föstudagur, 5. desember 2008

Bankaleynd og pólitísk fjárkúgun

Davíð Oddsson er fyndinn það verður ekki af honum skafið enda er hann orðinn heimsfrægur á gjörvöllu Fjóni eftir drottningarviðtal Bent A Koch við hann í Fjónstíðindum.

Hver nema alvöru húmoristi myndi bera við bankaleynd frammi fyrir viðskiptanefnd Alþingis og neita að útskýra ummæli sem hann lét falla í opinberri ræðu sem Seðlabankastjóri!!! Svar: ósvífinn grínkarl sem hugsar um “engan annan en sjálfan sig”, eins og góður maður sagði.

Og hver nema Davíð Oddsson myndi leyfa sér að halda fram annari eins þversögn.

Malið reis vegna þess að hann blaðraði eins og Össur Skarphéðinsson á slæmum degi og opinberaði hvert leyndarmálið á fætur öðru í ræðu á fundi sem opinn var fjömiðlum.

Ekki eins og það væri neitt nýtt því Davíð hafði áður opinberaði allar forsendur stjórnvalda í Kastljosi þar sem hann átti stóran þátt í gjaldþroti íslensku þjóðarinnar með því að guma af því að aðeins brotabrot skulda erlendis yrðu borgaðar: “Við borgum ekki skuldir óreiðumanna.”

Bankaleynd?

Ef Davíð gat ekki skýrt þingnefndinni frá vitneskju sinni um orsök beitingar hryðjuverkalaganna, er hann ekki þar með að segja að hann sé endalaust búinn að rjúfa bankaleynd, bæði í Kastljósviðtalinu alræmda og ræðunni hjá Viðskiptaráði.

(Auðvitað eru milljarðatilfærslur Kaupþings sennilegasta ástæðan, en það er annað mál.)

Við værum vissulega betur stödd ef Davíð tæki bankaleynd alvarlega alltaf, ekki bara stundum.

Davíð Oddson er grínisti og hann er fyrst og fremst að gera grína að íslenskum stjórnmálamönnum sem þora ekki að svara ögrunum hans. Davíð bítur nú höfuðið af skömminni með því að hóta Geir H. Haarde að hann kljúfi Sjálfstæðisflokkinn ef hreyft verði við honum.

Var einhver að tala um pólitíska fjárkúgun?

5 ummæli:

Örn Úlfar sagði...

Ég skora á Sjálfstæðismenn að taka þennan póker: Call his bluff!

Nafnlaus sagði...

Davíð myndi sóma sér vel sem sjálfsmorðshermaður í Al Qaida. Hann er með sprengjubeltið teipað um eftirlauna- og góðærisvömbina á sér og hótar að sprengja nema hann fái að ráða.

Geir Gunga ræður ekkert við Davíð því hann hefur ávalt þurft að fylgja honum. Davíð rétti Geir MR sprotann í denn og rest is history. Geir fer ekki að ögra The Godfather.

Nafnlaus sagði...

"Ég er að hugsa um að skrifa greinaflokk héðan frá Kaupmannahöfn og ég ætla að biðja vin minn Bent A. Koch,ritstjóra, að ganga með mér um borgina og leita með mér að gamla Íslandi".

Dagbók Matthísar Johanessen, Nýjársdag 1973

Nafnlaus sagði...

Allir vandaðir embættismenn, sem spurðir eru um efni sem fellur undir bankaleynd, myndu bera fyrir sig bankaleynd. Annars væru þeir ekki starfi sínu vaxnir.

Sleppum því augnablik að maðurinn sem svaraði heitir Davíð Oddsson og spáum frekar í HVERS VEGNA bankaleynd átti við um upplýsingar hans. Sá möguleiki er fyrir hendi.

Davíð átti vissulega að víkja til hliðar fyrir mörgum vikum, en það er bara allt annað mál.

Menn mega ekki láta það blinda sig svo, HVER sat fyrir svörum, að það gleymist að rýna í svarið og hvað það getur þýtt.

Það voru sett hryðjuverkalög. Þeim tengjast upplýsingar sem falla undir bankaleynd. Hvað þýðir það? Hvað gerðist í Bretlandi?

Nafnlaus sagði...

Þetta var snilldar brandari hjá Davíð. Látum liggja milli hluta að bankaleynd á ekki við um alla hluti sem fara fram í banka heldur einungis atriði sem leynt þurfa að fara vegna hagsmuna einstaklinga eða fyrirtækja. Það hvaða atriði olli því að Bretar beittu landsbankann hryðjuverkalögum gæti aldrei fallið þar undir - ekki nema þá hann kysi sérstaklega að nafngreina þá einstaklinga sem hefðu verið að flytja peninga á milli landa (því það er jú væntanlega kenning hans um hvað olli beitingu hryðjuverkalaganna).

Ekki það að DO veit auðvitað ekkert meira en ríkisstjórnin um hvers vegna Bretar tóku þessa ákvörðun, en með því að láta sem hann viti hvað olli þessu hefur hann dregið athyglina frá sínum þætti málsins.

Það er dapurlegt hvað fólk og fjölmiðlar hefur verið auðtrúa á allt sem þessi hryggðarmynd lætur út úr sér.