föstudagur, 29. febrúar 2008

Þúsundir flugmiða til að geta rekið forstjóra

Það er raunalegt fyrir Icelandair að geta lítt nýtt sér að styrkja Iceland on the Edge því fyrirtækið hefur nýverið rekið forstjóra sinn, væntanlega fyrir axarsköpt eða afleitan árangur. Icelandair þarf að borga honum tveggja ára uppsagnarfrest – 60 milljónir króna þótt hann hafi farið beint til starfa hjá fyrirtækis í svipuðum rekstri. Ef við gefum okkur að flugmiði kosti 35 þúsund krónur þarf Icelandair að selja 1700 flugmiða bara til að standa undir þessum kostnaði. Reyndar þarf að borga laun, eldsneyti og annan rekstrarkostnað en segjum að það sé 7 þúsund króna hreinn gróði sé af sölu hvers flugmiða. Ef þetta er rétt þýddi það að það þyrfti að selja rúmlega 8500 miða til að standa straum af því að losna við Jón Karl Ólafsson. Boeing 757 – 200 tekur 180 farþega og því þyrfti að fylla vélina 47 sinnum miðað við þessar forsendur bara til að standa straum af því að losna við þennan ágæta mann.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má líka reikna þetta á annan hátt, hjá félaginu eru í dag um 20 flugmenn í uppsögn. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtækið sé að spara svipaða upphæð við það að segja mannskapnum upp yfir veturinn. Getur það talist eðlilegt að 20 manns skuldugir upp fyrir haus eftir dýrt nám eigi að taka á sig þennan fórnarkostnað fyrir mann sem er fyrir með allt að tífalt hærri laun og nú þegar í öðru vel borguðu djobbi?