mánudagur, 15. september 2008

Baráttusamtökin ÍSPAL


Hingað og ekki lengra. Við sitjum ekki þegjandi undir þessu. Við Íslendingar látum ekki Kanann vaða yfir okkur eina ferðin enn. Nei við Íslendingar tökum höndum saman og stofnum ÍSPAL- Íslendingar gegn Palin.


Ríkisstjóri mesta veðrarassgats í Heimi, Alaska (og er þá ekki átt við gróðrastöðina við Miklatorg) kannast ekki við að hafa hitt Ólaf Ragnar Grímsson! Ég gæti skilið að George W. Bushe eða Hu Jintao myndu ekki eftir því að hafa hitt Ólaf Ragnar, þeir hitta jú svo marga en þessi kona hefur ALDREI hitt þjóðhöfðingja nokkurs ríkis og þykist nú ekki muna hann Ólaf!
ÍSPAL muna beita sér fyrir sérstöku átaki meðal Vestur-Íslendingar og ég sé fyrir mér öfluga starfsemi vesturdeildar samtakanna ICEPAL.
Og ef Palin verður vara-forseti þrátt fyrir andspyrnu Vestur-Íslendinga og kemur hingað í heimsókn sýnum við hokkí-mömmuni hvar Davíð keypti ölið. Við hituðum okkur upp á Lyndon B. Johnson hér um árið en hún þarf aldeilis að biðja fyrir sér ef hún kemur til Íslands.
Alveg er ég viss um að Jói í Bónus leggi rotnaða tómata til baráttu ÍSPAL enda myndi ekki sjá högg á vatni í rotnu tómatadeildinni í búðinni þótt hann gæfi okkur þúsund stykki.
Nei, við munu hann Ólaf og látum ekki einhver kanafífl niðurlægja höfund hitaveitunnar. Vér mótmælum allir!

Engin ummæli: