Meira um  Geir. Ef það voru ekki skilaboð hjá forsætisráðherra að hitta Olli Rehn sem  stýrir viðræðum ESB við ný aðildarríki, hvað þá með þá staðreynd að hann nennti  ekki einu sinni að fara í kurteisisheimsókn til EFTA í heimsókn sinni til  Brussel?
Raunar siglir Geir þar í fótspor Norðmanna sem leynt og ljóst sniðganga  EFTA og hafa sem meginreglu að stunda tvíhliða samskipti við EES. Reyndar þekkir  ekki nokkur maður EFTA hér í Brussel, hvað þá EES samninginn.
Kannski ekki nema  von því ef menn gúggla EFTA er eins víst að þeir rati inn á síðuna EFTA.com sem  er ekki heimasíða fríverslunarsamtakanna heldur málgagn EFTA, the Eastern Fat  Tire Association, austur-amerísku breiðdekkja reiðhjólasamtakanna.
föstudagur, 29. febrúar 2008
EFTA.com
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
 

5 ummæli:
Velkominn í bloggheiminn!
Sprakk úr hlátri þegar ég sá myndina.Gaman að byrja helgina með svona gleðimynd.
Einhvern veginn hafði það farið framhjá mér hvað ég er líkur Sturlu Böðvarssyni? Hafa allir verið að hlífa mér í gegnum tíðina með því að nefna þetta ekki við mig? kv. Árni
Hahahaha já það má segja það.Svipurinn á þér er reyndar eins og þú sért nýbúin að uppgvöta að einhver hafi leyst vind í lyftu.
Sæll Árni.
Geir fór í heimsókn í EFTA-dómstólinn í Lúx í þessari ferð. Í kurteisisheimsókn.
Kannski fór hann í fleiri EFTA-stofnanir, án þess að segja blaðamönnum frá því.
Heimasíða dómstólsins er eftacourt.lu, til þess að spara þér vesenið.
Þekki sprenglærðan mann sem er í fullri vinnu sem talnanörd hjá EFTA í Lúx en býr handan landamæranna hjá þýskum...það er er billegra...
;-)
Räknenissen
Skrifa ummæli