föstudagur, 22. ágúst 2008

Skattfrjálst helgarstuð

Ég horfði á íslenska landsliðið vinna það spænska og komst að sjálfsögðu í hið besta skap.

Örugglega margir sem ætla að fagna sigri í kvöld – ég er 2 tímum á undan hér í Brussel þannig að nú er skammt í að ég fái mér glas af appelsínudjúsi til að gera mér dagamun.

Mæli með nokkrum linkum á youtube svona sem skattfrjálsu helgarstuði.

Handbolti er alþýðleg íþrótt og það er Bruce Springsteen líka. Fyrir þá sem eru ekki þegar komnir í gott skap við að horfa á Ísland vinna, er alveg nóg að horfa á hann með eighties ennisbandið og konu hans Patty með grifflurnar í þessu lagi hérna:

Kíkið á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=K2eE9H7Nzww&feature=

Þetta er lagið Trapped eftir Jimmy Cliff. Og svona spilaði Cliff það hjá David Lettermann hérna um árið.

http://www.youtube.com/watch?v=fRge7lXu56E

Bruce Springsteen sýnir hins vegar og sannar að með eða án ennisbands er hann magnaður flytjandi og hann túlkar lagið á þann tregafulla hátt sem því sæmir enda kannski ekki búinn að reykja jafn margar jónur og Jimmy Cliff.

Eða hvernig er hægt að sjá ekki blúsinn í lagi með svona texta:

Well it seems like I’m caught up in your trap again/ And it seems like I’ll be wearin’ the same ol’ chains/ Well it seem like I’ve been playin’ the game way too long/ And it seems the game I played has made you strong/And now I’m trapped...
(http://www.asklyrics.com/display/Bruce_Springsteen/Trapped_Lyrics/203183.htm)

En síðan er það 2008 útgáfan sem er lang best. Ég fæ enn gæsahúð við að rifja upp flutning hans á þessu lagi í Antwerpen nú í sumar. Brúsi batnar með árunum eins og fransk eðalvín. Og talandi um það: Til hamingju Ísland og góða helgi. Ég er farinn á næsta djússtað.

http://www.youtube.com/watch?v=-kj_mFDaTm8&feature=related

Engin ummæli: