlesna timartits GEO. Í öðru er hin sólríka Katalónía á forsíðu en í nýjasta heftinu Ísland.
Það er helvítis skítaveður á hverri einustu dramatísku glæsimyndinni frá Íslandi- en sannleikurinn er bara sá að við getum aldrei logið okkur upp á alheiminn sem sólarparadís. Katalónía myndi alltaf vinna, rétt eins og Barcelona myndi alltaf vinna KR í fótbolta! Með fullri virðingu fyrir vinum mínum í hinni ástsælu fjölskyldu Baltasar Samper – okkar ágætu íslensku-katalóna!
Við eigum að leggja á sérstöðu okkar – ekki hermi-hæfileikum okkar. Páfagaukar eru ekki góð fyrirmynd. LA liðið mun alltaf rótbursta okkur í Kaliforníustuðinu, sama hvað við gerum.
Þess vegna er Björk súperstjarna en ekki Svala og ….Bjöggi pabbi. Sorrý to say so, en það breytist ekki "þó líði ár og öld."
þriðjudagur, 19. maí 2009
Var Hitler sérfræðingur um gyðinga?
Var Hitler sérfræðingur um gyðinga af þvi hann var á móti þeim? Eða Stalín um kúlaka? Davíð Oddsson um Baug? Bill Clinton um repúblikana? Nú eða til dæmis Ragnar Arnalds um herinn?
Ragnar var á sinum tíma forkólfur baráttunnar gegn hernum en varla hefði honum dottið í hug að vera boðið í sjónvarpssal og viðtal við hann birt sem sérfræðing um herinn.
En nú er svo komið hjá Kastljósi Sjónvarpsins að það væri hreinlega rökrétt að bjóða Ragnari að fá að halda einræðu sem "sérfræðingi um Evrópumal" á kjörtima í sjónvarpi allra landsmanna.
Í kvöld var þannig tekið viðtal við tvo Nroðmenn sem voru kynntir í tvígang – fyrst í fréttatímanum og síðan í upphafskynningu þáttarins sem sérfræðnga í Evrópumálum.
Viðtalið var sýnt þannig að umsjónarmaður, Þóra Tómasdóttir, sagði sem minnst en lét Norðmennina hafa orðið. Þeir töluðu lengi um aðildarviðræður Norðmanna og þjóðaratkvæðagreiðsluna 1994 og án þess að nefna eitt einasta konkret atriði drógu þeir þá ályktun að Ísland fengi sama díl og Norðmenn 1994 eða td. Litháar 2004.
Þóra Tómasdóttir spurði fyrir Kastljos, fárra spurninga en til dæmis þessara:
--Það var þá af lýðræðisástæðum sem Norðmenn sögðu Nei?
--þú hefur lengi verið á móti ESB, hvað er mikilvægast fyrir Íslendinga að heyra?
Þóra kinkaði síðan svo vel kolli að aðdáunarvert var, þegar Norðmennirnir sögðu frá því að Ísland og Noregur væru fiskútflytjendur en samsæri væri gegn þeim í ESB af því þar væru menn fiskkaupendur!!!!
Þóra hafði ekkert við þennan málflutning að athuga.
Fyrir fagmenn má svo bæta því við að eftir að viðtalið við norsku “sérfræðingana” hafði verið margkynnt í fréttum og Kastljóskynningunni var allt í einu snúið við blaðinu þegar innslagið var kynnt og sagt að þarna væru á ferðinni “baráttumenn”.
Og síðan var klínt aftan við viðtalið – greinlega á síðustu stundu – símaviðtali við formann já hreyfingarinnar í Noregi.
Hvað varð um sérfræðingana sem fréttatíminn hjá RÚV byrjaði á og alltí einu breyttust í baráttumenn? Hmmmm dularfullu sérfræðingarnir sem hurfu hefði Enid Blyton sagt.
Hitler og Kastljósið
Ef Norðmennirnir tveir úr Nei til EU sem voru í Kastljósi í kvöld voru sérfræðingar í Evrópumálum, var Hitler sérfræðingur í málefnum gyðinga.
þriðjudagur, 12. maí 2009
Til lykke til Island fra SF!
Vinkona mín dönsk sem vinnur á skrifstofu eins þingmanna SF sendi mér þennan skemmtilega link. Kannski hefur þetta fyrir löngu verið sýnt á Íslandi en það ætti ekki að skaða neinn að sjá þetta aftur:
http://www.sf.dk/default.aspx?func=article.view&id=57095
Vinstri-grænir eiga greinilega góða vini í Danmörku þar sem Socialistisk Folkeparti (SF)er! Og svona by the way: SF hefur verið fylgjandi aðild Danmerkur að Evrópusambandinu um árabil.
mánudagur, 11. maí 2009
Jörð kallar Jón Bjarnason!
Jón Bjarnason tók við embætti landbúnaðar- og sjávarutvegsráðherra með yfirlýsingu um að hann myndi beita sér fyrir breytingum matvælatilskipun Evrópusambandsins sem áð taka gildi hér á landi.
Atli Gíslason samflokksmaður hans i VG gaf til kynna að innflutningur væri af hinu slæma enda væri íslenskar landbúnaðarvörur og fiskur fullboðlegar fyrir landann.
Jón Bjarnason og Atli Gislason eru andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og teja því væntanlega aðild að EES þjóna hagsmunum Íslands.
Þótt Jón Bjarnason sé nu kominn til áhrifa, getur hann hins vegar ekkert gert til að breyta matvælatilskipun Evrópusambandsins – hana verði Íslendingar að innleiða hvort sem þeim líkar betur eða verr. Jóni er vorkunn að vilja hafa áhrif á löggjöf sem leiða verður i lög á Íslandi óbreytta.
Ef Ísland hefði verið i Evrópusambandinu hefði Jón getað haft á hrif á matvælatilskipunina áður en hún var samþykkt og safnað liði gegn henni í ráðherraráðinu eða á Evrópuþinginu.
Atli Gíslason er vafalaust sammála Lúðvik heitnum Jósefssyni sem býsnaðist mikið yfir of miklu kexúrvali í íslenskum verslunum.
En þótt Atli kæmist til æðstu metorða á Íslandi gæti hann hvorki fækkað kextegundunum né torveldað innflutning á vöru sem er i samkeppni við islenskan iðnað.
Slíkt er nefnilega bannað í EES samningnum.
Ef Jón og Atli vilja raunverulega stunda pólitík en ekki sýndarmennsku eiga þeir að taka því fagnandi að við göngum í Evrópusambandið. Við endurheimtum að minnsta kosti eitthvað af fullveldinu með því.
Ef þeir trúa í raun og veru á sinn eigin málflutning eiga þeir að vera heiðarlegir og leggja fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin semji um úrsögn úr EES.
Verst að Davíð og Björn eru ekki lengur á þingi til að greiða atkvæði með þeim.
sunnudagur, 10. maí 2009
Loksins! Loksins!
Jóhönnu Sigurðardóttur hefur tekist hið otrúlega – að koma á stjórnarsamstarfi við Vinstri-Græna og jafnframt því að lögð verði fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Bravó Jóhanna!
Næst vil ég sjá að Vinstri-Grænir horfist í augu við staðreyndir eins og langflestir skoðanabræður þeirra í Evrópu hafa gert fyrir löngu.
Það gengur ekki upp að segjast berjast fyrir fullveldi Íslands og sætta sig við það á sama tíma að 65-75 prósent af allri löggjöf Íslands komi á tölvupósti frá Brussel án þess að kjörnir íslenskir fulltrúar hafi nokkuð um hana að segja.
Jens-Peter Bonde, einn öflugasti Evrópusambandsandstæðingur Dana til skamms tíma segir að það þýði ekkert að berja hausnum við steininn. Ef maður vilji hafa áhrif í pólitík þýði ekkert að standa nöldrandi út í horni heldur taka þátt í slagnum þar sem ákvarðanir eru teknar.
Hann hefur líkt EES samningnum við að Ísland og Noregur hafi gerst sjálfviljug gerst nýlenduþjóðir að nýju. Til hvers var sjálfstæðisbaráttan ef við ætlum að gefa útlendingum vald til að setja okkur lög án þess að við höfum neitt um það að segja?
Þótt við Íslendingar eigum ekki vin í Downingstræti 10 nú um stundir eigum við marga vini í Evrópu. Þeir vilja að við og helst Norðmenn og Svisslendingar líka göngum til liðs við Evrópusambandið til að styrkja þau öfl sem vilja lýðræðislega- og gagnsæja stjórnunarhætti og ábyrga og umhverfisvæna efnahagsstefnu.
Ég veit að sumir trúa mér ekki en þegar öllu er a botninn hvolft skiptir ekki máli hverjir á Íslandi eru í stjórn – þeir geta allir flokkast til framfaraafla á evrópska vísu. Að svörtu klíku Sjálfstæðisflokksins og S-hópi Framsóknarflokksins slepptum. Að sjalfsögðu.
Vinstri Grænir eiga fyllilega framtíð á evrópska vísu. Sama mali gegnir um Sjálfstæðisflokkinn með því skilyrði þó að ofsafrjálshyggjumenn verði látnir róa.
Elsta lýðræðisþjóð Evrópu á heima í félagsskap evrópskra lýðræðisríkja. Vinstri grænir geta síðan barist fyrir sjónarmiðum sínum innan Evrópusambandsins og unnið með skoðanabræðrum sínum í að mál Evrópu og Ísland með sínum rauðu og grænu litum.
laugardagur, 2. maí 2009
Mældu nú rétt Tryggvi Þór!
Tryggvi Þór Herbertsson, nýkjörinn alþingismaður, kvartar sáran yfir því að vera skotspónn bloggara. Tryggvi er alveg hlessa á því að fólk hafi eitthvað við hans störf að athuga og kvartar yfir sleggjudómum. Nú vill svo til að ég hef gagnrýnt Tryggva Þór á bloggi- og hef gert það málefnalega. Förum aðeins yfir það sem ég hef haft við málflutning hans að athuga.
Mig langar til að benda honum á að þegar hann sinnti hagrannsóknum eftir pöntun í Hagfræðistofnun tókst honum að reikna út að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi kosta tugi milljarða á hverju ári.
Evrópunefnd sem Björn Bjarnason stýrði komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þegar búið væri að draga frá kostnað vegna EES samningsins myndi ESB aðild hugsanlega ekki kosta neitt en þó í mesta lagi hálfan annan milljarð.
Fræðimaðurinn Tryggvi hefur aldrei skýrt hvernig honum tókst að reikna þessa upphæð miklu hærra en stjórnmálamanninum og ESB andstæðingnum Birni Bjarnasyni.
Þetta minnir svolítið á ritstjóra Eyjunnar, Guðmund Magnússon. Hann var eitt sinn frjálshyggjumaður en löngu áður var hann kommúnisti og herstöðvaandstæðingur. Á þeim tíma var hann sumarblaðamaður á Dagblaðinu. Einhverju sinni voru mótmæli gegn hernum; lögreglan taldi að fimm hundruð manns hefðu verið á vettvangi, herstöðvaandstæðingur töldu að það hefðu verið tvö þúsund en Guðmundur sumarkommi á Dagblaðinu taldi að það hefðu verið tíu þúsund!
Svipuðu máli gegndi með Tryggva Þór Herbertsson. Honum tókst að reikna fjárhæðirnar svo hátt að jafnvel hörðustu ESB andstæðinga svimaði. Hann var kaþólskari en Davíð páfi og launagreiðandi hans.
En þá var Tryggvi Þór fræðimaður sem vann fyrir reikning. Nú er hann kosinn alþingismaður og þarf að kannast við skrif sín.
Ég segi við Tryggva, hættu að væla og mældu nú rétt strákur!”