fimmtudagur, 21. ágúst 2008

Laxveiðiferðir skattskyldar

Mér flaug í hug að hringja í skattstofuna í dag og spyrja þeirrar einföldu spurningar: ber að greiða skatt af boði í laxveiðiferð?

Svar: skattstofunnar já, það bera að telja slíkt fram í liðinn aðrar tekjur.

Nú hljóta fjölmiðlar að fylgja málinu eftir og spyrja Björn Inga Hrafnsson og Vilhjálm Vilhjálmsson að því hvort þeir hafi talið fram og borgað skatt af þriggja daga laxveiðitúrnum sem þeir fóru í á síðasta ári í boði Baugs... úps ég meina Hauks Leóssonar.

Auðvitað dettur mér ekki í hug annað en allir bankastjórarnir og forstjórarnir sem bjóða hverjum öðrum í lax á hverju sumri fyrir hundruð þúsunda króna í hvert skipti telji slíkt fram.

Og dettur virkilega einhverjum í hug að sjálfur þáverandi fjármálaráðherra Geir H. Haarde hafi ekki talið fram sína frægu laxveiðiferð í boði Kaupþings sumarið 2003?

Nei, auðvitað ekki, að skattmanna hafi ekki talið allt fram til skatts? Geir grandvari? Nei getur ekki verið enda teldist slíkt til tíðinda. Og auðvitað fara fjölmiðlar ekki að spyrja Geir, Vilhjálm, Björn Inga og Hauk og alla bankastjórana um það hvort þeir hafi borgað skatt. Slíkt væri bara hnýsni og dónaskapur.

PS Ef einhver skyldi ekki hafa séð post scriptum við síðustu færslu mína um frettir.com, þá skal því haldið til haga að Steingrímur Sævarr Ólafsson kannast ekki við að hafa ofsótt Stöð 2 á sínum tíma í skrifum sínum, heldur hafi hún verið svo mikill fréttamatur. Útaffyrir sig dreg ég það ekki í efa!

Ennfremur er hægt að finna slóðina á frettir.com og er það vel. Hafa ber það sem sannara reynist og í leiðinni sendi ég bestu kveðjur til Steingríms í Skaftahlíðinni.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Saell Arni,

Skarplega athugad hja ther med bod i laxveidar og skattksyldu.

Ef Villi og felagar hafa gleymta ad tela fram gjofina fra Hauki er ekki haegt annad en ad spyrja sjalfan sig hvort thad seu fleiri gjafir eda greidar sem their hafi thegid sem gleymst hefur ad tiltaka a skattaskyrslunni.

Kv,

Sveinn

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara hallærislegt að reyna að ná mönnum þarna. Óeðlilegar ferðir og allt það, en að beita skattinum er fáránlegt í svona boðsferðir.

Eins og Árni líklega veit, þá er matarboð eða aðstoð við að skrúfa saman IKEA einnig skattskylt - eða eins og yfirvaldið sagði - öll heimsins veraldlegu gæði.

Ég sé fyrir mér að Árni hafi greitt af skatt af fötum og ókeypis áskriftinni sinni á stöð 2, enda hlunnindi frá vinnuveitanda. Árni hefur hins vegar aldrei greitt (og það fullyrði ég) fyrir aðstoð vina við flutninga eða álíka. Hættið þessu bulli.

Nafnlaus sagði...

Mikið eru menn bitrir eftir laxveiðifréttina miklu hérna um árið. Þú ert sem sagt ennþá að halda því fram að Sigurður Einarsson hafi látið reka þig um árið ?

Nafnlaus sagði...

Einmitt. Það er fáránlegt að fjölmiðlar fari að hnýsast í það hvort fjármálaráðherra hafi á sínum tíma láðst að telja fram tekjur sínar upp á nokkur hundruð þúsund krónur. Alveg fráleitt.

Við erum á Íslandi. Hér er engin spilling.

Hefði eg völd og vald til að setja fólk yfir fjölmiðla, þá setti eg þar mannskap sem alls ekki verðskuldaði embættin og stöðurnar.

Svo lifði eg áhyggjulaus upp frá því. Þyrfti ekki einu sinni að segja fyrir verkum eða siga nokkrum manni. Og mínir óvinir yrðu þeirra óvinir.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ef að vinur þinn býður þér í laxveiði þá er það klárlega ekki skattskyldar tekjur. Þetta eru ekki réttar upplýsingar hjá skattinum.