mánudagur, 1. júní 2009

Kína, Jóhanna, Össur og ÓRG

Forsetinn, Össur og Kína

Það eru gríðarlega mikil vonbrigði að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra að ekki sé minnst á forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson skuli sniðganga Dalai Lama, fiðarverðlaunahafa Nóbels í Íslandsheimsókn hans.

Það er vissulega hið besta mál að Ögmundur Jónasson skuli hitta hann að máli en vitaskuld eru það eingöngu panik viðbrögð við gagnrýni og seint verður sagt að það sé í hans verkahring sem heilbrigðisráðherra að hitta þjóðarleiðtoga Tíbeta.

Ekki frekar en Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra eða Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra. Þau reyna vissulega að bera í bætifláka fyrir stjórnina. En þetta er vinstri stjórn til skammar.

Takk samt öll þrjú.

Um forseta lýðveldisins þarf ekki að fjölyrða, botninum er löngu náð. Það er reyndar umhugsunarefni að á sama tíma og Ísland stefnir að umsókn um ESB, er Ólafur Ragnar að hitta forseta Kýpur - á kostnað skattgreiðenda. Hvort talaði hann málstaði meirihluta eða minnihluta Alþingis við forsetann um ESB aðild Íslendinga? Og hvað mun hann gera í framtíðinni?

Svo aftur sé vikið að aðalmálinu þá vita allir um áhugaleysi Jóhönnu á útlöndum en spjótin hljóta að beinast að Össuri Skarphéðinssyni sem hefur verið yfirlýsingaglaður um allt sem nöfnum tjáir að nefna. Þar á meðal um Kína.

Ég hef áður fjallað um hin slæmu áhrif forseta lýðveldisins á Össur og látið í ljós ótta um að hinn Kínasinnaði aðstoðarmaður hans, Kristján Guy Burgess kunni að véla þarna um.
Reyndist ég forspár?

Össur og Jóhanna skulda okkur skýringu á framkomu sinni. Það er öllum sama um Ólaf Ragnar hins vegar.

12 ummæli:

Landflótta Nafnleysingi sagði...

Þessi Vinstri óstjórn er bara jafn léleg og hægri stjórnin sem hneppti falun gogn í varðhald o.s.f.v. Same shit diffrent day. Og að forsætisráðherra hafi ekki áhuga á útlöndum (er það í boði) Er það ekki einsog fjármálaráðherra sem hefur ekki vit/áhuga á peningum hey setjum dýralækni eða jafnvel jarðfræðing í þangað. Nei við erum búin að því ...
Við lærum ekki ...

Nafnlaus sagði...

Ögmundur stóð fyrir utan sendiráð kínverja til að mótmæla aðförum kínverskra stjórnvalda í Kína í fyrra (eða var það í hitteðfyrra). Þannig að hann er bara að fylgja sinni sannfæringu. Sannfæring er ennþá til.
Doddi D

Nafnlaus sagði...

Ef Dalai Lama væri þjóðhöfðingi myndi ég skilja þessa hneykslan fólks. Ég ber mikla virðingu fyrir friðarboðskap hans og styð hann heils hugar í frelsisbaráttunni en finnst frekar í verkahring forseta Íslands að hitta hann en ráðherranna, jafnvel þótt hann hafi fengið Nóbelinn. Hann er jú trúarleiðtogi og þetta virðist mér vera svipað dæmi og að neyða alþingismenn til að fara í guðsþjónustu fyrir þingsetningu. Það eru allir að missa sig í persónudýrkun sem er örugglega ekki í anda Dalai Lama.

Nafnlaus sagði...

Sammála síðasta ræðumanni. Stormur í vatnsglasi.

einarso sagði...

Tek undir með nafnlausum og nafnlausum.

Nafnlaus sagði...

Í byrjun vil ég taka fram að ég skrifa alltaf nafnlaus.
Einhvern veginn finnst mér að athugasemdirnar hér að ofan komi frá fólki sem myndi auðfúst leggja nafn sitt við skammir í garð "hægri, miðju flokkana" vegna ástandsins. Þetta nafnleysi nú sýnir hversu grunnt ást þeirra á lýðræði, sjálfsákvörðunarrétti, og mannréttindum ristir. Svei þeim.

Nafnlaus sagði...

Árni!
Hvernig var þetta um árið þegar þú varst að eltast við forseta Kína sem var látinn heimsækja Decode á Lynghálsi í útsendingu Stöðvar 2. Var þetta árið 2002. Mjög spaugilegt í mínu minni. Gastu ekki fengið að hitta hann hjá Decode?

Nafnlaus sagði...

Hver setir að Dalai Lama kæri sig um að hitta ÓRG?

Nafnlaus sagði...

Okkar kanna er full af vandamálum. Þegar Jóhanna og Össur og Ögmundur hafa leyst þau geta þau farið að hjálpa prestinum frá Langbortistan.
Dáist annars að ykkur hugsjónafólkinu sem viljið reyna að bjarga heiminum.

Nafnlaus sagði...

Fólk er sumt ekki að skilja þetta.

Dalai Lama er ekki bara einhver.

Þetta er einn merkasta núlifandi persóna á jarðarkúlunni.

Á flestum stöðum er hann hefur ferðast (flestum) hafa ráðamenn þess eða hins ríkisins að sjálfsögðu átt fund með manninum.

Kínverjar hafa agnúast mjög útí það en flestir látið sem vind um eyru þjóta.

Skemmst er að minnast frænda okkar Dana.

Svo kemur Dalai hingað. Hvað skeður ? Það er eins og ráðamenn gufi bara upp ! Næst ekki í menn og ég veit ekki hvað.

Það er engu líkara en verið sé að láta undan þrýstingi Kínverja. Afhverju er mér hulið.

I repeat: Engu líkara. Vera má að eitthvað annað sé í spilinu. Td. að ráðamönnum finnist maurinn ómerkilegur eða þá að þeir eru eitthvað á móti trú has o.þh. en mér finnst það ólíklegra en Kínverja þeórían.

Þetta er sérstök uppákoma og ráðamönnum til minnkunar.

Ef eitthvert ríki ætti að skilja fullveldis eða sjálfstæðistilburði Tíbets skildi maður ætla að það væri ísland.

Dalai er mjög hófsamur í framgöngu sinni varðandi Tíbet. Fyrst og fremst er hann etv að mótmæla eða vekja athygli á framferði kínverja í landinu.

Hann virðist fylgandi því að haldið verði í tengslin við Kína en Tíbet öðlist sjálfstjórnarstadus eða fullveldi.

Málið er hinsvegar að bakvið hann bíður unga kynslóðarin í Tíbet sem vill ekkert annað en fullt sjálfstæði. (sem minnir þá á ísland fyrir um öld síðan en þeir höfðu enga Kínverja. Þeir höfðu Dani og ekki einn einasti maður fórst í sjálfstæðisbaráttunni sem hlýtur að teljast einsdæmi)

Það hafa Kínverjar kannski í huga og vilja þess vegna ekki gefa þumlung eftir og þagga niður í allri ganrýni og sjálfstæðisröddum.

En allt er þetta löng og nokkuð flókin saga. Saga Tíbets.

Nafnlaus sagði...

Minnumst þess að á morgun, 3. júní, eru 20 ár síðan Kínastjórn stóð fyrir einum mestu fjöldamorðum á síðari tímum, þegar allt að 6.000 óbreyttir borgarar voru myrtir af Kínverskum hermönnum á Torgi hins himneska friðar.

Gleymum þessu voðaverki ekki.

Nafnlaus sagði...

er þetta fólk eitthvað skylt að hitta þennan mann?

án efa hefur ríkisstjórnin um eitthvað merkilegra að hugsa t.d efnahagsmálin, en að hitta andlegan leiðtoga tíbet.

stórfurðuleg rök hjá sumu fólki ... að það verði ráðherrar að hitta þennan mann.

voðaleg persónudýrkun er í gangi hérna... þetta er hálf vandræðalegt.