föstudagur, 19. desember 2008

Of lélegir lesendur fyrir DV

Að tala tungum tveim og tala sitt með hvorri fær alveg nýja merkingu við lestur ritstjórnargreina DV að undanförnu.

Ritstjóri blaðsins hefur orðið uppvís að ósannindum og hefur ekki manndóm í sér til að standa fyrir máli sínu, heldur skýlir sér á bakvið son sinn, sem er víst meðritstjóri hans.

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni því sonurinn virðist hafa tamið sér ósiði föður síns og fer sannanlega með ósannindi.

Hann skrifar sitt hvorn leiðarann í prentútgáfu blaðsins og vefútgáfu. Og í stað þess að skammast sín, og biðjast afsökunar ræðst hann á allt og alla og rífst og skammast.

Sagt hefur verið um Ingibjörgu Sólrún réttilega: “Mikið óskaplega förum við í taugarnar á henni sem þjóð.” Sama mætti segja um þá DV feðga: Við lesendur DV eru greinilega ekki nógu góðir lesendur.


Þetta er löng tilvitnun en hér má ekki hagga orði:

“Ákveðinn hópur fólks stundar hatursáróður gagnvart blaðinu í ræðu og riti. […] Þannig var undirritaður gerður tortryggilegur í Morgunblaðinu og Kastljósinu vegna þess að gömul útgáfa af leiðara var birt á DV.is í fyrradag.
Undirritaður hafði uppfært leiðarann kvöldið áður í umbrotskerfi fyrir prentun, með þeim hætti að gagnrýni á brot fyrrverandi blaðamanns DV var tekin út, og almennum útskýringum á gildum eðlilegrar blaðamennsku bætt við. Leiðari sem fór til prentunar í blaðinu var því réttur. Eldri útgáfa var hins vegar tekin af ritstjórnarkerfi og birt fyrir mistök á vefnum morguninn eftir. Það var síðan leiðrétt, en Morgunblaðið og 20 bloggarar þess kusu að hunsa þær skýringar og halda áfram rógsherferð. Þetta geta umbrotsmenn DV staðfest, sem og starfsmaður DV.is og fréttastjóri á vakt.”

Vá. Rökfastur Jón Trausti og þvílík frásagnargáfa! Gömul útgáfa, gamlar skoðanir. Hvaða frekja er þetta í mönnum að vera herma upp á Jón Trausta leiðarann frá í gær? Það var annar dagur, annar maður.

Hvers lags lesendur eru þetta? Hvernig er hægt að bjóða einum ritstjóra (eða ritstjóraætt) upp á þetta?

Einn af kind. One of a kind. Við skiljum bara ekki snilldina á bakvið hugmyndaflugið sem óneitanlega þarf til að ljúga og verða tvísaga eins og þeir feðgar hafa orðið uppvísir að. Án þess að skammast sín.

Ég segir hér með af mér sem lesandi DV.

Það er ekkert að ritstjórunum, það erum við lesendur sem erum ekki nógu góðir fyrir blaðið. Þeir eiga betra skilið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

joð

Þetta er mannlegur harmleikur sem augljóslega erfist á milli í karllegg.

Nafnlaus sagði...

Dettur engum í hug að Reynir hafi kanski bara sagt syninum ósatt og Jón Trausti hafi ekki vitað að þetta samtal við blaðamanninn unga hafi átt sér stað? Reynir þarf að skýra þetta út fyrir lesendum.

Nafnlaus sagði...

Reynir og sonur hans eru afglapar, rúnir trausti og æru. En ekki hvetja þá til uppsagna. Látum þá sitja áfram því DV blæðir dag hvern sem þeir sitja í stólunum.

kær kveðja

Jóhannes