Anna Ólafsdóttir Björnsson, stjórnarmaður í Heimssýn skrifar pistil á blogg sitt um lýðræðishallann í Evrópusambandinu. Hún hefur að vissu leyti ýmislegt til síns máls en hún er hins vegar slegin ídeológískra blindu þegar hún kallar til vitnis Danann Jens-Peter Bonde og sakar “fjölmiðlafólk” (les: Árni Snævarr) um að halda því fram að “Jens Peter sé ekki lengur andvígur ESB, en “....það hefur alltaf verð vitað að afstaða hans til ESB er margslungin....”
Jens Peter var einn af stofnendum Júní-hreyfingarinnar en kjarninn í málstað hennar var að ekki þýddi að berja hausnum við steininn; eina leiðin til þess að vinna sjónarmiðum vinstri manna fylgis væri að berjast fyrir þeim innan Evrópusambandsins.
Ef þetta þýðir ekki í reynd að Jens Peter hafi hætt baráttu gegn úrsögn Dana úr Evrópusambandinu, ja þá eru sjónarmið hans býsna margslungin.
Í rauninni er það svo að einungis ofstækismenn á vinstri og hægri kanti stjórnmála í Evrópu eru á móti Evrópusambandinu. Þótt Danir, Írar og Hollendingar hafi verið duglegir að malda í móinn og neitað að láta hvað sem er yfir sig ganga, hafa skoðanakannannir sýnt svo árum skiptir að það er lítill áhugi á að standa utan ESB.
Það tala mjög fáir um andstöðu við aðild að ESB í aðildarríkjunum. Það er dálítið eins að segjst vera á móti fjármálum, manni getur verið uppsigað við magt í fjármálakerfinu en það er þýðingarlaust að vera á móti fjármálakerfinu og sama gildir um ESB. ESB er staðreynd.
Við getum ekki einu sinni selt fisk til Rússlands án þess að ESB komið við sögu.
Og fyrst Anna talar yfilætislega um að andstæðingar hennar fylgist ekki með, langar mig til að forvitnast um hvort hún hefur séð viðtal mitt við Jens-Peter Bonde sem hægt er að nálgast á síðu Samtaka iðnaðarins.
Þar líkir Jens Peter EES samningnum við að Ísland og Noregur gangist sjálfviljug undir nýlendustefnu. Samkvæmt EES samningnum hefur Ísland tekið upp a.m.k. 65% lagaramma ESB – án þess að hafa neitt um það að segja.
Við munum vissulega hafa tiltölulega lítil áhrif á gang mála vegna smæðar okkar, en við verðum alltaf tiltölulega áhrifalítið smáríki hvort sem við verðum innan eða utan ESB.
En mig langar til að spyrja Önnu Ólafsdóttur Björnsson eftirfarandi spurnniga:
1. Telur hún að lýðræðishallinn aukist hvað Íslendinga varðar, þegar við fáum sæti við samningaborðið þar sem ákvarðanir eru teknar?
2. Eykst fullveldið við það að hafa engin áhrif á lagasetningu sem okkur er gert að taka upp?
3. Er hún sammála eða ósammála Jens Peter um að EES sé nýlendusamningur?
4. Telur hún rétt að segja EES samningnum upp?
Ég hlakka til að sjá svör Önnu. Og í kjölfarið verður áhugavert að heyra sjónarmið td. Iluga Gunnarssonar og Sigurðar Kára Kristjánssonar, stjórnarmanna í Heimssýn.
Vilja þeir kannski að við segjum upp EES?
mánudagur, 1. júní 2009
Er Heimssýn á móti EES?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Ekki snúa svona út úr Árni. Þú ert að því.
Ég er ekki ofstækismaður Mr.Snævarr.
"Er Heimssýn á móti EES?"
Það tel ég nú næsta víst.
Þetta költ er móðgun við almenna skynsemi og furðulegt hvað þetta lið hefur aðgang víða.
Það væri nær að spurja hvort að hún væri "fedralist" þar sem hún kvartar yfir því að talsmenn ríkisstjórna sem eru aðildar ESB skuli vera skipaðir, ekki kosnir. Þó er vert að benda á þá staðreynd að ef þetta fólk væri kosið, þá værum við komin með sambandsríki, ekki samband sjálfstæðra Evrópuríkja.
Þetta sjónarhorn hefur þetta fólk ekki pælt í og skal engan undra.
ESB er ekki ríki, heldur samband ríkja. Það er kominn tími til þess að heimssýnar bjálfanir átti sig á þeirri staðreynd.
Helsti talsmaður Heimssýnar Ragnar Arnalds var líka á móti EFTA alveg eins og EES. andstæðingar EFTA töldu að hér mundu útlendingar legja undir sig fiskimiðin og öll almennileg íslensk fyrirtæki á nokkrum árum. Eins var það með EES á sínum tíma. Held ef málflutningur þeirra er skoðaður þá ganga þeir í höfuðatriðum út frá því að öll fjölþjóðleg samtök séu slæm.
Þeir hafa ekki hlustað á menn sem færa að því rök að frá því að við fengum Marshall aðstoðina þar sem við fengum mun meiri styrki en aðrar þjóðir og fram til dagsins í dag höfum við tekið mestum framförum þegar við höfum gengið til samstarfs við aðrar þjóðir í fjölþjóðlegum samningum.
Við fengum sérstaka styrki í kjölfar EFTA og þeir voru meiri en aðrir fengu. Við fengum sérstakan stuðning þegar við gengum í Norðulandaráðið og sérstakar undanþágur í EES. Samingamenn okkar í gegnum tíðina hafa með því að vísa í smæð okkar og sérstöðu náð mjög góðum árangri í samningum. Aðallega vegna þess að stór stuðningur við okkur er lítill í samanburði við stærð þessa hóps landa sem við erum að semja okkur inn í.
Hér má sjá stjórn þessa ógæfulega félagsskapar:
Formaður: Herra Arnalds.
Vara: Sigurður Kári. Halló !
Gjaldkeri: Bóksali á Suðarlandi
http://www.heimssyn.is/heimssyn/
Alveg skrauleg samkoma.
Er þetta svo ekki að mestu kostað aðf LÍÚ ? Jú það hefur flogið fyrir. Própagandaarmur LÍÚ.
Önnu Ólafsdóttur Björnsson og fl. þar á meðal núverandi menntamálaráðherra, er tíðrætt um "lýðræðishalla" í ESB. Það er reyndar óskilgreint hvað átt er við með því. Ef embættismenn, sem ekki eru kjörnir lýðræðislegri kosningu,(t.d. Framkvæmdastjórn ESB) eru að taka ákvarðanir þá er það tvímælalaust lýðræðishalli. Þessa hlið mála mætti vissulega ræða er varðar íslenska embættismannakerfið.
Hins vegar er "lýðræðishalli" í ESB í ákvæarðantöku og lagasetningu er kemur að vægi atkvæða. En hverjum er það í hag? Smærri ríkjum ESB !! Þau hafa margfallt meira vægi bæði í Ráðherraráðinu og á Evrópuþinginu. Þetta er nákvæmlega sama fyrirbærið og það er atkvæði þeirra sem búa á Akranesi hefur tvöfallt meira vægi en þeirra sem búa í Mosfellsbæ ! Það furðulega er að þeir sem vilja viðhalda þessu misvægi á Íslandi tala mest um þennan "lýðræðishalla" í ESB.
Hins vegar byggist þessi umræða um lýðræðishalla mjög oft á vanþekkingu á ákvarðanatökuferli við lagasetningar í ESB. Menn vita ekki að nánast allt löggjafarvald liggur hjá Ráðherraráðinu en það samanstendur af fulltrúum (ráðherrum) lýðræðiskjörinna ríkisstjórna aðildarlandanna. Svo mega menn hafa sitt álit á "fulltrúalýðræði" en það er annar handleggur.
Svo sannarlega er Heimssýn á móti EES samningnum. Æ þetta er dáltið bilað lið.
Ætli flestir Íslendingar haldi ekki að EES samningurinn sé fríverslunarsamningur eða eitthvað.
EES er nákvæmlega ekkert annað en auka-aðild að EB.
Þannig er ekki hægt að vera á móti ESB en með EES.
Ég fæ alltaf kjánahroll þegar meðlimir menningarkimans sem kallar sig "Heimssýn" tjá sig.
Jón Guðmundsson
Mikið væri gaman ef allir skrifuðu undir nafni á netinu. Þá væri hægt að tala saman á málefnalegum grundvelli.
Við VERÐUM að komast að niðurstöðu á þeim nótum, því að við erum öll í sama báti, hvert einasta mannsbarn í landinu.
Þetta er mjög áhugaverð grein hjá þér, Árni, eins og þín var von og vísa.
Skrifa ummæli